Skemmdi hljóðkerfi Gauksins og flúði svo land Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2014 13:23 Biðröð fyrir utan Gaukinn. Framganga norsks hljóðmanns varpaði skugga á annars vel heppnaða tónlistarhátíð. visir/andri marinó Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“ Airwaves Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“
Airwaves Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira