Látum ekki lögfræðilega hafvillu bera okkur frá ströndum réttarríkisins Sigurður G. Guðjónsson skrifar 8. janúar 2014 07:00 Við úrlausn réttarágreinings, hvort heldur er í einka- eða sakamálum, hjá stjórnvöldum eða fyrir dómstólum, vilja borgarar sérhvers lýðræðis ríkis búa við þá vissu, að bæði stjórnvöld og dómstólar beiti úrlausnarvaldi sínu óhlutdrægt, innan hæfilegs tíma og í samræmi við lög sem birt höfðu verið áður en ágreiningur reis. Þegnar ríkja sem búa við þessa vissu, þetta öryggi, eru sagðir búa í réttarríki. Ísland hefur verið talið til réttarríkja í framangreindri merkingu. Víst er það svo, að samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar eiga allir rétt til þess að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli innan hæfilegs tíma. Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. skal hver sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Þessi réttindi eru auk þess tryggð í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 62/1994. Ákvæði þetta hefur verið túlkað svo að það eigi ekki aðeins við um dómstóla, heldur taki einnig til sjálfstæðra stjórnvalda. Stjórnarskráin geymir ýmis ákvæði sem miða að því að tryggja sjálfstæði dómstóla og dómara. Ekki verður fjallað um þau ákvæði hér. Látið nægja að vísa til þess að 61. gr. stjórnarskrárinnar býður að dómendur skuli í embættisvekum sínum einungis fara eftir lögum.Verjandi og lögmaður fyrrum starfsmanns fjármálafyrirtækis Frá sumrinu 2009 hef ég verið skipaður verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar fyrrum bankastjóra Landsbanka Íslands hf., vegna saka, sem Fjármálaeftirlitið og slitastjórn Landsbanka Íslands hf., báru á hann, og embætti sérstaks saksóknara hefur haft til rannsóknar frá 20. maí 2009.Sigurjón Þ. Árnasonmynd/gvaKerfið lætur til sín taka Auk þess að vera verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar hef ég gætt hagsmuna hans frá október 2008 í ýmsum einkamálum. Meðal þeirra var deila við Fjármálaeftirlitið og Landsbankann hf., sem hófst árið 2009 í kjölfar þess, að Fjármálaeftirlitið reyndi að eyðileggja séreignarlífeyrissparnað umbjóðanda míns, dyggilega stutt af þáverandi fjármálaráðherra. Ráðherrann lét embættismenn ráðuneytisins skrifa bréf til Landsbankans hf., ríkisbankans, sem geymdi hreina lögfræðilega vitleysu byggða á skoðunum Fjármálaeftirlitsins. Ráðuneytið dró vitleysuna til baka í öðru bréfi mörgum mánuðum síðar.Sex einkamál til heimtu tuga milljarða Þá held ég uppi vörnum fyrir umbjóðanda minn í sex einkamálum sem slitastjórn Landsbanka Íslands hf. hefur höfðað á hendur honum til heimtu nokkurra tuga milljarða í skaðabætur. Slitastjórnin heldur því þó fram að hún sé fyrst og síðast að reyna að ná fé af vátryggjendum, sem einnig er stefnt í málunum. Þau mál hefði mátt höfða á hendur vátryggjendum einum, enda slitastjórninni löngu ljóst að umbjóðandi minn er ekki borgunarmaður tugmilljóna skaðabóta, hvað þá tuga milljarða skaðabóta. Eitt þessara mála varðar skaðabætur vegna þeirra brota sem slitastjórnin kærði til embættis sérstaks saksóknara, sem felldi málið niður undir lok síðasta árs. Slitastjórnin vill hins vegar ólm halda áfram með bótamálið.Alþingi afgreiðslustofnum skilanefnda og slitastjórna Reynsla mín, sem sjálfstætt starfandi lögmanns bæði fyrir og eftir hrunið í október 2008, er því miður sú, að ég efast stórlega um að fyrrum starfsmenn og stjórnendur fjármálafyrirtækja búi við það réttaröryggi, sem réttarríkið á að tryggja öllum, þó ekki væri nema vegna jafnréttisákvæðis stjórnarskrárinnar. Skal þessu til staðfestingar nefnt, að ítrekað gátu hinar velhöldnu skilanefndir og slitastjórnir viðskiptabankanna þriggja farið á fundi ráðherra eða nefnda Alþingis með beiðnir um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, gjaldþrotaskipti og hlutafélög til að tryggja sér og starfsmönnum sínum vinnu næstum út í hið óendanlega við að reka riftunar- og skaðabótamál á hendur fyrrum stjórnendum og starfsmönnum viðskiptabankanna.Eva Jolymynd/valliGæsluvarðhaldskröfur afgreiddar af dómstólum Aldrei stóð það heldur í hinum sjálfstæðu og óvilhöllu dómurum að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurði í þágu rannsóknarhagsmuna yfir þeim starfsmönnum Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf., og Landsbanka Íslands hf., sem embætti sérstaks saksóknara taldi mestan feng í að geta leitt til og frá dómshúsum í kastljósi fjölmiðlanna. Dómstólar horfðu ekkert til þess að Fjármálaeftirlitið hafði öll gögn föllnu viðskiptabankanna undir höndum. Engu skipti það þorra dómara, að allir hinir handteknu, sem krafist var gæsluvarðhalds yfir hefðu gengið frjálsir í u.þ.b. eitt og hálft ár frá hruni. Gæsluvarðhald var það sem gekk í múginn og stjórnvöld, sem trúðu á Evu Joly og pólitískar skoðanir hennar um réttarríkið.Símtöl sakborninga og verjenda hleruð Dómstólar afgreiddu á færibandi hlerunar- og húsleitarheimildir til handa sérstökum saksóknara; hlerunarheimildir sem sérstakur saksóknari misnotaði til að hlusta á símtöl grunaðra og lögmanna þeirra. Þannig hleraði embætti sérstaks saksóknar símtöl mín og umbjóðanda míns þegar hann var laus úr gæsluvarðhaldi 24. janúar 2011. Með þessu braut embættið lög bæði á mér og skjólstæðingi mínum. Með húsleitarheimildir í höndum var ruðst inn á hvert heimilið á fætur öðru oftast í bítið og sakaðir menn handteknir í ásýnd fjölskyldu í mörgum tilvikum ungra barna og leit framkvæmd á heimilunum.Handhafar fjórða valdsins standa staurblindir hjá Enginn fjölmiðill hefur hingað til skoðað með gagnrýnum hætti gerðir stjórnvalda, úrskurði og dóma dómstóla á hendur þeim einstaklingum, sem sú saga hefur verið spunnin upp um, að kafsiglt hafi efnahag landsins á árunum 2003 til 2008. Ef að líkum lætur munu fjölmiðlar ekki gera neitt í þá veru fyrr en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að raun um, að á Íslandi hafi verið brotinn réttur á þessum einstaklingum við meðferð mála þeirra. Þá má vera að einhver stjórnmálamaður hrópi ,,dómsmorð“ og fjölmiðlar leggist á stjórnvöld og dómstóla og krefjist rannsókna og skýringa, eins og nýleg dæmi eru um vegna áratuga gamals sakamáls hér á landi. Með múgsefjun stjórnvalda og fjölmiðla má ná öllu fram, sem stjórnvöld vilja hverju sinni, standi réttarríkið höllum fæti, eins og reyndin virðist nú hér á landi.Krafa um frávísun ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni Í dag mun ég láta á það reyna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvort ákæru á hendur umbjóðanda mínum verði vísað frá dómi; ákæru sem á rót sína að rekja til rannsóknar og kæru stjórnvalds sem var vanhæft til meðferðar málsins frá upphafi; stjórnvalds sem notaði hvert tækifæri sem gafst til að tjá sig við fjölmiðla hérlenda sem erlenda um sekt fyrrum starfmanna fjármálafyrirtækja og þær þungu refsingar sem þeirra biðu; stjórnvalds sem stýrt var af einstaklingi sem rekinn var úr embætti eftir að upp komst um stuld á gögnum að hans undirlagi úr fórum Landsbankans hf., sem hann lét síðan koma til götublaðsins DV. Með þeim gögnum vildi embættismaðurinn, sem sýna á af sér háttprýði í starfi, koma sök á umbjóðanda minn og þingmanninn Guðlaug Þór Þórðarson.Guðlaugur Þór Þórðarsonmynd/vilhelmRök fyrir frávísunarkröfu Krafan um frávísun ákæru á hendur umbjóðanda mínum byggist á því, að við rannsókn á ákæruatriðum máls embættis sérstaks saksóknara á hendur honum hafi hann ekki notið þeirrar málsmeðferðar sem réttarríkið á að búa þegnum sínum.Óhlutdrægni dómenda Til að tryggja óhlutdrægni dómenda hafa bæði lög um meðferð sakamála og lög um meðferð einkamála að geyma reglur um hæfi dómenda til meðferðar einstakra mála, m.a. hina svokölluðu sérstöku hæfisreglu. Samkvæmt henni er dómari vanhæfur, ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans í efa. Hæfismatið samkvæmt reglu þessari er strangt, atvikabundið og horfa verður til túlkunar Mannréttindadómstóls Evrópu á 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu við beitingu hennar. Hinu stranga hæfismati gagnvart dómurum má m.a. sjá stað í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá 10. apríl 2003 í máli nr. 39731/98, Pétur Þór Sigurðsson gegn íslenska ríkinu. Í dómi þessum var talið að fjárhagsleg tengsl maka eins hæstaréttardómara við Landsbanka Íslands hefðu gert það að verkum, að Pétur Þór hafi ekki notið óvilhallrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti Íslands, í deilum við Landsbanka Íslands fyrir réttinum.Óhlutdrægni stjórnvalda Ákvæði 70. gr. stjórnarskrárinnar ná ekki til annarra handhafa ríkisvalds en handhafa dómsvalds. Um almennt og sérstakt hæfi framkvæmda- og löggjafarvalds fer eftir almennum lögum. Um hæfi þessara tveggja greina ríkisvaldsins gilda ólíkar reglur. Minnstar hæfiskröfur eru gerðar til handhafa löggjafarvalds og annarra pólitískt kjörinna stjórnvalda.Páll Hreinsson komst að þeirri niðurstöðu í doktorsritgerð sinni, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, að lögfesting Mannréttindasáttmála Evrópu, hefði leitt til þess að um sérstakt hæfi stjórnvalda, sem gegndu svipuðu hlutverki og dómstólar og væru sjálfstæð þ.e. litu ekki boðvaldi ráðherra, giltu sömu ströngu kröfur um óhlutdrægni og giltu um dómendur. Í ljósi þessarar fræðilegu afstöðu þarf að skoða málatilbúnað Fjármálaeftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara í refsimálinu á hendur umbjóðanda mínum.Fjármálaeftirlitið sjálfstætt stjórnvald Fjármálaeftirlitið er ríkisstofnun, sem stofnað var til með lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Fjármálaeftirlitið er sjálfstætt stjórnvald, í skilningi stjórnsýsluréttar, þar sem það heyrir ekki undir yfirstjórn ráðherra. Fjármálaeftirlitið hefur að lögum víðtækar vald- og refsiheimildir og valdmörk þess annars vegar og lögreglu og ákæruvalds hins vegar voru dregin með lögum áruð 2007.Mat á sérstöku hæfi forstjóra sjálfstæðra stjórnvalda er strangt Í ljósi þess að Fjármálaeftirlitinu hafa verið fengnar víðfeðmar vald- og refsiheimildir verður við mat á sérstöku hæfi forstjóra þess samkvæmt stjórnsýslulögum, sem gilda um málsmeðferð hjá stofnuninni, að leggja til grundvallar strangan mælikvarða á hæfi, eins og gert hefur verið í málum tengdum ríkislögreglustjóra.Fjármálaeftirlitið kærði 19. október 2010 Refsimálið á hendur umbjóðanda mínum á rót sína að rekja til kæru Fjármálaeftirlitsins frá 19. október 2010. Kæran er liðlega 90 síður. Samkvæmt kærunni er umbjóðanda mínum og 17 öðrum fyrrum starfsmönnum Landsbanka Íslands hf. gefin að sök markaðsmisnotkun með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á tímabilinu maí 2003 til og með október 2008. Þessi meinta markaðsmisnotkun var tekin til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu eftir að Gunnar Þ. Andersen varð forstjóri þar á bæ í byrjun apríl 2009. Forstjórinn ritaði Ólafi Haukssyni sérstökum saksóknara bréf 20. maí 2009, þar sem hann leggur til að komið verði á fót sérstökum samráðshópi þessara tveggja stjórnvalda til að rannsaka markaðsmisnotkun hjá Landsbanka Íslands hf.Gunnar Þ. Andersenmynd/gvaHeimildamaðurinn og gulldrengurinn Gunnar Þ. Andersen hafði varla komið sér fyrir í stóli forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þegar hann var kominn í viðtöl við fjölmiðla bæði hér á landi og erlendis. Í viðtölum þessum lýsti forstjórinn því yfir að fyrrum starfsmenn fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið væri að rannsaka, ættu í mörgum tilvikum yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisvist vegna brota í starfi svo sem vegna markaðsmisnotkunar. Þessi viðtöl öll verða ekki rakin hér. Rétt er þó að benda á viðtal við Gunnar Andersen í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 20. maí 2009. Þar greinir forstjórinn frá því að embætti hans hafi þegar sent sérstökum saksóknara til rannsóknar 10 mál og eitt hafi bæst við þann sama dag. Það mál sem bættist við sama dag og Kastljósviðtalið átti sér stað snéri að Landsbanka Íslands hf. og kaupum Imon ehf. á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. af bankanum. Fjármálaeftirlitið vildi að rannsakað yrði hvort lánveitingar bankans til Imon ehf. vörðuðu við almenn hegningarlög. Segja má að Gunnar Þ. Andersen hafi verið í góðu talsambandi við fjölmiðla og og beinlínis heimildamaður sumra þeirra, eins og síðar kom á daginn. Gunnar Þ. Andersen lét til dæmis útvega sér úr Landsbankanum hf. gögn um Guðlaug Þór Þórðarson þingmann og viðskipti hans við Landsbanka Íslands hf. skömmu eftir að umbjóðandi minn hafði tekið þar við stjórnartaumum, sem var í maí 2003. Þessum gögnum kom forstjórinn til birtingar í DV og reyndi að fela slóð sína og fingraför á málinu með því að nota hagfræðimenntaðan sendisvein og kennara við Háskóla Íslands, sem starfað hafði með Gunnari Þ. Andersen í Landsbanka Íslands hf. Gunnar Þ. Andersen var yfirmaður í Landsbanka Íslands hf. til haustsins 2002. Hjá Landsbanka Íslands hf. heyrðu m.a. undir Gunnar Þ. Andersen eigin viðskipti bankans, sem voru með sama hætti þá og frá maí 2003. Gunnar Þ. Andersen taldi sig hins vegar ekki geta unnið í Landsbanka Íslands hf. þegar honum varð það ljóst að Björgólfur Guðmundsson væri að eignast ráðandi hlut í bankanum með syni sínum og viðskiptafélaga þeirra. Gunnar Þ. Andersen var ekki óvanur hlutverki heimildarmannsins, eins og rakið er í bók Helga Magnússonar, Hafskip gjörningar og gæsluvarðhald, sem út kom í Reykjavík haustið 1986. Helgi lýsir Gunnari, sem einum af gulldrengjum Björgólfs Guðmundssonar, sem þá var stjórnarformaður Hafskips hf. Gulldreng sem Björgólfur hafi bjargað af götum New York eftir mislukkuð viðskipti á Wall Street og sett yfir rekstur Cosmos NY dótturfélags Hafskips hf. Gunnar Þ. Andersen reyndist með öllu óhæfur forstjóri og hrökklaðist úr starfi þegar honum varð ljóst, að til stóð að reka hann. Til að ná sér niður á Björgólfi og öðrum eigendum, stjórnendum og trúnaðarmönnum Hafskips gerðist Gunnar Þ. Andersen heimildamaður fjölmiðla hér á landi um stöðu Hafskips hf. 1985. Í heimildarmannshlutverkinu reiddi Gunnar Þ. Andersen hátt til höggs og sakaði fyrrum samstarfsmenn og velgerðarmenn um stórfelld refsilagabrot. Áralöng réttarhöld leiddu annað í ljós, eins og Páll Bragi Kristjónsson bendir á í blaðagrein í Viðskiptablaðinu 20. ágúst 2010, og lesa má um í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 19/1991: Ákæruvaldið gegn Björgólfi Guðmundssyni, Helga Magnússyni, Páli Braga Kristjónssyni og Ragnari Kjartanssyni. Í niðurlagi þess kafla bókar Helga, sem fjallar um gulldrenginn Gunnar, er þess getið að stofnaður hafi verið sjóður til minningar um störf hans fyrir Hafskip hf. og dótturfyrirtæki þess, Cosmos NY. Stofnframlagið var 30 silfurpeningar.Gunnar Þ. Andersen vanhæfur að eigin áliti Ríkisútvarpið birti frétt um kæru Fjármálaeftirlitsins 20. október 2010. Í frétt Ríkisútvarpsins var sérstaklega tekið fram að Gunnar Þ. Andersen hefði haldið sig að eigin frumkvæði til hlés við rannsóknina, þar sem hann tengdist Landsbanka Íslands hf. vegna fyrri starfa. Gunnar Þ. Andersen lét þess ekki getið hver þessi fyrri störf hans hjá Landsbanka Íslands hf. hefðu verið. Það hentaði Gunnar Þ. Andersen ekki. Ekki var hann spurður hvers vegna brotastarfsemin teldist hafa byrjað í maí 2003. Kannski hefur Gunnar Þ. Andersen ekki munað hvaða störfum hann gegndi hjá Landsbanka Íslands hf. Yfirheyrður hjá ríkislögreglustjóra vegna málefna Landbanka Íslands hf. 4. desember 2008 mundi Gunnar Þ. Andersen lítið eftir stjórnarsetu sinni í LB Holding Ltd. Mundi þó, að aflandsfélagastarfsemi Landsbanka Íslands hf., sem hann lagði grunn að, var sett upp til að taka pressu af eiginfjárhlutfalli Landsbanka Íslands hf. meðan hann starfaði hjá bankanum. Þá háttsemi taldi Gunnar Þ. Andersen lögbrot þegar hann var orðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins í apríl 2009, þó einungis frá maí 2003. Þá voru líka nokkrir mánuðir frá því hann hafði látið af störfum og búinn að selja Landsbanka Íslands hf. kauprétt sinn að hlutum í bankanum. Gunnar Þ. Andersen taldi sig sjálfan vanhæfan til að stýra rannsókn Fjármálaeftirlitsins á rekstri Landsbanka Íslands hf. Gunnar Þ. Andersen vék hins vegar ekki sæti, eins og vanhæfum starfsmönnum stjórnsýslunnar og dómurum ber að gera, þegar svo háttar til, svo skipa megi með formlegum hætti staðgengil. Gunnar Þ. Andersen braut því beinlíns gegn stjórnsýslulögum. Samkvæmt Þeim má vanhæfur starfsmaður stjórnsýslunnar ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn máls. Gunnar Þ. Andersen bar ábyrgð á öllum gerðum og stjórnvaldsákvörðunum Fjármálaeftirlitsins meðan hann starfaði þar. Ekki dugði að halda sér til hlés inn á við, en bera sakir á sama tíma í fjölmiðlum á þá sem voru til rannsóknar. Vanhæfnin tók ekki aðeins til