Innlent

Bragi var í Perú þegar stefnan barst

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bragi Guðbrandsson, forstjóri  Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. vísir/valli
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins.

Að sögn Braga tók starfsmaður Barnaverndarstofu á móti stefnunni hinn 19. júní síðastliðinn en málið var dómtekið fimm dögum síðar. Hann sjálfur hafi verið staddur erlendis, í sumarfríi í Perú, og því hafi hann ekki fengið stefnuna í hendurnar fyrr en heim var komið, þegar málið hafði þegar verið tekið fyrir. Enginn hafi kvittað undir móttöku stefnunnar og því sé meðferð málsins gölluð.

Átta ummæli Braga í garð Guðmundar Týs Þórarinssonar, Mumma í Götusmiðjunni, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd ómerk.  Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að bera skuli stefnanda í hag þar sem stefndi hafi hvorki sótt né látið sækja þing. Af þeim sökum segir Bragi dóminn ekki efnislegan og ætlar að fara fram á endurupptöku málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×