Hunter Mahan sigraði með glæsibrag á Barclays 24. ágúst 2014 22:19 Mahan lék frábærlega um helgina. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði í kvöld á sínu sjötta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann lék best allra á Barclays mótinu sem fram fór á Ridgewood vellinum. Lokahringurinn var mjög spennandi en margir sterkir kylfingar skiptust á að taka forystuna framan af. Það var þó Mahan sem setti í nýjan gír á seinni níu holunum þar sem hann fékk fimm fugla, þrjú pör og einn skolla. Mahan sigraði að lokum með tveimur höggum eftir lokahring upp á 65 högg en hann endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.Cameron Tringale, Jason Day og Stuart Appleby deildu öðru sætinu á 12 höggum undir pari en Ernie Els, Matt Kuchar og William McGirt komu þar á eftir á 11 undir pari.Rory McIlroy byrjaði mótið illa og náði aldrei að blanda sér í baráttu efstu manna en hann endaði að lokum í 22. sæti á fimm höggum undir pari. Þá nagar Jim Furyk sig eflaust í handabökin en eftir að hafa leitt fyrir lokahringinn endaði hann í áttunda sæti á 10 höggum undir pari. Síðan að Furyk sigraði síðast á PGA-mótaröðinni árið 2010 hefur hann átta sinnum leitt fyrir lokahringinn en ávalt misst niður forystuna. Hann á því greinilega erfitt með að leika vel undir pressu en með örlítið meiri heppni gæti þessi vinsæli kylfingur blandað sér í baráttuna um Fed-Ex bikarinn á næstu vikum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem fram fer á TPC Boston vellinum en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir í Fed-Ex bikarnum þátttökurétt. Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði í kvöld á sínu sjötta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann lék best allra á Barclays mótinu sem fram fór á Ridgewood vellinum. Lokahringurinn var mjög spennandi en margir sterkir kylfingar skiptust á að taka forystuna framan af. Það var þó Mahan sem setti í nýjan gír á seinni níu holunum þar sem hann fékk fimm fugla, þrjú pör og einn skolla. Mahan sigraði að lokum með tveimur höggum eftir lokahring upp á 65 högg en hann endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.Cameron Tringale, Jason Day og Stuart Appleby deildu öðru sætinu á 12 höggum undir pari en Ernie Els, Matt Kuchar og William McGirt komu þar á eftir á 11 undir pari.Rory McIlroy byrjaði mótið illa og náði aldrei að blanda sér í baráttu efstu manna en hann endaði að lokum í 22. sæti á fimm höggum undir pari. Þá nagar Jim Furyk sig eflaust í handabökin en eftir að hafa leitt fyrir lokahringinn endaði hann í áttunda sæti á 10 höggum undir pari. Síðan að Furyk sigraði síðast á PGA-mótaröðinni árið 2010 hefur hann átta sinnum leitt fyrir lokahringinn en ávalt misst niður forystuna. Hann á því greinilega erfitt með að leika vel undir pressu en með örlítið meiri heppni gæti þessi vinsæli kylfingur blandað sér í baráttuna um Fed-Ex bikarinn á næstu vikum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem fram fer á TPC Boston vellinum en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir í Fed-Ex bikarnum þátttökurétt.
Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira