Tappa af Hágöngulóni, Kárahnjúkar ekki í hættu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2014 19:45 Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. Kárahnjúkastífla er hins vegar ekki talin í hættu. Margir hafa spurt sig hvort Kárahnjúkastíflu geti stafað hætta af umbrotunum í Vatnajökli en hún er í um 70 kílómetra fjarlægð frá líklegasta gosstaðnum. Því virðist fljótsvarað. Helsti jöklafræðingur landsins, Helgi Björnsson, aftekur það með öllu. Hann telur útlokað að jökulhlaup vegna Bárðarbungu komist austur fyrir Kverkfjöll og í Hálslón.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir engar líkur taldar á að jökulhlaup af svona tagi fari þar yfir og heldur engar sögulegar heimildir um slíkt. Engu að síður sé í hönnunarforsendum Kárahnjúkastíflu gert ráð fyrir að svona flóð geti komið. „Þannig að Kárahnjúkastífla er ekki í hættu, þó að það kæmi svona atburður inn á Kárahnjúkasvæðið," segir Óli Grétar. Þótt Jökulsá á Fjöllum sé núna talinn líklegasti flóðafarvegurinn eru fjórir mögulegir farvegir. Einn þeirra er til suðvesturs, niður í Hágöngulón og Köldukvísl og inn á vatnasvið Þjórsár og Tungnaár. Þar eru sex virkjanir. Óli Grétar segir að Landsvirkjun hafi í varúðarskyni lækkað niður í Hágöngulóni og hleypt vatni niður í Þórisvatn.Frá Hágöngulóni.Mynd/Stöð 2.Svo vill til að almannavarnaæfing í vetur með Landsvirkjun og Landsneti gerði einmitt ráð fyrir stóru hlaupi á þessu svæði vegna eldgoss í Bárðarbungu. Stíflumannvirkin eru hönnuð til að beina stóru hlaupi framhjá Þórisvatni og niður Köldukvísl, og þar með framhjá Vatnsfells-, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjunum. Við verstu aðstæður, segir Óli Grétar, að lítill hluti Sultartangastíflu, svokallað flóðvar, gæti rofnað. „En við erum tiltölulega rólegir. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og aðrir," segir Óli Grétar. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. Kárahnjúkastífla er hins vegar ekki talin í hættu. Margir hafa spurt sig hvort Kárahnjúkastíflu geti stafað hætta af umbrotunum í Vatnajökli en hún er í um 70 kílómetra fjarlægð frá líklegasta gosstaðnum. Því virðist fljótsvarað. Helsti jöklafræðingur landsins, Helgi Björnsson, aftekur það með öllu. Hann telur útlokað að jökulhlaup vegna Bárðarbungu komist austur fyrir Kverkfjöll og í Hálslón.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir engar líkur taldar á að jökulhlaup af svona tagi fari þar yfir og heldur engar sögulegar heimildir um slíkt. Engu að síður sé í hönnunarforsendum Kárahnjúkastíflu gert ráð fyrir að svona flóð geti komið. „Þannig að Kárahnjúkastífla er ekki í hættu, þó að það kæmi svona atburður inn á Kárahnjúkasvæðið," segir Óli Grétar. Þótt Jökulsá á Fjöllum sé núna talinn líklegasti flóðafarvegurinn eru fjórir mögulegir farvegir. Einn þeirra er til suðvesturs, niður í Hágöngulón og Köldukvísl og inn á vatnasvið Þjórsár og Tungnaár. Þar eru sex virkjanir. Óli Grétar segir að Landsvirkjun hafi í varúðarskyni lækkað niður í Hágöngulóni og hleypt vatni niður í Þórisvatn.Frá Hágöngulóni.Mynd/Stöð 2.Svo vill til að almannavarnaæfing í vetur með Landsvirkjun og Landsneti gerði einmitt ráð fyrir stóru hlaupi á þessu svæði vegna eldgoss í Bárðarbungu. Stíflumannvirkin eru hönnuð til að beina stóru hlaupi framhjá Þórisvatni og niður Köldukvísl, og þar með framhjá Vatnsfells-, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjunum. Við verstu aðstæður, segir Óli Grétar, að lítill hluti Sultartangastíflu, svokallað flóðvar, gæti rofnað. „En við erum tiltölulega rólegir. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og aðrir," segir Óli Grétar.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira