Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Hanna Ólafsdóttir skrifar 6. október 2014 07:00 Meðferðaheimilið Háholt er fyrir 15 til 18 ára unglinga sem eiga við alvarleg vandamál að stríða og hafa sumir komist í kast við lögin. vísir/GVA Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. Að mati Barnaverndarstofu er ekki grundvöllur fyrir að verja þeim fjármunum sem þarf til starfseminnar þar sem nýting á úrræðinu er ófullnægjandi. Einnig þykir staðsetning heimilisins óheppileg þar sem mjög takmarkaður aðgangur er að fagfólki sem nauðsynlegt er að komi að meðferð unglinganna sem þar vistast.Óviðeigandi ráðstöfun fjármunaÍ minnisblaði sem Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, skrifaði til velferðarráðuneytisins í nóvember 2013 og Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að „nýting pláss í Háholti hafi dregist svo mikið saman að ekki þyki lengur forsvaranlegt að endurnýja þjónustusamninginn. Að mati stofunnar væri áframhaldandi rekstur Háholts óviðunandi ráðstöfun fjármuna og ekki í samræmi við bestu vitund um faglegar kröfur og meðferðarþörf barna sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda, sem og þarfir fjölskyldna þeirra og barnaverndarnefnda.“Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir í minnisblaði að ekki þyki lengur forsvaranlegt að endurnýja þjónustusamninginn.vísir/VALLIDregist hefur úr eftirspurnHáholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum 15 til 18 ára sem eiga við alvarlegar hegðunartruflanir og félagslegan vanda að stríða, unglinga sem hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu og komist í kast við lögin. Áform eru um að heimilið verði nýtt sem úrræði fyrir unga fanga eftir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur af Alþingi 2013. Mikið hefur dregið úr eftirspurn eftir langtímavistun á meðferðarheimilum fyrir börn og unglinga á undanförnum árum með tilkomu fjölkerfameðferðar, þar sem barn og fjölskylda eru aðstoðuð á heimili sínu og nánasta umhverfi.Stundum enginn í meðferð Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn í 8,86 stöðugildum sem ganga vaktir. Einnig starfa þar kennari og sálfræðingur í hlutastarfi. Hugmyndir um lokun Háholts hafa lagst illa í Skagfirðinga en heimilið þykir mjög mikilvægt fyrir atvinnulíf staðarins. Komið hefur upp sú staða á heimilinu að enginn unglingur hefur vistast þar svo vikum skiptir en algengt er að á heimilinu dvelji einn til tveir unglingar í senn. Enginn unglingur hefur afplánað refsingu í Háholti það sem af er árinu 2014 og er engin breyting á því fyrirsjáanleg á næstunni þar sem engin alvarleg mál eru í ákæruferli. Ekki forsvaranleg nýtingÍ gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum og sýna samskipti Barnaverndarstofu og velferðarráðuneytisins vegna Háholts kemur ítrekað fram sú afstaða Barnaverndarstofu að ekki þyki forsvaranlegt að verja fjármunum í rekstur heimilisins. Betra væri að nýta fjármuni í byggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem aðstaða til að vista unga fanga og unglinga með svo fjölþætt vandamál væri eins og best væri á kosið, þá með fagmenntuðu starfsfólki og aðgangi að sérhæfðum læknum og sálfræðingum. Engin áform um vistun Þegar afstaða Barnaverndarstofu lá fyrir kallaði ráðuneytið eftir umsögnum allra barnaverndarnefnda á á landinu um Háholt. Í svörum frá nefndunum sem Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að fáir höfðu nýtt sér úrræðið. Þær nefndir sem höfðu sent þangað ungling til vistunar sögðu flestar að reynslan af starfsfólkinu væri góð en heimilið þætti of afskekkt og langt frá höfuðborgarsvæðinu. Engin nefnd hafði ákveðin áform um að vista ungling á heimilinu þó að úrræðið hefði borist óformlega í tal þegar rætt hafði verið um meðferðarúrræði fyrir einhverja unglinga. Ekki sammála um túlkun Ráðuneytið kaus að túlka svör nefndanna á þann veg að þörf væri fyrir heimilið, og því var fallið frá lokun þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lögðu starfsmenn Barnaverndarstofu annan skilning í svör nefndanna sem samkvæmt þeirra mati studdu þeirra afstöðu. Unnið er nú að gerð nýs þjónustusamnings við Háholt og er búist við að hann verði undirritaður á næstu vikum. Bragi Guðbrandsson, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. Að mati Barnaverndarstofu er ekki grundvöllur fyrir að verja þeim fjármunum sem þarf til starfseminnar þar sem nýting á úrræðinu er ófullnægjandi. Einnig þykir staðsetning heimilisins óheppileg þar sem mjög takmarkaður aðgangur er að fagfólki sem nauðsynlegt er að komi að meðferð unglinganna sem þar vistast.Óviðeigandi ráðstöfun fjármunaÍ minnisblaði sem Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, skrifaði til velferðarráðuneytisins í nóvember 2013 og Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að „nýting pláss í Háholti hafi dregist svo mikið saman að ekki þyki lengur forsvaranlegt að endurnýja þjónustusamninginn. Að mati stofunnar væri áframhaldandi rekstur Háholts óviðunandi ráðstöfun fjármuna og ekki í samræmi við bestu vitund um faglegar kröfur og meðferðarþörf barna sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda, sem og þarfir fjölskyldna þeirra og barnaverndarnefnda.“Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir í minnisblaði að ekki þyki lengur forsvaranlegt að endurnýja þjónustusamninginn.vísir/VALLIDregist hefur úr eftirspurnHáholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum 15 til 18 ára sem eiga við alvarlegar hegðunartruflanir og félagslegan vanda að stríða, unglinga sem hafa leiðst út í fíkniefnaneyslu og komist í kast við lögin. Áform eru um að heimilið verði nýtt sem úrræði fyrir unga fanga eftir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur af Alþingi 2013. Mikið hefur dregið úr eftirspurn eftir langtímavistun á meðferðarheimilum fyrir börn og unglinga á undanförnum árum með tilkomu fjölkerfameðferðar, þar sem barn og fjölskylda eru aðstoðuð á heimili sínu og nánasta umhverfi.Stundum enginn í meðferð Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn í 8,86 stöðugildum sem ganga vaktir. Einnig starfa þar kennari og sálfræðingur í hlutastarfi. Hugmyndir um lokun Háholts hafa lagst illa í Skagfirðinga en heimilið þykir mjög mikilvægt fyrir atvinnulíf staðarins. Komið hefur upp sú staða á heimilinu að enginn unglingur hefur vistast þar svo vikum skiptir en algengt er að á heimilinu dvelji einn til tveir unglingar í senn. Enginn unglingur hefur afplánað refsingu í Háholti það sem af er árinu 2014 og er engin breyting á því fyrirsjáanleg á næstunni þar sem engin alvarleg mál eru í ákæruferli. Ekki forsvaranleg nýtingÍ gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum og sýna samskipti Barnaverndarstofu og velferðarráðuneytisins vegna Háholts kemur ítrekað fram sú afstaða Barnaverndarstofu að ekki þyki forsvaranlegt að verja fjármunum í rekstur heimilisins. Betra væri að nýta fjármuni í byggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem aðstaða til að vista unga fanga og unglinga með svo fjölþætt vandamál væri eins og best væri á kosið, þá með fagmenntuðu starfsfólki og aðgangi að sérhæfðum læknum og sálfræðingum. Engin áform um vistun Þegar afstaða Barnaverndarstofu lá fyrir kallaði ráðuneytið eftir umsögnum allra barnaverndarnefnda á á landinu um Háholt. Í svörum frá nefndunum sem Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að fáir höfðu nýtt sér úrræðið. Þær nefndir sem höfðu sent þangað ungling til vistunar sögðu flestar að reynslan af starfsfólkinu væri góð en heimilið þætti of afskekkt og langt frá höfuðborgarsvæðinu. Engin nefnd hafði ákveðin áform um að vista ungling á heimilinu þó að úrræðið hefði borist óformlega í tal þegar rætt hafði verið um meðferðarúrræði fyrir einhverja unglinga. Ekki sammála um túlkun Ráðuneytið kaus að túlka svör nefndanna á þann veg að þörf væri fyrir heimilið, og því var fallið frá lokun þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lögðu starfsmenn Barnaverndarstofu annan skilning í svör nefndanna sem samkvæmt þeirra mati studdu þeirra afstöðu. Unnið er nú að gerð nýs þjónustusamnings við Háholt og er búist við að hann verði undirritaður á næstu vikum. Bragi Guðbrandsson, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira