Tappa af Hágöngulóni, Kárahnjúkar ekki í hættu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2014 19:45 Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. Kárahnjúkastífla er hins vegar ekki talin í hættu. Margir hafa spurt sig hvort Kárahnjúkastíflu geti stafað hætta af umbrotunum í Vatnajökli en hún er í um 70 kílómetra fjarlægð frá líklegasta gosstaðnum. Því virðist fljótsvarað. Helsti jöklafræðingur landsins, Helgi Björnsson, aftekur það með öllu. Hann telur útlokað að jökulhlaup vegna Bárðarbungu komist austur fyrir Kverkfjöll og í Hálslón.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir engar líkur taldar á að jökulhlaup af svona tagi fari þar yfir og heldur engar sögulegar heimildir um slíkt. Engu að síður sé í hönnunarforsendum Kárahnjúkastíflu gert ráð fyrir að svona flóð geti komið. „Þannig að Kárahnjúkastífla er ekki í hættu, þó að það kæmi svona atburður inn á Kárahnjúkasvæðið," segir Óli Grétar. Þótt Jökulsá á Fjöllum sé núna talinn líklegasti flóðafarvegurinn eru fjórir mögulegir farvegir. Einn þeirra er til suðvesturs, niður í Hágöngulón og Köldukvísl og inn á vatnasvið Þjórsár og Tungnaár. Þar eru sex virkjanir. Óli Grétar segir að Landsvirkjun hafi í varúðarskyni lækkað niður í Hágöngulóni og hleypt vatni niður í Þórisvatn.Frá Hágöngulóni.Mynd/Stöð 2.Svo vill til að almannavarnaæfing í vetur með Landsvirkjun og Landsneti gerði einmitt ráð fyrir stóru hlaupi á þessu svæði vegna eldgoss í Bárðarbungu. Stíflumannvirkin eru hönnuð til að beina stóru hlaupi framhjá Þórisvatni og niður Köldukvísl, og þar með framhjá Vatnsfells-, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjunum. Við verstu aðstæður, segir Óli Grétar, að lítill hluti Sultartangastíflu, svokallað flóðvar, gæti rofnað. „En við erum tiltölulega rólegir. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og aðrir," segir Óli Grétar. Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. Kárahnjúkastífla er hins vegar ekki talin í hættu. Margir hafa spurt sig hvort Kárahnjúkastíflu geti stafað hætta af umbrotunum í Vatnajökli en hún er í um 70 kílómetra fjarlægð frá líklegasta gosstaðnum. Því virðist fljótsvarað. Helsti jöklafræðingur landsins, Helgi Björnsson, aftekur það með öllu. Hann telur útlokað að jökulhlaup vegna Bárðarbungu komist austur fyrir Kverkfjöll og í Hálslón.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir engar líkur taldar á að jökulhlaup af svona tagi fari þar yfir og heldur engar sögulegar heimildir um slíkt. Engu að síður sé í hönnunarforsendum Kárahnjúkastíflu gert ráð fyrir að svona flóð geti komið. „Þannig að Kárahnjúkastífla er ekki í hættu, þó að það kæmi svona atburður inn á Kárahnjúkasvæðið," segir Óli Grétar. Þótt Jökulsá á Fjöllum sé núna talinn líklegasti flóðafarvegurinn eru fjórir mögulegir farvegir. Einn þeirra er til suðvesturs, niður í Hágöngulón og Köldukvísl og inn á vatnasvið Þjórsár og Tungnaár. Þar eru sex virkjanir. Óli Grétar segir að Landsvirkjun hafi í varúðarskyni lækkað niður í Hágöngulóni og hleypt vatni niður í Þórisvatn.Frá Hágöngulóni.Mynd/Stöð 2.Svo vill til að almannavarnaæfing í vetur með Landsvirkjun og Landsneti gerði einmitt ráð fyrir stóru hlaupi á þessu svæði vegna eldgoss í Bárðarbungu. Stíflumannvirkin eru hönnuð til að beina stóru hlaupi framhjá Þórisvatni og niður Köldukvísl, og þar með framhjá Vatnsfells-, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjunum. Við verstu aðstæður, segir Óli Grétar, að lítill hluti Sultartangastíflu, svokallað flóðvar, gæti rofnað. „En við erum tiltölulega rólegir. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og aðrir," segir Óli Grétar.
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira