Lífið

Fertugsafmæli á heimsmælikvarða

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
myndir/þorgeir ólafs
Yslandsstjórinn Jón Gunnar Geirdal, sem oft er kallaður frasakóngur Íslands, fagnaði fertugsafmæli sínu í Reiðhöll Spretts í Kópavogi á föstudagskvöldið.

Má með sanni segja að afmælið hafi verið á heimsmælikvarða en allar helstu poppstjörnur Íslands, svo sem Kaleo, Skítamórall og Páll Óskar, tróðu upp.

Þá var Logi Bergmann veislustjóri og margir af vinum Jóns Gunnars fóru með gamanmál, til dæmis Auðunn Blöndal og Sveppi.

„Þetta var eitt allra skemmtilegasta kvöld lífs míns,“ segir Jón Gunnar, í skýjunum með vel heppnað fertugsafmæli sem seint verður toppað.

„Veislan tókst ótrúlega vel og gleðin var í hámarki allan tímann,“ bætir hann við. En hvað stóð upp úr?

„Það var ekkert eitt sem stóð upp úr annað en hvað það var brjálæðislega gaman í góðra vina hópi.“

Jón Gunnar ásamt börnunum sínum tveimur, Óðni Geirdal og Maríu Geirdal.
Jón Gunnar, Egill Einarsson, Arnar Grant og Ívar Guðmundsson.
Afmælisbarnið ásamt hljómsveitinni Skítamórall.
Arnar Gunnlaugsson og Hallur Dan, eigandi Laundromat.
Afmælisbarnið opnar gjöf frá vinunum, ferð á leik með Manchester United.
Sigurborg Geirdal, Alma Geirdal og Freyja Geirdal, systur Jóns Gunnars, héldu ræðu og sýndu myndband.
Ingó Veðurguð og Svenný Sif.
Bryndís Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeinsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×