Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. október 2014 21:02 Starfsfólk Barnaverndarstofu telur Eygló Harðardóttur velferðarráðherra útiloka það kerfisbundið frá stefnumótunarvinnu í barnaverndarmálum en velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja fimm hundruð milljóna króna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. Háholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum fimmtán til átján ára, en það er mat Barnaverndarstofu að fénu sé betur varið í byggingu nýs meðferðarhúsnæðis fyrir unglingana á höfuðborgarsvæðinu. Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn auk kennara og sálfræðings í hlutastarfi. Ljóst er að fáir nýta sér úrræðið, en stundum er þar enginn unglingur í vistun svo vikum skiptir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta er ekki eina dæmið um að ráðherra nýti sér ekki sérfræðiþekkingu Barnaverndarstofu, og er það tilfinning starfsfólks þar að það sé kerfisbundið útilokað frá stefnumótunarvinnu. Ekki hefur verið óskað eftir þekkingu þeirra við gerð framkvæmdaráætlunar í barnavernd fyrir næsta ár, þau sitja ekki í nefnd um mótun fjölskyldustefnu og eiga ekki skipaðan fulltrúa í Velferðarvaktinni. Það er eftirtektarvert fyrir þær sakir að samkvæmt sjöundu grein barnaverndarlaga á Barnaverndarstofa að vera félagsmálaráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Eygló vísar þessari gagnrýni á bug. „Nú er það þannig að allir sem hafa haft áhuga á því að koma inn í Velferðarvaktina hafa fengið sæti í henni,“ segir Eygló. „Hvað varðar síðan mótun fjölskyldustefnu þá nær það yfir mjög fjölþætt svið og ég hef raunar ekki fengið upplýsingar um það áður að Barnaverndarstofa hafi áhuga á því að koma að þeirri vinnu. Það hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. Varðandi barnaverndaráætlunina, þá er það að sjálfsögðu þannig að ráðherra fer með yfirstjórn þess máls.“ Tengdar fréttir Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Starfsfólk Barnaverndarstofu telur Eygló Harðardóttur velferðarráðherra útiloka það kerfisbundið frá stefnumótunarvinnu í barnaverndarmálum en velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja fimm hundruð milljóna króna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. Háholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum fimmtán til átján ára, en það er mat Barnaverndarstofu að fénu sé betur varið í byggingu nýs meðferðarhúsnæðis fyrir unglingana á höfuðborgarsvæðinu. Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn auk kennara og sálfræðings í hlutastarfi. Ljóst er að fáir nýta sér úrræðið, en stundum er þar enginn unglingur í vistun svo vikum skiptir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta er ekki eina dæmið um að ráðherra nýti sér ekki sérfræðiþekkingu Barnaverndarstofu, og er það tilfinning starfsfólks þar að það sé kerfisbundið útilokað frá stefnumótunarvinnu. Ekki hefur verið óskað eftir þekkingu þeirra við gerð framkvæmdaráætlunar í barnavernd fyrir næsta ár, þau sitja ekki í nefnd um mótun fjölskyldustefnu og eiga ekki skipaðan fulltrúa í Velferðarvaktinni. Það er eftirtektarvert fyrir þær sakir að samkvæmt sjöundu grein barnaverndarlaga á Barnaverndarstofa að vera félagsmálaráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Eygló vísar þessari gagnrýni á bug. „Nú er það þannig að allir sem hafa haft áhuga á því að koma inn í Velferðarvaktina hafa fengið sæti í henni,“ segir Eygló. „Hvað varðar síðan mótun fjölskyldustefnu þá nær það yfir mjög fjölþætt svið og ég hef raunar ekki fengið upplýsingar um það áður að Barnaverndarstofa hafi áhuga á því að koma að þeirri vinnu. Það hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. Varðandi barnaverndaráætlunina, þá er það að sjálfsögðu þannig að ráðherra fer með yfirstjórn þess máls.“
Tengdar fréttir Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00