Innlent

RÚV harmar ummæli Björns Braga

Jóhannes Stefánsson skrifar
Kristín Harpa Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV.
Kristín Harpa Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV. visir/vilhelm
Íþróttadeild RÚV hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Björns Braga Arnarssonar, umsjónarmanns EM stofunnar.

Björn Bragði líkti íslenska handboltalandsliðinu við nasista eftir fyrri hálfleik Austurríkis og Íslands á EM í handbolta og sagði það hafa „slátrað" Austurríkismönnum, líkt og þýskir nasistar hefðu gert í seinni heimsstyrjöldinni. Hann baðst sjálfur afsökunar á ummælunum strax að loknum leiknum. Að auki baðst hann afsökunar á ummælunum í samtali við fréttastofu Vísis og sagði þau hafa verið til marks um „dómgreindarbrest."

Yfirlýsing íþróttadeildar RÚV er svohljóðandi:

Björn Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofunnar, lét afar ósmekkleg ummæli falla í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í kvöld. Björn Bragi hefur beðist afsökunar og af viðbrögðum hans og samtölum við hann er ljóst að sú afsökunarbeiðni er einlæg og hann gerir sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Okkur þykir afar miður að þetta skuli hafa gerst og viljum við fyrir hönd íþróttadeildar RÚV biðjast afsökunar á þessu atviki. Meðfylgjandi er myndbrotið þar sem Björn Bragi biðst afsökunar. Vefmiðlum er frjálst að birta það.

Fyrir hönd íþróttadeildar RÚV,

Kristín H. Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV

Björn Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofu.


Tengdar fréttir

Líkti landsliðinu við nasista

"Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×