Sport

Þjóðverji efstur í kvennaflokki eftir fyrsta dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birgit Pöppler undirbýr eina fellu.
Birgit Pöppler undirbýr eina fellu. mynd/Jóhann Ágúst Jóhannsson
Fyrsta keppnisdegi í kvennaflokki er lokið á Evrópumóti landsmeistara í keilu sem fram fer í Keiluhöllinni Egilshöll.

Keppendur léku átta leiki í dag og það er Birgit Pöppler frá Þýskalandi sem lék best.

Hún er með 1858 stig sem gerir 232,2 í meðaltal á leik. Í öðru sæti er RejaLundén frá Finlandi með 1774 stig og í því þriðja Lisa John frá Englandi með 1760 stig.

Ástrós Pétursdóttir er sem stendur í 18. sæti með 1563 stig eða 195,4 í meðaltal.

Keppni hjá konunum heldur áfram á morgun kl. 14:30 en keppni hefst í karlaflokki kl. 14:30. Ókeypis aðgangur er að mótinu.



mynd/jóhann ágúst jóhannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×