Lífið

Hjálpar mikið að eiga góða að

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Kristín í nýrri verslun RYK í Bæjarlind, Kópavogi.
Kristín í nýrri verslun RYK í Bæjarlind, Kópavogi. Vísir/Einkasafn
„Ég held að þetta hafi gengið svona vel vegna þess að ég hef svo mikinn áhuga á þessu,“ segir Kristín Kristjánsdóttir fatahönnuður.

Merki Kristínar, RYK design, fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Kristín hóf sölu á merkinu árið 2004 í Amarohúsinu á Akureyri.

„Ég auglýsti að ég yrði með sölu og kynningu á vörunum mínum, var með fimmtán flíkur sem seldust upp samdægurs. Það var þá ekkert annað í stöðunni en að fara og sauma meira,“ segir Kristín sem á þessum tíma stundaði nám í kjólasaum við Iðnskólann í Reykjavík. Síðastliðin sex ár hefur Kristín rekið verslun í Reykjavík, ásamt því að selja í Valrós á Akureyri.

Kristín segir það hjálpa mikið að hafa góða fjölskyldu sem býður aðstoð á álagstímum. Einnig skiptir máli að fylgja áætlun til dæmis í innkaupum á efnum, fara ekki fram úr því sem reksturinn þolir og finna leiðir til að nýta lagerinn sem best.

„Ég hef að auki haft frábæra starfsstúlku og samstarfsfélaga sem ég get treyst mikið á. Það sem stendur upp úr er að geta sameinað vinnu og áhugamál. Það er samt ekkert sjálfgefið að geta rekið fyrirtæki með eigin hönnun í tíu ár.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×