Gunnars Þ. Andersen heldur einnig allra undirmanna hans. Þessu til stuðnings skal bent á dóm Hæstaréttar í málinu nr. 661/2006 Ríkislögreglustjóri gegn A, B, C, D og E. Líkt og ríkislögreglustjóri í nefndu dómsmáli viðhafði Gunnars Þ. Andersen ummæli sín um eigið vanhæfi opinberlega í fjölmiðli. Í dómi þessum segir:Ummæli ríkislögreglustjóra í kvöldfréttatímum Stöðvar 2 og ríkissjónvarpsins skírskota þó með ákveðnum hætti til sjónarmiða um sérstakt hæfi. Verður að líta svo á að þau endurspegli huglæga afstöðu ríkislögreglustjóra til málsins. Þar sem þau voru viðhöfð opinberlega í fjölmiðlum verður sérstaklega að líta til þess hvernig þau horfa við almenningi og hvort varnaraðilar geti í ljósi þeirra með réttu dregið óhlutdrægni hans í efa í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til hæfis dómara. Verða ofangreind ummæli ekki skilin á annan hátt en að ríkislögreglustjóri telji að með réttu megi álíta að embætti hans sé ekki treystandi til að líta hlutlaust á málavexti. Hefði dómari viðhaft sams konar ummæli opinberlega hefði hann orðið vanhæfur til að leysa úr því, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Með hliðsjón af áðurnefndri 5. mgr. 5. gr. lögreglulaga verður því að líta svo á að ríkislögreglustjóri hafi, er hann lét ummælin falla, orðið vanhæfur til að halda áfram meðferð málsins. Í III. kafla dómsins er fjallað um vanhæfi undirmanna, ef næstu yfirmenn eru vanhæfir og segir þar:Fyrirmæli eru um hæfi starfsmanna lögreglu í 23. gr. lögreglulaga. Þar segir ekkert um hæfi þeirra þegar yfirmaður er vanhæfur. Hins vegar gilda reglur stjórnsýslulaga um hæfi undirmanna einnig um starfsmenn ríkislögreglustjóra. Samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. laganna eru undirmenn vanhæfir ef næstu yfirmenn þeirra eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta og samkvæmt 6. tölulið sama ákvæðis séu að öðru leyti fyrir hendi þær aðstæður, sem eru til þess fallnar að draga óhlutdrægni þeirra í efa með réttu.Rannsókn sérstaks saksóknara verður ekki reist á kæru vanhæfs Fjármálaeftirlits Í ljósi valdheimilda Fjármálaeftirlitsins og skírra valdmarka milli þess annars vegar og lögreglu og ákæruvalds hins vegar verður rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum markaðsmisnotkunarbrotum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti ekki byggð á kæru vanhæfs Fjármálaeftirlits. Hér gildir hið sama og Hæstiréttur tekur sérstaklega fram í áðurgreindu máli nr. 661/2007 ,,Ákæra verður ekki reist á rannsókn vanhæfs ríkislögreglustjóra“. Það breytir engu þó saksóknari við embætti sérstaks saksóknara hafi eftir lok rannsóknar embættisins ákveðið að takmarka hóp hinna ákærðu við fjóra, og brotatímabilið við 1. nóvember 2007 til 3. október 2008 í stað maí 2003 til 3. október 2008, eins og gert hafði verið í kæru Fjármálaeftirlitsins. Málið kom til kasta embættis sérstaks saksóknara á grundvelli kæru Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefði allt eins geta vísað málinu án kæru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Fjármálaeftirlitið kaus að nýta sér ekki þá heimild.Hóprannsókn Rannsókn lögreglumanna og ákærenda við embætti sérstaks saksóknara var ekki hlutlæg, eins og lög um meðferð sakamála bjóða. Rannsóknin var einhvers konar hóprannsókn vanhæfra starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara. Báðar eru þessar stofnanir sjálfstæð stjórnvöld með lögbundin valdmörk og valdheimildir. Hóprannsókn embættanna var á forræði Fjármálaeftirlitsins. Hóprannsókn gagnvart umbjóðandi mínum hófst og lauk föstudaginn 10. júlí 2009 í húsnæði embættis sérstaks saksóknara, þar sem saman voru komnir til yfirheyrslu fulltrúar beggja embætta. Við yfirheyrsluna, sem tók um tvo tíma, var umbjóðanda mínum gerð grein fyrir því að hann hefði réttarstöðu sakbornings bæði vegna umboðssvika og markaðsmisnotkunar. Það merkilega við yfirheyrsluna var að aldrei var vikið einu orði að meintu markaðsmisnotkunarbroti. Hvorki ég né umbjóðandi minn heyrðum meira af þessari hóprannsókn og aldrei var umbjóðandi minn kallaður til skýrslugjafar hjá Fjármálaeftirlitinu, sem þó fór með forræði rannsóknar vegna meintra markaðsmisnotkunarbrota. Sú rannsókn átti að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga.Lög heimila ekki hóprannsókn Hóprannsókn Fjármálaeftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara er í beinni andstöðu við þá reglu, sem innleidd árið 2007, að Fjármálaeftirlitið hefði forræði á rannsókn meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti, og ákvörðunarvald um það hvort þau væru kærð til lögreglu að undangenginni rannsókn eða vísað beint til lögreglu án rannsóknar. Fjármálaeftirlitið bar teldi það brot stórfelld að vísa málinu strax til rannsóknar af hálfu lögreglu.Andra rímur Athygli vekur einnig að sömu einstaklingar eru allt í öllu; ýmist að vinna hjá Fjármálaeftirlitinu eða sérstökum saksóknara að rannsókn á Landsbanka Íslands hf. svo sem Andri Fannar Bergþórsson. 6. október og 23. nóvember 2009 undirritar Andri Fannar við annan mann bréf fyrir hönd Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Landsbanka Íslands. 13. janúar 2011 þegar umbjóðandi minn hafði verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald, er Andri Fannar orðinn saksóknarfulltrúi við embætti sérstaks saksóknara. Saksóknarfulltrúinn tók virkan þátt í yfirheyrslum sem þá áttu sér stað bæði yfir þeim sem Fjármálaeftirlitið hafði kært fyrir markaðsmisnotkun og eins vitnum. Þá sendi saksóknarfulltrúinn bréf út og suður í nafni embættis sérstaks saksóknara; eitt 10. júní 2011 til regluvarðar Landsbankans hf. og annað 30. september 2011 til skiptastjóra þrotabús Samsonar eignarhaldsfélags ehf. vegna rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á tímabilinu maí 2003 til október 2008. Samhliða þessu skrifar Andri Fannar fræðiritgerð um Markaðsmisnotkun við opnun og lokun markaða. Fræðigreinin var birt í Tímariti lögfræðinga 1. hefti vorið 2012; réttu ári áður en saksóknari refsimáls sérstaks saksóknara á hendur umbjóðanda mínum gaf út ákæru byggða á fræðiskrifunum. Saksóknarfulltrúinn virðist vera fyrsti lögvísindamaðurinn til að uppgötva og skrifa fræðigrein um markaðsmisnotkun við opnun markaða. Það þarf ekki að fletta fræðigreininni lengi til að sjá að fingraför lögfræðingsins og fræðimannsins eru líka á kæru Fjármálaeftirlitsins. Rímur voru vinsælt kveðskaparform á hinum dökku miðöldum. Þá voru m.a. ortar rímur um Andra jarl. Rímur og rímnakveðskapur átti hins vegar ekki uppá pallborðið hjá upplýstari síðara tíma skáldum, svo sem Jónasi Hallgrímssyni, sem uppi var á fyrri hluta 19. aldar. Réttarskipan miðalda var heldur ekki í hávegum höfð hjá upplýstum mönnum út í Evrópu í lok 18. aldar, svo sem Montesquieu og fleiri andans stórmennum. Í lögfræðilegu samhengi má segja að sú stjórnsýsla og það rannsóknarréttarfar, sem birtist í máli embættis sérstaks saksóknara á hendur umbjóðanda mínum, líkist meira stjórnsýslu og réttarfari miðalda, og sé í andstöðu við réttarskipan þá, sem tekin var upp 1992 með aðskilnaðarlögunum og 1993 með stjórnsýslulögunum. Á mælikvarða bókmennta er rannsókn Fjármálaeftirlits og embættis sérstaks saksóknara á máli umbjóðanda míns hreinn leirburður. Réttarfarsbreytinguna 1992 má rekja til þess að íslensks stjórnvöld höfðu fengið vitneskju um að Mannréttindadómstólinn í Strassborg ætlaði að taka til meðferðar mál Jóns Kristjánssonar, sem dæmdur hafði verið í héraði til refsingar fyrir umferðalagabrot af handahafa rannsóknar og ákæruvalds norður á Akureyri. Þetta taldi Hæstiréttur Íslands gott og gilt þrátt fyrir ítarlegan málatilbúnað Eiríks Tómassonar, nú hæstaréttardómara, sem þá starfaði sem lögmaður. Mannréttinda lögfræðingar í Evrópu voru sama sinnis og Eiríkur. Trúlega mun mannréttinda lögfræðingum í Evrópu ekki lítast á mál embættis sérstaks saksóknar á hendur umbjóðanda mínum komist það í gegnum hérlent dómskerfi og verði umbjóðandi minn sakfelldur.Jón Óttar Ólafsson.Hönnun afbrota Öll rannsókn stjórnvalda á meintum afbrotum umbjóðanda míns frá maí 2009 hefur miðað að því að koma sök á hann og sem flesta fyrrum starfsmenn Landsbanka Íslands hf. Þegar ákæra var gefin út í refsimálinu á hendur umbjóðanda mínum hafði það tekið Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara 46 mánuði að hanna hin meintu markaðsmisnotkunarbrot og reyndar