Schumacher var með upptökuvél á hjálminum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2014 10:07 Nordic Photos / Getty Frönsk yfirvöld hafa staðfest að Michael Schumacher hafi verið með upptökuvél á hjálmi sínum þegar hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Franska sjónvarpsstöðin BFMTV hafði fullyrt þetta og þetta var svo staðfest á blaðamannafundi franskra yfirvalda í morgun. Þá var tilkynnt að rannsókn lögreglu á slysinu væri formlega lokið. Á fundinum í morgun kom fram að Schumacher hafi fallið þegar hann lenti á grjóti sem var falið í snjónum. Við það hafi hann missti skíðin undan sér. „Schumacher var mjög góður skíðamaður en hann fór utan brautar og rak annað skíðið sitt í stein. Hann féll og rak höfuðið í annan stein. Hann var níu metrum frá brautinni þegar hann féll,“ sagði saksóknarinn Patrick Quincy á blaðamannafundinum í morgun. „Myndefnið úr vélinni á hjálmi hans var mjög gott og gaf mjög skýra mynd af því sem gerðist. Við getum notað efnið til að endurskapa atburðina.“ Hann mun ekki hafa verið á óeðlilegum hraða sem helst í hendur við það sem umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, hefur áður sagt auk vitnisburði sjónarvotta. „Við getum ekki fullyrt um hversu hratt hann fór en þegar hann fór utan brautarinnar sló hann ekki af. Hann var á eðlilegum hraða miðað við að hann var afar fær skíðamaður sem hafði farið utan brautar,“ sagði einn rannsóknaraðilinn að slysinu. Rannsókn yfirvalda í Frakklandi beindist meðal annars að því hvort að rétt hafi verið staðið að merkingum á skíðaleiðum í brekkunni þar sem Schumacher var, auk þess hvort að búnaður hans hafi verið gallaður eða bilaður. Hins vegar leiddi rannsóknin ekkert óeðlilegt í ljós hvað þetta varðar. Schumacher er enn haldið sofandi eftir slysið sem átti sér stað fyrir rúmri viku síðan. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og er enn talinn í lífshættu. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Frönsk yfirvöld hafa staðfest að Michael Schumacher hafi verið með upptökuvél á hjálmi sínum þegar hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Franska sjónvarpsstöðin BFMTV hafði fullyrt þetta og þetta var svo staðfest á blaðamannafundi franskra yfirvalda í morgun. Þá var tilkynnt að rannsókn lögreglu á slysinu væri formlega lokið. Á fundinum í morgun kom fram að Schumacher hafi fallið þegar hann lenti á grjóti sem var falið í snjónum. Við það hafi hann missti skíðin undan sér. „Schumacher var mjög góður skíðamaður en hann fór utan brautar og rak annað skíðið sitt í stein. Hann féll og rak höfuðið í annan stein. Hann var níu metrum frá brautinni þegar hann féll,“ sagði saksóknarinn Patrick Quincy á blaðamannafundinum í morgun. „Myndefnið úr vélinni á hjálmi hans var mjög gott og gaf mjög skýra mynd af því sem gerðist. Við getum notað efnið til að endurskapa atburðina.“ Hann mun ekki hafa verið á óeðlilegum hraða sem helst í hendur við það sem umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, hefur áður sagt auk vitnisburði sjónarvotta. „Við getum ekki fullyrt um hversu hratt hann fór en þegar hann fór utan brautarinnar sló hann ekki af. Hann var á eðlilegum hraða miðað við að hann var afar fær skíðamaður sem hafði farið utan brautar,“ sagði einn rannsóknaraðilinn að slysinu. Rannsókn yfirvalda í Frakklandi beindist meðal annars að því hvort að rétt hafi verið staðið að merkingum á skíðaleiðum í brekkunni þar sem Schumacher var, auk þess hvort að búnaður hans hafi verið gallaður eða bilaður. Hins vegar leiddi rannsóknin ekkert óeðlilegt í ljós hvað þetta varðar. Schumacher er enn haldið sofandi eftir slysið sem átti sér stað fyrir rúmri viku síðan. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og er enn talinn í lífshættu.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira