Bíó og sjónvarp

Twin Peaks snúa aftur

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Allir sannir aðdáendur Twin Peaks og David Lynch ættu að kannast við þetta herbergi.
Allir sannir aðdáendur Twin Peaks og David Lynch ættu að kannast við þetta herbergi.
Leikstjórinn David Lynch og framleiðandinn Mark Frost hafa tilkynnt endurkomu þáttanna geisivinsælu Twin Peaks í sjónvarp.

„Hinn dularfulli og sérstaki heimur Twin Peaks dregur okkur aftur til sín. Við erum mjög spenntir. Skógurinn fylgi ykkur,“ sögðu þeir í ansi kryptískri fréttatilkynningu.

Níu nýjir þættir verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Showtime árið 2016. Samkvæmt Deadline munu þættirnir gerast í nútímanum og Kyle MacLahlan mun hugsanlega snúa aftur sem hinn heittelskaði Agent Dale Cooper. Lynch og Frost skrifa handrit þáttanna saman en Lynch leikstýrir.

Hér fyrir neðan er stikla sem kom út í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.