líka umboðssvikabrot. Nokkra fræðslu er að finna um þetta hönnunarstarf stjórnvaldanna tveggja í viðtali við afbrotafræðinginn Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmann embættis sérstaks saksóknara í tímaritinu Man 1. tlb. 1. árgangs 5. desember 2013. Í viðtalinu kemur fram að Jón Óttar hafi verið færður frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til embættis sérstaks saksóknara sumarið 2009 og þá orðið sjöundi starfsmaður embættisins. Gefum svo Jóni Óttari orðið:Ég var búinn að greina stór gagnasöfn í stórum málum og inn til sérstaks saksóknara var öllum mokað sem voru með háskólapróf auk reynslu af slíkum rannsóknum. Jón segist hafa misst trúna á starfi sínu hjá sérstökum saksóknara vorið 2011. Þá kom upp umræða og mér varð ljóst að mismunandi menn innanhúss voru með ólíka sýn á skilgreiningu á því hvað væri afbrot, eins og t.d. hinu fræga broti umboðssvikum, sem enginn þekkti fyrir hrun. Það voru 10 mismunandi skoðanir innanhúss á því hvað væru umboðssvik. Þá hugsaði ég með mér að ég gæti ekki verið að rannsaka mál í 3 – 4 ár sem menn væru svo ekki vissir um að væri brot.Gaman væri að vita hve margar skoðanir hafa verið á því hvort tiltekin háttsemi teldist hafa falið í sér markaðsmisnotkun, þó ekki væri nema vegna þess að löggjafinn taldi árið 2007 að markaðsmisnotkunarbrot væru illa fallin til sakamálameðferðar vegna þess hve þau væru matskennd. Best væri að rannsaka þau hjá Fjármálaeftirlitinu og ljúka þeim með stjórnvaldssektum, þar sem vægari sönnunarkröfur giltu við meðferð stjórnsýslumála en refsimála. Viðtali í Fréttablaðinu 14. desember sl. lauk afbrotafræðingurinn Jón Óttar með þessum orðum:Fólk myndi aldrei trúa því hversu langt opinberir aðilar eru tilbúnir til að ganga til að ná því fram sem þeir vilja. Lögmönnum sem skipaðir hafa verið verjendur sakborninga í refsimálum hrunsins er það alveg ljóst, að frá hruni hefur vilji stjórnvalda beinst að því að koma sem flestum fyrrum yfirmönnum viðskiptabankanna þriggja bak við lás og slá til að friða almenning. Framangreindar lýsingar afbrotafræðingsins á starfsháttum embættis sérstaks saksóknara hljóta að setja óhug að öllum sjálfstæðum og óhlutdrægum dómurum landsins, sem standa eiga vörð um réttarríkið.Fangamyndir og fingraför Eftir yfirheyrsluna 10. júlí 2009, sem svo mikið lá á að koma í kring, að umbjóðandi minn varð að koma úr stuttri utanbæjarferð að viðlagðri handtöku, þótti lögreglumönnum við embætti sérstaks saksóknara rétt að sýna vald sitt og kröfðust þess að umbjóðandi minn gengist undir töku fangamynda og fingrafara í kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Minna mátti það ekki vera.Andlegar pyntingar Þó dráttur á meðferð sakamála valdi einn sér ekki frávísun þeirra, verða dómarar að horfa til grófra réttarbrota gagnvart sakborningum. Sakborningar eiga rétt til þess bæði samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu að fá skorið úr um sekt sína eða sakleysi innan hæfilegs tíma. Það er andlega pynting, eða í það minnsta ómannúðleg meðferð á sökuðum manni, að halda honum svo árum skipti föngnum í réttarstöðu sakbornings meðan stjórnvöld reyna að hanna á hann refsiverða háttsemi og á sama tíma sígjammandi um sök hans og refsingu í fjölmiðlum. Lögfræðileg hafvillaGuðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem nú er látinn, var verjandi Björgólfs Guðmundssonar í hæstaréttarmálinu nr. 19/1991, sem fyrr er vikið að. Að þessum síðasta dómi Hæstaréttar gengnum í refsimálasyrpu Hafskipsmála, þar sem ákærðu voru sýknaðir af stærstum hluta ákæruatriða, lét Guðmundur Ingvi þessi orð falla við fjölmiðla.Dómarnir sanna og sýna að þeir sem að ákærunum stóðu voru smitaðir af umræðurótinu um Hafskipsmálið, létu það glepja sér sýn og lentu í lögfræðilegum hafvillum með ákærurnar. Þegar framangreint var haft eftir Guðmundi Ingva heitnum var lögregla og ákæruvald búið að reyna allt frá hvítasunnu 1986 að koma sök á forsvarsmenn og endurskoðendur Hafskips hf. auk bankastjóra og bankaráðs Útvegsbanka Íslands, sem verið hafði viðskiptabanki Hafskips hf. Ein ákæra í Hafskipsrefsimálum ónýttist vegna vanhæfis ríkissaksóknara, eins og lesa má um í hæstaréttarmálinu nr. 167/1987, þar sem þá nýskipaður ríkissaksóknari var bróðir eins af bankaráðsmönnum í Útvegsbanka Íslands, sem þá höfðu sloppið við ákæru af hálfu embættis ríkissaksóknara. Umræðurótið sem Guðmundur Ingvi heitinn vísaði til í ummælum sínum var mikið í tengslum við Hafskipsmálin. Það var þó hjóm eitt miðað við þá umfjöllun sem umbjóðandi minn og aðrir sakaðir starfsmenn fjármálafyrirtækja hér á landi hafa mátt þola af hálfu Fjármálaeftirlitið undir stjórn Gunnars Þ. Andersen og embætti sérstaks saksóknara eftir að stofnanir þessar tóku að rannsaka hrunmálin, sem embætti sérstaks saksóknara var sérstaklega stofnað til að rannsaka, og gefa út ákærur í, ef tilefni væri til. Í öllu því moldviðri fjölmiðlaumfjöllunar, sem stýrt var af kontórum forstjóra Fjármálaeftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara, létu nokkrir ráðherrar og þingmenn þáverandi ríkisstjórnar sitt ekki eftir liggja. Þáverandi fjármálaráðherra var líka ávallt fús til að opna ríkiskassann þegar hin norska ættaða skoðanasystir hans Eva Joly bað um meira fé til handa embætti sérstaks saksóknara.Réttarríkið og réttaröryggi Allt það sem ég hef tíundað hér að framan um rannsókn sakargifta á hendur umbjóðanda mínum ber þess vott að Ísland eftir hrunið í október 2008 geti vart talist réttarríki, nema dómstólar vísi ákæru á hendur skjólstæðingi mínum frá dómi. Í frávísun ákæru felast engin réttarspjöll, þar sem ákæruvaldið býr við það hagræði umfram umbjóðanda minn að geta skotið frávísunarúrskurði héraðsdómara til Hæstaréttar. Fyrir dómarann, ákæruvaldið og umbjóðanda minn er betra að fá endanlegan dóm um formsatriði áður en haldið verður áfram og leyst úr efnisatriðum þessa viðamikla máls. Það væri verra ef Hæstiréttur kæmist að því eftir eitt til tvö ár að ákæru á hendur umbjóðanda mínum hefði átt að vísa frá héraðsdómi vegna vanhæfis forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Dómarinn verður við mat sitt á kröfu um frávísun ákæru á hendur umbjóðanda mínum, að skýra allan vafa um hvort málið er formlega réttilega lagt upp umbjóðanda mínum í hag. Umbjóðandi minn á ekki að þurfa að þola að mál, sem vafi er um að fullnægi formkröfum, verði sótt og varið um efnisatriði í héraði, fyrr en Hæstiréttur hefur fjallað um grundvöll þess. Með þessari grein er ég ekki að halda því fram að brot hafi ekki verið framin í starfsemi fjármálafyrirtækja hér á landi, enda er ég ekki bær til þess. Með greininni vil ég aðeins leggja áherslu á að þegnar samfélags sem vilja búa við réttaröryggi í réttarríki, fá slíkt ekki með patentlausnum, eins og stofnun embættis sérstaks saksóknara var. Engin þörf var á þessu embætti, þar sem fyrir var skipan löggæslu og ákæruvalds, sem frá 1992 hefur í stórum dráttum þekkt valdmörk sín og valdheimildir og samrýmdist ágætlega hugmyndinni um réttarríkið. Ef að líkum lætur mun greinin falla í grýttan jarðveg. Þeir sem ávallt eru tilbúnir að tjá sig og dæma um sekt án þess að hafa kynnt sér málsatvik mun venju samkvæmt ekki vanda mér kveðjurnar. Ég mun líka örugglega vera minntur á það að ég sé lagatæknir útrásarvíkinga, ríkisbubba og hafandi auk þess verið í stjórn Glitnis banka hf. þegar hann féll. Kannski fæ ég nafnlausnar hótanir um limlestingar og þaðan af verra, eins og stöku aðilar hafa talið nauðsynlegt að senda mér þegar ég hef tjáð mig um hrunmál, og örugglega fæ ég hellings skítkast í athugasemdakerfum netmiðla. Mér er slétt sama. Ég er hins vegar tilbúinn í málefnalega umræðu. Aðra bið ég að setja sig í þau spor sem fjöldinn allur af fyrrum starfsmönnum fjármálafyrirtækja og aðrir einstaklingar hafa verið í frá því rannsóknarbrjálæði eftirhruns áranna hófst hér fyrir alvöru eftir valdatöku ríkisstjórnar undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur. Enginn veit hvenær eða hvaða stjórnvöld kunna berja upp á næst og hvað verður borið upp á þann sem fyrir verður. Allir vilja í glímu sinni við stjórnvöld njóta atbeina lögmanna; lögmanna sem gera allt sem lög leyfa til að tryggja þeim vernd hins sanna réttarríkis; réttarríkisins sem dómstólar eiga að standa vörð um. Reynum að læra af sögunni og látum ekki lögfræðilega hafvillu bera okkur frá ströndum réttarríkisins eina ferðina enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við úrlausn réttarágreinings, hvort heldur er í einka- eða sakamálum, hjá stjórnvöldum eða fyrir dómstólum, vilja borgarar sérhvers lýðræðis ríkis búa við þá vissu, að bæði stjórnvöld og dómstólar beiti úrlausnarvaldi sínu óhlutdrægt, innan hæfilegs tíma og í samræmi við lög sem birt höfðu verið áður en ágreiningur reis. Þegnar ríkja sem búa við þessa vissu, þetta öryggi, eru sagðir búa í réttarríki. Ísland hefur verið talið til réttarríkja í framangreindri merkingu. Víst er það svo, að samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar eiga allir rétt til þess að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli innan hæfilegs tíma. Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. skal hver sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Þessi réttindi eru auk þess tryggð í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 62/1994. Ákvæði þetta hefur verið túlkað svo að það eigi ekki aðeins við um dómstóla, heldur taki einnig til sjálfstæðra stjórnvalda. Stjórnarskráin geymir ýmis ákvæði sem miða að því að tryggja sjálfstæði dómstóla og dómara. Ekki verður fjallað um þau ákvæði hér. Látið nægja að vísa til þess að 61. gr. stjórnarskrárinnar býður að dómendur skuli í embættisvekum sínum einungis fara eftir lögum.Verjandi og lögmaður fyrrum starfsmanns fjármálafyrirtækis Frá sumrinu 2009 hef ég verið skipaður verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar fyrrum bankastjóra Landsbanka Íslands hf., vegna saka, sem Fjármálaeftirlitið og slitastjórn Landsbanka Íslands hf., báru á hann, og embætti sérstaks saksóknara hefur haft til rannsóknar frá 20. maí 2009.Sigurjón Þ. Árnasonmynd/gvaKerfið lætur til sín taka Auk þess að vera verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar hef ég gætt hagsmuna hans frá október 2008 í ýmsum einkamálum. Meðal þeirra var deila við Fjármálaeftirlitið og Landsbankann hf., sem hófst árið 2009 í kjölfar þess, að Fjármálaeftirlitið reyndi að eyðileggja séreignarlífeyrissparnað umbjóðanda míns, dyggilega stutt af þáverandi fjármálaráðherra. Ráðherrann lét embættismenn ráðuneytisins skrifa bréf til Landsbankans hf., ríkisbankans, sem geymdi hreina lögfræðilega vitleysu byggða á skoðunum Fjármálaeftirlitsins. Ráðuneytið dró vitleysuna til baka í öðru bréfi mörgum mánuðum síðar.Sex einkamál til heimtu tuga milljarða Þá held ég uppi vörnum fyrir umbjóðanda minn í sex einkamálum sem slitastjórn Landsbanka Íslands hf. hefur höfðað á hendur honum til heimtu nokkurra tuga milljarða í skaðabætur. Slitastjórnin heldur því þó fram að hún sé fyrst og síðast að reyna að ná fé af vátryggjendum, sem einnig er stefnt í málunum. Þau mál hefði mátt höfða á hendur vátryggjendum einum, enda slitastjórninni löngu ljóst að umbjóðandi minn er ekki borgunarmaður tugmilljóna skaðabóta, hvað þá tuga milljarða skaðabóta. Eitt þessara mála varðar skaðabætur vegna þeirra brota sem slitastjórnin kærði til embættis sérstaks saksóknara, sem felldi málið niður undir lok síðasta árs. Slitastjórnin vill hins vegar ólm halda áfram með bótamálið.Alþingi afgreiðslustofnum skilanefnda og slitastjórna Reynsla mín, sem sjálfstætt starfandi lögmanns bæði fyrir og eftir hrunið í október 2008, er því miður sú, að ég efast stórlega um að fyrrum starfsmenn og stjórnendur fjármálafyrirtækja búi við það réttaröryggi, sem réttarríkið á að tryggja öllum, þó ekki væri nema vegna jafnréttisákvæðis stjórnarskrárinnar. Skal þessu til staðfestingar nefnt, að ítrekað gátu hinar velhöldnu skilanefndir og slitastjórnir viðskiptabankanna þriggja farið á fundi ráðherra eða nefnda Alþingis með beiðnir um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, gjaldþrotaskipti og hlutafélög til að tryggja sér og starfsmönnum sínum vinnu næstum út í hið óendanlega við að reka riftunar- og skaðabótamál á hendur fyrrum stjórnendum og starfsmönnum viðskiptabankanna.Eva Jolymynd/valliGæsluvarðhaldskröfur afgreiddar af dómstólum Aldrei stóð það heldur í hinum sjálfstæðu og óvilhöllu dómurum að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurði í þágu rannsóknarhagsmuna yfir þeim starfsmönnum Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf., og Landsbanka Íslands hf., sem embætti sérstaks saksóknara taldi mestan feng í að geta leitt til og frá dómshúsum í kastljósi fjölmiðlanna. Dómstólar horfðu ekkert til þess að Fjármálaeftirlitið hafði öll gögn föllnu viðskiptabankanna undir höndum. Engu skipti það þorra dómara, að allir hinir handteknu, sem krafist var gæsluvarðhalds yfir hefðu gengið frjálsir í u.þ.b. eitt og hálft ár frá hruni. Gæsluvarðhald var það sem gekk í múginn og stjórnvöld, sem trúðu á Evu Joly og pólitískar skoðanir hennar um réttarríkið.Símtöl sakborninga og verjenda hleruð Dómstólar afgreiddu á færibandi hlerunar- og húsleitarheimildir til handa sérstökum saksóknara; hlerunarheimildir sem sérstakur saksóknari misnotaði til að hlusta á símtöl grunaðra og lögmanna þeirra. Þannig hleraði embætti sérstaks saksóknar símtöl mín og umbjóðanda míns þegar hann var laus úr gæsluvarðhaldi 24. janúar 2011. Með þessu braut embættið lög bæði á mér og skjólstæðingi mínum. Með húsleitarheimildir í höndum var ruðst inn á hvert heimilið á fætur öðru oftast í bítið og sakaðir menn handteknir í ásýnd fjölskyldu í mörgum tilvikum ungra barna og leit framkvæmd á heimilunum.Handhafar fjórða valdsins standa staurblindir hjá Enginn fjölmiðill hefur hingað til skoðað með gagnrýnum hætti gerðir stjórnvalda, úrskurði og dóma dómstóla á hendur þeim einstaklingum, sem sú saga hefur verið spunnin upp um, að kafsiglt hafi efnahag landsins á árunum 2003 til 2008. Ef að líkum lætur munu fjölmiðlar ekki gera neitt í þá veru fyrr en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að raun um, að á Íslandi hafi verið brotinn réttur á þessum einstaklingum við meðferð mála þeirra. Þá má vera að einhver stjórnmálamaður hrópi ,,dómsmorð“ og fjölmiðlar leggist á stjórnvöld og dómstóla og krefjist rannsókna og skýringa, eins og nýleg dæmi eru um vegna áratuga gamals sakamáls hér á landi. Með múgsefjun stjórnvalda og fjölmiðla má ná öllu fram, sem stjórnvöld vilja hverju sinni, standi réttarríkið höllum fæti, eins og reyndin virðist nú hér á landi.Krafa um frávísun ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni Í dag mun ég láta á það reyna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvort ákæru á hendur umbjóðanda mínum verði vísað frá dómi; ákæru sem á rót sína að rekja til rannsóknar og kæru stjórnvalds sem var vanhæft til meðferðar málsins frá upphafi; stjórnvalds sem notaði hvert tækifæri sem gafst til að tjá sig við fjölmiðla hérlenda sem erlenda um sekt fyrrum starfmanna fjármálafyrirtækja og þær þungu refsingar sem þeirra biðu; stjórnvalds sem stýrt var af einstaklingi sem rekinn var úr embætti eftir að upp komst um stuld á gögnum að hans undirlagi úr fórum Landsbankans hf., sem hann lét síðan koma til götublaðsins DV. Með þeim gögnum vildi embættismaðurinn, sem sýna á af sér háttprýði í starfi, koma sök á umbjóðanda minn og þingmanninn Guðlaug Þór Þórðarson.Guðlaugur Þór Þórðarsonmynd/vilhelmRök fyrir frávísunarkröfu Krafan um frávísun ákæru á hendur umbjóðanda mínum byggist á því, að við rannsókn á ákæruatriðum máls embættis sérstaks saksóknara á hendur honum hafi hann ekki notið þeirrar málsmeðferðar sem réttarríkið á að búa þegnum sínum.Óhlutdrægni dómenda Til að tryggja óhlutdrægni dómenda hafa bæði lög um meðferð sakamála og lög um meðferð einkamála að geyma reglur um hæfi dómenda til meðferðar einstakra mála, m.a. hina svokölluðu sérstöku hæfisreglu. Samkvæmt henni er dómari vanhæfur, ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans í efa. Hæfismatið samkvæmt reglu þessari er strangt, atvikabundið og horfa verður til túlkunar Mannréttindadómstóls Evrópu á 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu við beitingu hennar. Hinu stranga hæfismati gagnvart dómurum má m.a. sjá stað í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá 10. apríl 2003 í máli nr. 39731/98, Pétur Þór Sigurðsson gegn íslenska ríkinu. Í dómi þessum var talið að fjárhagsleg tengsl maka eins hæstaréttardómara við Landsbanka Íslands hefðu gert það að verkum, að Pétur Þór hafi ekki notið óvilhallrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti Íslands, í deilum við Landsbanka Íslands fyrir réttinum.