Lífið

Bond-skúrkur látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Geoffrey Holder var sögumaðurinn í mynd Tim Burton um Kalla og sælgætisgerðina frá árinu 2005.
Geoffrey Holder var sögumaðurinn í mynd Tim Burton um Kalla og sælgætisgerðina frá árinu 2005. Vísir/AFP
Trínídaski leikarinn, dansarinn og danshöfundurinn Geoffrey Holder lést í gær, 84 ára að aldri.

Holder er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í James Bond-myndinni Live and Let Die þar sem hann lék skúrkinn Baron Samedi. Live and Let Die var fyrsta myndin þar sem Roger Moore spreytti sig í hlutverki Bond.

Holder fæddist í Port au Spain á Trínídad og Tóbagó og gerði einnig garðinn frægan sem tónsmiður, hönnuður og málari.

Holder fór einnig með hlutverk Pubjab í myndinni Annie frá 1982, höfðingja í myndinni Doctor Doolittle frá árinu 1967 og galdramanns í mynd Woody Allen, Everything You Always Wanted to Know About Sex (But Were Afraid to Ask) frá 1972.

Holder var einnig sögumaðurinn í mynd Tim Burton um Kalla og sælgætisgerðina frá árinu 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×