Lífið

Berjast gegn heimilisofbeldi í háum hælum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Karlmenn víðs vegar í Bandaríkjunum taka árlega þátt í viðburðinum Walk a Mile in Her Shoes, á vegum YMCA, þar sem þeir ganga eina mílu, um 1,6 kílómetra, til að vekja athygli á heimilisofbeldi.

Viðburðurinn var nýlega haldinn í New York og segir Rick Azzaro, talsmaður YMCA, að karlmenn séu með göngunni að hvetja til þess að opna umræðuna um heimilisofbeldi þó að gangan sem slík sé kannski fyndin og kjánaleg.

Konur eru auðvitað velkomnar í gönguna líka en margir karlmennirnir kvörtuðu yfir verkjum í fótum og ökklum eftir gönguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×