Óhlutdrægni stjórnvalda Ákvæði 70. gr. stjórnarskrárinnar ná ekki til annarra handhafa ríkisvalds en handhafa dómsvalds. Um almennt og sérstakt hæfi framkvæmda- og löggjafarvalds fer eftir almennum lögum. Um hæfi þessara tveggja greina ríkisvaldsins gilda ólíkar reglur. Minnstar hæfiskröfur eru gerðar til handhafa löggjafarvalds og annarra pólitískt kjörinna stjórnvalda.Páll Hreinsson komst að þeirri niðurstöðu í doktorsritgerð sinni, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, að lögfesting Mannréttindasáttmála Evrópu, hefði leitt til þess að um sérstakt hæfi stjórnvalda, sem gegndu svipuðu hlutverki og dómstólar og væru sjálfstæð þ.e. litu ekki boðvaldi ráðherra, giltu sömu ströngu kröfur um óhlutdrægni og giltu um dómendur. Í ljósi þessarar fræðilegu afstöðu þarf að skoða málatilbúnað Fjármálaeftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara í refsimálinu á hendur umbjóðanda mínum.Fjármálaeftirlitið sjálfstætt stjórnvald Fjármálaeftirlitið er ríkisstofnun, sem stofnað var til með lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Fjármálaeftirlitið er sjálfstætt stjórnvald, í skilningi stjórnsýsluréttar, þar sem það heyrir ekki undir yfirstjórn ráðherra. Fjármálaeftirlitið hefur að lögum víðtækar vald- og refsiheimildir og valdmörk þess annars vegar og lögreglu og ákæruvalds hins vegar voru dregin með lögum áruð 2007.Mat á sérstöku hæfi forstjóra sjálfstæðra stjórnvalda er strangt Í ljósi þess að Fjármálaeftirlitinu hafa verið fengnar víðfeðmar vald- og refsiheimildir verður við mat á sérstöku hæfi forstjóra þess samkvæmt stjórnsýslulögum, sem gilda um málsmeðferð hjá stofnuninni, að leggja til grundvallar strangan mælikvarða á hæfi, eins og gert hefur verið í málum tengdum ríkislögreglustjóra.Fjármálaeftirlitið kærði 19. október 2010 Refsimálið á hendur umbjóðanda mínum á rót sína að rekja til kæru Fjármálaeftirlitsins frá 19. október 2010. Kæran er liðlega 90 síður. Samkvæmt kærunni er umbjóðanda mínum og 17 öðrum fyrrum starfsmönnum Landsbanka Íslands hf. gefin að sök markaðsmisnotkun með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á tímabilinu maí 2003 til og með október 2008. Þessi meinta markaðsmisnotkun var tekin til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu eftir að Gunnar Þ. Andersen varð forstjóri þar á bæ í byrjun apríl 2009. Forstjórinn ritaði Ólafi Haukssyni sérstökum saksóknara bréf 20. maí 2009, þar sem hann leggur til að komið verði á fót sérstökum samráðshópi þessara tveggja stjórnvalda til að rannsaka markaðsmisnotkun hjá Landsbanka Íslands hf.Gunnar Þ. Andersenmynd/gvaHeimildamaðurinn og gulldrengurinn Gunnar Þ. Andersen hafði varla komið sér fyrir í stóli forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þegar hann var kominn í viðtöl við fjölmiðla bæði hér á landi og erlendis. Í viðtölum þessum lýsti forstjórinn því yfir að fyrrum starfsmenn fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið væri að rannsaka, ættu í mörgum tilvikum yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisvist vegna brota í starfi svo sem vegna markaðsmisnotkunar. Þessi viðtöl öll verða ekki rakin hér. Rétt er þó að benda á viðtal við Gunnar Andersen í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 20. maí 2009. Þar greinir forstjórinn frá því að embætti hans hafi þegar sent sérstökum saksóknara til rannsóknar 10 mál og eitt hafi bæst við þann sama dag. Það mál sem bættist við sama dag og Kastljósviðtalið átti sér stað snéri að Landsbanka Íslands hf. og kaupum Imon ehf. á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. af bankanum. Fjármálaeftirlitið vildi að rannsakað yrði hvort lánveitingar bankans til Imon ehf. vörðuðu við almenn hegningarlög. Segja má að Gunnar Þ. Andersen hafi verið í góðu talsambandi við fjölmiðla og og beinlínis heimildamaður sumra þeirra, eins og síðar kom á daginn. Gunnar Þ. Andersen lét til dæmis útvega sér úr Landsbankanum hf. gögn um Guðlaug Þór Þórðarson þingmann og viðskipti hans við Landsbanka Íslands hf. skömmu eftir að umbjóðandi minn hafði tekið þar við stjórnartaumum, sem var í maí 2003. Þessum gögnum kom forstjórinn til birtingar í DV og reyndi að fela slóð sína og fingraför á málinu með því að nota hagfræðimenntaðan sendisvein og kennara við Háskóla Íslands, sem starfað hafði með Gunnari Þ. Andersen í Landsbanka Íslands hf. Gunnar Þ. Andersen var yfirmaður í Landsbanka Íslands hf. til haustsins 2002. Hjá Landsbanka Íslands hf. heyrðu m.a. undir Gunnar Þ. Andersen eigin viðskipti bankans, sem voru með sama hætti þá og frá maí 2003. Gunnar Þ. Andersen taldi sig hins vegar ekki geta unnið í Landsbanka Íslands hf. þegar honum varð það ljóst að Björgólfur Guðmundsson væri að eignast ráðandi hlut í bankanum með syni sínum og viðskiptafélaga þeirra. Gunnar Þ. Andersen var ekki óvanur hlutverki heimildarmannsins, eins og rakið er í bók Helga Magnússonar, Hafskip gjörningar og gæsluvarðhald, sem út kom í Reykjavík haustið 1986. Helgi lýsir Gunnari, sem einum af gulldrengjum Björgólfs Guðmundssonar, sem þá var stjórnarformaður Hafskips hf. Gulldreng sem Björgólfur hafi bjargað af götum New York eftir mislukkuð viðskipti á Wall Street og sett yfir rekstur Cosmos NY dótturfélags Hafskips hf. Gunnar Þ. Andersen reyndist með öllu óhæfur forstjóri og hrökklaðist úr starfi þegar honum varð ljóst, að til stóð að reka hann. Til að ná sér niður á Björgólfi og öðrum eigendum, stjórnendum og trúnaðarmönnum Hafskips gerðist Gunnar Þ. Andersen heimildamaður fjölmiðla hér á landi um stöðu Hafskips hf. 1985. Í heimildarmannshlutverkinu reiddi Gunnar Þ. Andersen hátt til höggs og sakaði fyrrum samstarfsmenn og velgerðarmenn um stórfelld refsilagabrot. Áralöng réttarhöld leiddu annað í ljós, eins og Páll Bragi Kristjónsson bendir á í blaðagrein í Viðskiptablaðinu 20. ágúst 2010, og lesa má um í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 19/1991: Ákæruvaldið gegn Björgólfi Guðmundssyni, Helga Magnússyni, Páli Braga Kristjónssyni og Ragnari Kjartanssyni. Í niðurlagi þess kafla bókar Helga, sem fjallar um gulldrenginn Gunnar, er þess getið að stofnaður hafi verið sjóður til minningar um störf hans fyrir Hafskip hf. og dótturfyrirtæki þess, Cosmos NY. Stofnframlagið var 30 silfurpeningar.Gunnar Þ. Andersen vanhæfur að eigin áliti Ríkisútvarpið birti frétt um kæru Fjármálaeftirlitsins 20. október 2010. Í frétt Ríkisútvarpsins var sérstaklega tekið fram að Gunnar Þ. Andersen hefði haldið sig að eigin frumkvæði til hlés við rannsóknina, þar sem hann tengdist Landsbanka Íslands hf. vegna fyrri starfa. Gunnar Þ. Andersen lét þess ekki getið hver þessi fyrri störf hans hjá Landsbanka Íslands hf. hefðu verið. Það hentaði Gunnar Þ. Andersen ekki. Ekki var hann spurður hvers vegna brotastarfsemin teldist hafa byrjað í maí 2003. Kannski hefur Gunnar Þ. Andersen ekki munað hvaða störfum hann gegndi hjá Landsbanka Íslands hf. Yfirheyrður hjá ríkislögreglustjóra vegna málefna Landbanka Íslands hf. 4. desember 2008 mundi Gunnar Þ. Andersen lítið eftir stjórnarsetu sinni í LB Holding Ltd. Mundi þó, að aflandsfélagastarfsemi Landsbanka Íslands hf., sem hann lagði grunn að, var sett upp til að taka pressu af eiginfjárhlutfalli Landsbanka Íslands hf. meðan hann starfaði hjá bankanum. Þá háttsemi taldi Gunnar Þ. Andersen lögbrot þegar hann var orðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins í apríl 2009, þó einungis frá maí 2003. Þá voru líka nokkrir mánuðir frá því hann hafði látið af störfum og búinn að selja Landsbanka Íslands hf. kauprétt sinn að hlutum í bankanum. Gunnar Þ. Andersen taldi sig sjálfan vanhæfan til að stýra rannsókn Fjármálaeftirlitsins á rekstri Landsbanka Íslands hf. Gunnar Þ. Andersen vék hins vegar ekki sæti, eins og vanhæfum starfsmönnum stjórnsýslunnar og dómurum ber að gera, þegar svo háttar til, svo skipa megi með formlegum hætti staðgengil. Gunnar Þ. Andersen braut því beinlíns gegn stjórnsýslulögum. Samkvæmt Þeim má vanhæfur starfsmaður stjórnsýslunnar ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn máls. Gunnar Þ. Andersen bar ábyrgð á öllum gerðum og stjórnvaldsákvörðunum Fjármálaeftirlitsins meðan hann starfaði þar. Ekki dugði að halda sér til hlés inn á við, en bera sakir á sama tíma í fjölmiðlum á þá sem voru til rannsóknar. Vanhæfnin tók ekki aðeins til Gunnars Þ. Andersen heldur einnig allra undirmanna