Eini sérfræðingurinn á leið úr landi vegna ástandsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2014 13:06 "Konur sem greinast eftir áramót munu berja í borðið og vilja fá að fljúga út til að gangast undir aðgerð. Hvað mun það kosta okkur?“ spyr Anna Sigríður Arnardóttir. Vísir/Getty „Mér verður mjög heitt í hamsi þegar ég hugsa til þess að hafa sjálf fengið framúrskarandi þjónustu sem konur sem greinast eftir áramót munu ekki fá,“ segir Anna Sigríður Arnardóttir sem greindist með brjóstakrabbamein á árinu. Anna Sigríður gekkst undir aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr öðru brjósti hennarog það byggt upp á sama tíma með eigin líkamsvef. Þannig fór hún í eina aðgerð en ekki tvær eða þrjár líkt og stefnir í að íslenskar konur með brjóstakrabbamein þurfi að sætta sig við á nýju ári. Ástæðan er sú að skurðlæknirinn sem framkvæmdi fyrrnefnda brjóstauppbyggingaraðgerð flytur úr landi um áramótin. Hann líkt og fleiri hafa fengið sig fullsadda af stöðu í heilbrigðismálum hér á landi. Eftir brotthvarf hans verða tveir læknar eftir, báðir á sjötugsaldri, sem sinna brjóstakrabbameinsaðgerðum. Þó ekki fyrrnefndum brjóstauppbyggingaaðgerðum. „Við vitum til þess að einn Íslendingur er í sérnámi í brjóstaskurðlækningum. Við vonumst til þess að hann flytji heim en það verður í fyrsta lagi eftir fimm ár eða svo,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands. Þá verða fyrrnefndir tveir læknar sem sinna krabbameinsaðgerðum 69 ára og 70 ára. Anna Sigríður bendir á að geislalæknirinn og lyflæknirinn sem sinni henni séu sömuleiðis að komast á aldur á næstu fimm árum. Aðeins sex krabbameinslæknar, þ.e. þeir sem sinni lyfja-og geislahluta meðferðar, séu á landinu en þeir þyrftu að vera 14-15 til að allt væri eðlilegt. „Þetta snýst ekki bara um að læknar flytji úr landi. Hvað ef einhver verður veikur? Það eru svo fáir að sinna þessu. Þá værum við öll í vanda stödd.“Anna Sigríður Arnardóttir.Konur munu vilja fljúga út í aðgerð Anna Sigríður minnir á að 220 konur greinist á ári hverju með brjóstakrabbamein hér á landi. Níunda hver íslensk kona muni greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Ísland sé raunar að komast í þann flokk þjóða með hæstu tíðni brjóstakrabbameins í heiminum. „Tíðnin er hæst hér á landi og í Ísrael. Það er þó óvíst hvers vegna,“ segir Anna Sigríður. Hún segir miklu muna á alla kanta að geta farið í eina aðgerð en ekki tvær eða þrjár. Hún minnir á að meiri kostnaður fylgi fleiri aðgerðum. Fjölgun aðgerða geti aukið kostnað úr einni milljón upp í þrjár eða fjórar milljónir króna. Þá fylgi hverri svæfingu viss áhætta auk þess sem ferlið taki miklu lengri tíma. Að óbreyttu kemur upp sú staða um áramótin að enginn læknir verður á landinu til að framkvæma brjóstauppbyggingaraðgerðir. „Konur sem greinast eftir áramót munu berja í borðið og vilja fá að fljúga út til að gangast undir aðgerð. Hvað mun það kosta okkur?“ spyr Anna Sigríður.Anna Sigríður hrósar meðferðinni sem hún hefur fengið hér á landi eftir að hún greindist með krabbamein.Vísir/GettyHaldast í hendur í kringum tjörnina Anna Sigríður og félagar hjá Brjóstaheillum - samhjálp kvenna standa fyrir gjörningi við Tjörnina í Reykjavík í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn brjóstakrabbameini. Mæting er við Hljómskálann klukkan 17:30 og verður gengið í kringum Tjörnina. Markmiðið er að fá nógu marga þátttakendur til að geta haldist í hendur umhverfis Tjörnina. Hún minnir á að krabbamein snerti alla. Einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein af einni eða annarri gerð á lífsleiðinni. Hvað brjóstakrabbamein varði gæti mamma þín, konan þín eða frænka þín greinst á morgun. „Mér finnst ég hafa fengið frábæra þjónustu, úrvalsmeðferð og ég vil að aðrar konur sitji við sama boð. Við megum ekki leggja árar í bát,“ segir Anna Sigríður og skorar á stjórnvöld að gera eitthvað róttækt varðandi stöðu heilbrigðismála. Helgi Kjartan segir að fundir skurðlækna með ríkissáttasemjara frá því í júní hafi engu skilað. Ekkert sé að mjakast í viðræðum þeirra en næsti fundur fari fram á föstudag. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir skurðlækna mánudaginn 4. nóvember. Verkfallsaðgerðir almennra lækna hefjast viku fyrr eða 27. október. Tengdar fréttir Læknar boða til verkfalls Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. 9. október 2014 10:51 „Bæta þarf kjör svo heilbrigðiskerfið verði samkeppnishæft“ Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala hefur sent frá sér ályktun vegna yfirvofandi verkfalls hjá læknum. 9. október 2014 14:15 „Spítali verður ekki rekinn án lækna“ Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna. Heilbrigðisráðherra segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin. 10. október 2014 18:43 Lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli lækna Stjórn hjúkrunarráðs Sjúkrahússins á Akureyri segir að ljóst sé að starfsemi heilbrigðisstofnana muni raskast og aukið álag verða á aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. 13. október 2014 15:29 Hjúkrunarfræðingar munu ekki taka á sig auknar skyldur Hjúkrunarfræðingar lýsa yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðs verkfalls lækna. 9. október 2014 19:30 Nemendur í verknámi upplifa mikið álag, manneklu og lélega aðstöðu á Landspítalanum Meirihluti nemenda við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands íhugar að flytja erlendis að námi loknu og einungis 7% nemenda hafa jákvætt viðhorf til heilbrigðismála á Íslandi. 13. október 2014 11:24 Vonar að stjórnvöld hlusti á kröfur lækna "Verkfall að sjálfsögðu var eitthvað sem við tókum til af hreinni neyð,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 9. október 2014 20:23 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
„Mér verður mjög heitt í hamsi þegar ég hugsa til þess að hafa sjálf fengið framúrskarandi þjónustu sem konur sem greinast eftir áramót munu ekki fá,“ segir Anna Sigríður Arnardóttir sem greindist með brjóstakrabbamein á árinu. Anna Sigríður gekkst undir aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr öðru brjósti hennarog það byggt upp á sama tíma með eigin líkamsvef. Þannig fór hún í eina aðgerð en ekki tvær eða þrjár líkt og stefnir í að íslenskar konur með brjóstakrabbamein þurfi að sætta sig við á nýju ári. Ástæðan er sú að skurðlæknirinn sem framkvæmdi fyrrnefnda brjóstauppbyggingaraðgerð flytur úr landi um áramótin. Hann líkt og fleiri hafa fengið sig fullsadda af stöðu í heilbrigðismálum hér á landi. Eftir brotthvarf hans verða tveir læknar eftir, báðir á sjötugsaldri, sem sinna brjóstakrabbameinsaðgerðum. Þó ekki fyrrnefndum brjóstauppbyggingaaðgerðum. „Við vitum til þess að einn Íslendingur er í sérnámi í brjóstaskurðlækningum. Við vonumst til þess að hann flytji heim en það verður í fyrsta lagi eftir fimm ár eða svo,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands. Þá verða fyrrnefndir tveir læknar sem sinna krabbameinsaðgerðum 69 ára og 70 ára. Anna Sigríður bendir á að geislalæknirinn og lyflæknirinn sem sinni henni séu sömuleiðis að komast á aldur á næstu fimm árum. Aðeins sex krabbameinslæknar, þ.e. þeir sem sinni lyfja-og geislahluta meðferðar, séu á landinu en þeir þyrftu að vera 14-15 til að allt væri eðlilegt. „Þetta snýst ekki bara um að læknar flytji úr landi. Hvað ef einhver verður veikur? Það eru svo fáir að sinna þessu. Þá værum við öll í vanda stödd.“Anna Sigríður Arnardóttir.Konur munu vilja fljúga út í aðgerð Anna Sigríður minnir á að 220 konur greinist á ári hverju með brjóstakrabbamein hér á landi. Níunda hver íslensk kona muni greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Ísland sé raunar að komast í þann flokk þjóða með hæstu tíðni brjóstakrabbameins í heiminum. „Tíðnin er hæst hér á landi og í Ísrael. Það er þó óvíst hvers vegna,“ segir Anna Sigríður. Hún segir miklu muna á alla kanta að geta farið í eina aðgerð en ekki tvær eða þrjár. Hún minnir á að meiri kostnaður fylgi fleiri aðgerðum. Fjölgun aðgerða geti aukið kostnað úr einni milljón upp í þrjár eða fjórar milljónir króna. Þá fylgi hverri svæfingu viss áhætta auk þess sem ferlið taki miklu lengri tíma. Að óbreyttu kemur upp sú staða um áramótin að enginn læknir verður á landinu til að framkvæma brjóstauppbyggingaraðgerðir. „Konur sem greinast eftir áramót munu berja í borðið og vilja fá að fljúga út til að gangast undir aðgerð. Hvað mun það kosta okkur?“ spyr Anna Sigríður.Anna Sigríður hrósar meðferðinni sem hún hefur fengið hér á landi eftir að hún greindist með krabbamein.Vísir/GettyHaldast í hendur í kringum tjörnina Anna Sigríður og félagar hjá Brjóstaheillum - samhjálp kvenna standa fyrir gjörningi við Tjörnina í Reykjavík í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn brjóstakrabbameini. Mæting er við Hljómskálann klukkan 17:30 og verður gengið í kringum Tjörnina. Markmiðið er að fá nógu marga þátttakendur til að geta haldist í hendur umhverfis Tjörnina. Hún minnir á að krabbamein snerti alla. Einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein af einni eða annarri gerð á lífsleiðinni. Hvað brjóstakrabbamein varði gæti mamma þín, konan þín eða frænka þín greinst á morgun. „Mér finnst ég hafa fengið frábæra þjónustu, úrvalsmeðferð og ég vil að aðrar konur sitji við sama boð. Við megum ekki leggja árar í bát,“ segir Anna Sigríður og skorar á stjórnvöld að gera eitthvað róttækt varðandi stöðu heilbrigðismála. Helgi Kjartan segir að fundir skurðlækna með ríkissáttasemjara frá því í júní hafi engu skilað. Ekkert sé að mjakast í viðræðum þeirra en næsti fundur fari fram á föstudag. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir skurðlækna mánudaginn 4. nóvember. Verkfallsaðgerðir almennra lækna hefjast viku fyrr eða 27. október.
Tengdar fréttir Læknar boða til verkfalls Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. 9. október 2014 10:51 „Bæta þarf kjör svo heilbrigðiskerfið verði samkeppnishæft“ Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala hefur sent frá sér ályktun vegna yfirvofandi verkfalls hjá læknum. 9. október 2014 14:15 „Spítali verður ekki rekinn án lækna“ Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna. Heilbrigðisráðherra segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin. 10. október 2014 18:43 Lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli lækna Stjórn hjúkrunarráðs Sjúkrahússins á Akureyri segir að ljóst sé að starfsemi heilbrigðisstofnana muni raskast og aukið álag verða á aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. 13. október 2014 15:29 Hjúkrunarfræðingar munu ekki taka á sig auknar skyldur Hjúkrunarfræðingar lýsa yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðs verkfalls lækna. 9. október 2014 19:30 Nemendur í verknámi upplifa mikið álag, manneklu og lélega aðstöðu á Landspítalanum Meirihluti nemenda við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands íhugar að flytja erlendis að námi loknu og einungis 7% nemenda hafa jákvætt viðhorf til heilbrigðismála á Íslandi. 13. október 2014 11:24 Vonar að stjórnvöld hlusti á kröfur lækna "Verkfall að sjálfsögðu var eitthvað sem við tókum til af hreinni neyð,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 9. október 2014 20:23 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Læknar boða til verkfalls Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. 9. október 2014 10:51
„Bæta þarf kjör svo heilbrigðiskerfið verði samkeppnishæft“ Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala hefur sent frá sér ályktun vegna yfirvofandi verkfalls hjá læknum. 9. október 2014 14:15
„Spítali verður ekki rekinn án lækna“ Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna. Heilbrigðisráðherra segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin. 10. október 2014 18:43
Lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli lækna Stjórn hjúkrunarráðs Sjúkrahússins á Akureyri segir að ljóst sé að starfsemi heilbrigðisstofnana muni raskast og aukið álag verða á aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. 13. október 2014 15:29
Hjúkrunarfræðingar munu ekki taka á sig auknar skyldur Hjúkrunarfræðingar lýsa yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðs verkfalls lækna. 9. október 2014 19:30
Nemendur í verknámi upplifa mikið álag, manneklu og lélega aðstöðu á Landspítalanum Meirihluti nemenda við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands íhugar að flytja erlendis að námi loknu og einungis 7% nemenda hafa jákvætt viðhorf til heilbrigðismála á Íslandi. 13. október 2014 11:24
Vonar að stjórnvöld hlusti á kröfur lækna "Verkfall að sjálfsögðu var eitthvað sem við tókum til af hreinni neyð,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 9. október 2014 20:23