hans. Þessu til stuðnings skal bent á dóm Hæstaréttar í málinu nr. 661/2006 Ríkislögreglustjóri gegn A, B, C, D og E. Líkt og ríkislögreglustjóri í nefndu dómsmáli viðhafði Gunnars Þ. Andersen ummæli sín um eigið vanhæfi opinberlega í fjölmiðli. Í dómi þessum segir:Ummæli ríkislögreglustjóra í kvöldfréttatímum Stöðvar 2 og ríkissjónvarpsins skírskota þó með ákveðnum hætti til sjónarmiða um sérstakt hæfi. Verður að líta svo á að þau endurspegli huglæga afstöðu ríkislögreglustjóra til málsins. Þar sem þau voru viðhöfð opinberlega í fjölmiðlum verður sérstaklega að líta til þess hvernig þau horfa við almenningi og hvort varnaraðilar geti í ljósi þeirra með réttu dregið óhlutdrægni hans í efa í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til hæfis dómara. Verða ofangreind ummæli ekki skilin á annan hátt en að ríkislögreglustjóri telji að með réttu megi álíta að embætti hans sé ekki treystandi til að líta hlutlaust á málavexti. Hefði dómari viðhaft sams konar ummæli opinberlega hefði hann orðið vanhæfur til að leysa úr því, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Með hliðsjón af áðurnefndri 5. mgr. 5. gr. lögreglulaga verður því að líta svo á að ríkislögreglustjóri hafi, er hann lét ummælin falla, orðið vanhæfur til að halda áfram meðferð málsins. Í III. kafla dómsins er fjallað um vanhæfi undirmanna, ef næstu yfirmenn eru vanhæfir og segir þar:Fyrirmæli eru um hæfi starfsmanna lögreglu í 23. gr. lögreglulaga. Þar segir ekkert um hæfi þeirra þegar yfirmaður er vanhæfur. Hins vegar gilda reglur stjórnsýslulaga um hæfi undirmanna einnig um starfsmenn ríkislögreglustjóra. Samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. laganna eru undirmenn vanhæfir ef næstu yfirmenn þeirra eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta og samkvæmt 6. tölulið sama ákvæðis séu að öðru leyti fyrir hendi þær aðstæður, sem eru til þess fallnar að draga óhlutdrægni þeirra í efa með réttu.Rannsókn sérstaks saksóknara verður ekki reist á kæru vanhæfs Fjármálaeftirlits Í ljósi valdheimilda Fjármálaeftirlitsins og skírra valdmarka milli þess annars vegar og lögreglu og ákæruvalds hins vegar verður rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum markaðsmisnotkunarbrotum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti ekki byggð á kæru vanhæfs Fjármálaeftirlits. Hér gildir hið sama og Hæstiréttur tekur sérstaklega fram í áðurgreindu máli nr. 661/2007 ,,Ákæra verður ekki reist á rannsókn vanhæfs ríkislögreglustjóra“. Það breytir engu þó saksóknari við embætti sérstaks saksóknara hafi eftir lok rannsóknar embættisins ákveðið að takmarka hóp hinna ákærðu við fjóra, og brotatímabilið við 1. nóvember 2007 til 3. október 2008 í stað maí 2003 til 3. október 2008, eins og gert hafði verið í kæru Fjármálaeftirlitsins. Málið kom til kasta embættis sérstaks saksóknara á grundvelli kæru Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefði allt eins geta vísað málinu án kæru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Fjármálaeftirlitið kaus að nýta sér ekki þá heimild.Hóprannsókn Rannsókn lögreglumanna og ákærenda við embætti sérstaks saksóknara var ekki hlutlæg, eins og lög um meðferð sakamála bjóða. Rannsóknin var einhvers konar hóprannsókn vanhæfra starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara. Báðar eru þessar stofnanir sjálfstæð stjórnvöld með lögbundin valdmörk og valdheimildir. Hóprannsókn embættanna var á forræði Fjármálaeftirlitsins. Hóprannsókn gagnvart umbjóðandi mínum hófst og lauk föstudaginn 10. júlí 2009 í húsnæði embættis sérstaks saksóknara, þar sem saman voru komnir til yfirheyrslu fulltrúar beggja embætta. Við yfirheyrsluna, sem tók um tvo tíma, var umbjóðanda mínum gerð grein fyrir því að hann hefði réttarstöðu sakbornings bæði vegna umboðssvika og markaðsmisnotkunar. Það merkilega við yfirheyrsluna var að aldrei var vikið einu orði að meintu markaðsmisnotkunarbroti. Hvorki ég né umbjóðandi minn heyrðum meira af þessari hóprannsókn og aldrei var umbjóðandi minn kallaður til skýrslugjafar hjá Fjármálaeftirlitinu, sem þó fór með forræði rannsóknar vegna meintra markaðsmisnotkunarbrota. Sú rannsókn átti að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga.Lög heimila ekki hóprannsókn Hóprannsókn Fjármálaeftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara er í beinni andstöðu við þá reglu, sem innleidd árið 2007, að Fjármálaeftirlitið hefði forræði á rannsókn meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti, og ákvörðunarvald um það hvort þau væru kærð til lögreglu að undangenginni rannsókn eða vísað beint til lögreglu án rannsóknar. Fjármálaeftirlitið bar teldi það brot stórfelld að vísa málinu strax til rannsóknar af hálfu lögreglu.Andra rímur Athygli vekur einnig að sömu einstaklingar eru allt í öllu; ýmist að vinna hjá Fjármálaeftirlitinu eða sérstökum saksóknara að rannsókn á Landsbanka Íslands hf. svo sem Andri Fannar Bergþórsson. 6. október og 23. nóvember 2009 undirritar Andri Fannar við annan mann bréf fyrir hönd Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Landsbanka Íslands. 13. janúar 2011 þegar umbjóðandi minn hafði verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald, er Andri Fannar orðinn saksóknarfulltrúi við embætti sérstaks saksóknara. Saksóknarfulltrúinn tók virkan þátt í yfirheyrslum sem þá áttu sér stað bæði yfir þeim sem Fjármálaeftirlitið hafði kært fyrir markaðsmisnotkun og eins vitnum. Þá sendi saksóknarfulltrúinn bréf út og suður í nafni embættis sérstaks saksóknara; eitt 10. júní 2011 til regluvarðar Landsbankans hf. og annað 30. september 2011 til skiptastjóra þrotabús Samsonar eignarhaldsfélags ehf. vegna rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á tímabilinu maí 2003 til október 2008. Samhliða þessu skrifar Andri Fannar fræðiritgerð um Markaðsmisnotkun við opnun og lokun markaða. Fræðigreinin var birt í Tímariti lögfræðinga 1. hefti vorið 2012; réttu ári áður en saksóknari refsimáls sérstaks saksóknara á hendur umbjóðanda mínum gaf út ákæru byggða á fræðiskrifunum. Saksóknarfulltrúinn virðist vera fyrsti lögvísindamaðurinn til að uppgötva og skrifa fræðigrein um markaðsmisnotkun við opnun markaða. Það þarf ekki að fletta fræðigreininni lengi til að sjá að fingraför lögfræðingsins og fræðimannsins eru líka á kæru Fjármálaeftirlitsins. Rímur voru vinsælt kveðskaparform á hinum dökku miðöldum. Þá voru m.a. ortar rímur um Andra jarl. Rímur og rímnakveðskapur átti hins vegar ekki uppá pallborðið hjá upplýstari síðara tíma skáldum, svo sem Jónasi Hallgrímssyni, sem uppi var á fyrri hluta 19. aldar. Réttarskipan miðalda var heldur ekki í hávegum höfð hjá upplýstum mönnum út í Evrópu í lok 18. aldar, svo sem Montesquieu og fleiri andans stórmennum. Í lögfræðilegu samhengi má segja að sú stjórnsýsla og það rannsóknarréttarfar, sem birtist í máli embættis sérstaks saksóknara á hendur umbjóðanda mínum, líkist meira stjórnsýslu og réttarfari miðalda, og sé í andstöðu við réttarskipan þá, sem tekin var upp 1992 með aðskilnaðarlögunum og 1993 með stjórnsýslulögunum. Á mælikvarða bókmennta er rannsókn Fjármálaeftirlits og embættis sérstaks saksóknara á máli umbjóðanda míns hreinn leirburður. Réttarfarsbreytinguna 1992 má rekja til þess að íslensks stjórnvöld höfðu fengið vitneskju um að Mannréttindadómstólinn í Strassborg ætlaði að taka til meðferðar mál Jóns Kristjánssonar, sem dæmdur hafði verið í héraði til refsingar fyrir umferðalagabrot af handahafa rannsóknar og ákæruvalds norður á Akureyri. Þetta taldi Hæstiréttur Íslands gott og gilt þrátt fyrir ítarlegan málatilbúnað Eiríks Tómassonar, nú hæstaréttardómara, sem þá starfaði sem lögmaður. Mannréttinda lögfræðingar í Evrópu voru sama sinnis og Eiríkur. Trúlega mun mannréttinda lögfræðingum í Evrópu ekki lítast á mál embættis sérstaks saksóknar á hendur umbjóðanda mínum komist það í gegnum hérlent dómskerfi og verði umbjóðandi minn sakfelldur.Jón Óttar Ólafsson.Hönnun afbrota Öll rannsókn stjórnvalda á meintum afbrotum umbjóðanda míns frá maí 2009 hefur miðað að því að koma sök á hann og sem flesta fyrrum starfsmenn Landsbanka Íslands hf. Þegar ákæra var gefin út í refsimálinu á hendur umbjóðanda mínum hafði það tekið Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara 46 mánuði að hanna hin meintu markaðsmisnotkunarbrot og reyndar líka umboðssvikabrot. Nokkra fræðslu er að finna um þetta hönnunarstarf stjórnvaldanna tveggja í viðtali við afbrotafræðinginn Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmann embættis sérstaks saksóknara í tímaritinu Man 1. tlb. 1. árgangs 5. desember 2013. Í viðtalinu kemur fram að Jón Óttar hafi verið færður frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til embættis sérstaks saksóknara sumarið 2009 og þá orðið sjöundi starfsmaður embættisins. Gefum svo Jóni Óttari orðið:Ég var búinn að greina stór gagnasöfn í stórum málum og inn til sérstaks saksóknara var öllum mokað sem voru með háskólapróf auk reynslu af slíkum rannsóknum. Jón segist hafa misst trúna á starfi sínu hjá sérstökum saksóknara vorið 2011. Þá kom upp umræða og mér varð ljóst að mismunandi menn innanhúss voru með ólíka sýn á skilgreiningu á því hvað væri afbrot, eins og t.d. hinu fræga broti umboðssvikum, sem enginn þekkti fyrir hrun. Það voru 10 mismunandi skoðanir innanhúss á því hvað væru umboðssvik. Þá hugsaði ég með mér að ég gæti ekki verið að rannsaka mál í 3 – 4 ár sem menn væru svo ekki vissir um að væri brot.Gaman væri að vita hve margar skoðanir hafa verið á því hvort tiltekin háttsemi teldist hafa falið í sér markaðsmisnotkun, þó ekki væri nema vegna þess að löggjafinn taldi árið 2007 að markaðsmisnotkunarbrot væru illa fallin til sakamálameðferðar vegna þess hve þau væru matskennd. Best væri að rannsaka þau hjá Fjármálaeftirlitinu og ljúka þeim með stjórnvaldssektum, þar sem vægari sönnunarkröfur giltu við meðferð stjórnsýslumála en refsimála. Viðtali í Fréttablaðinu 14. desember sl. lauk afbrotafræðingurinn Jón Óttar með þessum orðum:Fólk myndi aldrei trúa því hversu langt opinberir aðilar eru tilbúnir til að ganga til að ná því fram sem þeir vilja. Lögmönnum sem skipaðir hafa verið verjendur sakborninga í refsimálum hrunsins er það alveg ljóst, að frá hruni hefur vilji stjórnvalda beinst að því að koma sem flestum fyrrum yfirmönnum viðskiptabankanna þriggja bak við lás og slá til að friða almenning. Framangreindar lýsingar afbrotafræðingsins á starfsháttum embættis sérstaks saksóknara hljóta að setja óhug að öllum sjálfstæðum og óhlutdrægum dómurum landsins, sem standa eiga vörð um réttarríkið.Fangamyndir og fingraför Eftir yfirheyrsluna 10. júlí 2009, sem svo mikið lá á að koma í kring, að umbjóðandi minn varð að koma úr stuttri utanbæjarferð að viðlagðri handtöku, þótti lögreglumönnum við embætti sérstaks saksóknara rétt að sýna vald sitt og kröfðust þess að umbjóðandi minn gengist undir töku fangamynda og fingrafara í kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Minna mátti það ekki vera.Andlegar pyntingar Þó dráttur á meðferð sakamála valdi einn sér ekki frávísun þeirra, verða dómarar að horfa til grófra réttarbrota gagnvart sakborningum. Sakborningar eiga rétt til þess bæði samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu að fá skorið úr um sekt sína eða sakleysi innan hæfilegs tíma. Það er andlega pynting, eða í það minnsta ómannúðleg meðferð á sökuðum manni, að halda honum svo árum skipti föngnum í réttarstöðu sakbornings meðan stjórnvöld reyna að hanna á hann refsiverða háttsemi og á sama tíma sígjammandi um sök hans og refsingu í fjölmiðlum. Lögfræðileg hafvillaGuðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem nú er látinn, var verjandi Björgólfs Guðmundssonar í hæstaréttarmálinu nr. 19/1991, sem fyrr er vikið að. Að þessum síðasta dómi Hæstaréttar gengnum í refsimálasyrpu Hafskipsmála, þar sem ákærðu voru sýknaðir af stærstum hluta ákæruatriða, lét Guðmundur Ingvi þessi orð falla við fjölmiðla.Dómarnir sanna og sýna að þeir sem að ákærunum stóðu voru smitaðir af umræðurótinu um Hafskipsmálið, létu það glepja sér sýn og lentu í lögfræðilegum hafvillum með ákærurnar. Þegar framangreint var haft eftir Guðmundi Ingva heitnum var lögregla og ákæruvald búið að reyna allt frá hvítasunnu 1986 að koma sök á forsvarsmenn og endurskoðendur Hafskips hf. auk bankastjóra og bankaráðs Útvegsbanka Íslands, sem verið hafði viðskiptabanki Hafskips hf. Ein ákæra í Hafskipsrefsimálum ónýttist vegna vanhæfis ríkissaksóknara, eins og lesa má um í hæstaréttarmálinu nr. 167/1987, þar sem þá nýskipaður ríkissaksóknari var bróðir eins af bankaráðsmönnum í Útvegsbanka Íslands, sem þá höfðu sloppið við ákæru af hálfu embættis ríkissaksóknara. Umræðurótið sem Guðmundur Ingvi heitinn vísaði til í ummælum sínum var mikið í tengslum við Hafskipsmálin. Það var þó hjóm eitt miðað við þá umfjöllun sem umbjóðandi minn og aðrir sakaðir starfsmenn fjármálafyrirtækja hér á landi hafa mátt þola af hálfu Fjármálaeftirlitið undir stjórn Gunnars Þ. Andersen og embætti sérstaks saksóknara eftir að stofnanir þessar tóku að rannsaka hrunmálin, sem embætti sérstaks saksóknara var sérstaklega stofnað til að rannsaka, og gefa út ákærur í, ef tilefni væri til. Í öllu því moldviðri fjölmiðlaumfjöllunar, sem stýrt var af kontórum forstjóra Fjármálaeftirlitsins og embættis sérstaks saksóknara, létu nokkrir ráðherrar og þingmenn þáverandi ríkisstjórnar sitt ekki eftir liggja. Þáverandi fjármálaráðherra var líka ávallt fús til að opna ríkiskassann þegar hin norska ættaða skoðanasystir hans Eva Joly bað um meira fé til handa embætti sérstaks saksóknara.Réttarríkið og réttaröryggi Allt það sem ég hef tíundað hér að framan um rannsókn sakargifta á hendur umbjóðanda mínum ber þess vott að Ísland eftir hrunið í október 2008 geti vart talist réttarríki, nema dómstólar vísi ákæru á hendur skjólstæðingi mínum frá dómi. Í frávísun ákæru felast engin réttarspjöll, þar sem ákæruvaldið býr við það hagræði umfram umbjóðanda minn að geta skotið frávísunarúrskurði héraðsdómara til Hæstaréttar. Fyrir dómarann, ákæruvaldið og umbjóðanda minn er betra að fá endanlegan dóm um formsatriði áður en haldið verður áfram og leyst úr efnisatriðum þessa viðamikla máls. Það væri verra ef Hæstiréttur kæmist að því eftir eitt til tvö ár að ákæru á hendur umbjóðanda mínum hefði átt að vísa frá héraðsdómi vegna vanhæfis forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Dómarinn verður við mat sitt á kröfu um frávísun ákæru á hendur umbjóðanda mínum, að skýra allan vafa um hvort málið er formlega réttilega lagt upp umbjóðanda mínum í hag. Umbjóðandi minn á ekki að þurfa að þola að mál, sem vafi er um að fullnægi formkröfum, verði sótt og varið um efnisatriði í héraði, fyrr en Hæstiréttur hefur fjallað um grundvöll þess. Með þessari grein er ég ekki að halda því fram að brot hafi ekki verið framin í starfsemi fjármálafyrirtækja hér á landi, enda er ég ekki bær til þess. Með greininni vil ég aðeins leggja áherslu á að þegnar samfélags sem vilja búa við réttaröryggi í réttarríki, fá slíkt ekki með patentlausnum, eins og stofnun embættis sérstaks saksóknara var. Engin þörf var á þessu embætti, þar sem fyrir var skipan löggæslu og ákæruvalds, sem frá 1992 hefur í stórum dráttum þekkt valdmörk sín og valdheimildir og samrýmdist ágætlega hugmyndinni um réttarríkið. Ef að líkum lætur mun greinin falla í grýttan jarðveg. Þeir sem ávallt eru tilbúnir að tjá sig og dæma um sekt án þess að hafa kynnt sér málsatvik mun venju samkvæmt ekki vanda mér kveðjurnar. Ég mun líka örugglega vera minntur á það að ég sé lagatæknir útrásarvíkinga, ríkisbubba og hafandi auk þess verið í stjórn Glitnis banka hf. þegar hann féll. Kannski fæ ég nafnlausnar hótanir um limlestingar og þaðan af verra, eins og stöku aðilar hafa talið nauðsynlegt að senda mér þegar ég hef tjáð mig um hrunmál, og örugglega fæ ég hellings skítkast í athugasemdakerfum netmiðla. Mér er slétt sama. Ég er hins vegar tilbúinn í málefnalega umræðu. Aðra bið ég að setja sig í þau spor sem fjöldinn allur af fyrrum starfsmönnum fjármálafyrirtækja og aðrir einstaklingar hafa verið í frá því rannsóknarbrjálæði eftirhruns áranna hófst hér fyrir alvöru eftir valdatöku ríkisstjórnar undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur. Enginn veit hvenær eða hvaða stjórnvöld kunna berja upp á næst og hvað verður borið upp á þann sem fyrir verður. Allir vilja í glímu sinni við stjórnvöld njóta atbeina lögmanna; lögmanna sem gera allt sem lög leyfa til að tryggja þeim vernd hins sanna réttarríkis; réttarríkisins sem dómstólar eiga að standa vörð um. Reynum að læra af sögunni og látum ekki lögfræðilega hafvillu bera okkur frá ströndum réttarríkisins eina ferðina enn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun