Frábær sigur á Austurríki | Myndir

Strákarnir gáfu tóninn strax í upphafi leiksins og stungu einfaldlega af snemma leiks. Eftir það var ljóst í hvað stefndi og sigur okkar manna aldrei í hættu.
Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins en lærisveinar hans náðu sér aldrei á strik gegn frábærri vörn Íslands auk þess sem Björgvin Páll Gústavsson átti magnaðan dag í markinu.
Sóknin gekk svo eins og vel smurð vél en það var ekki veikan blett að finna á íslenska liðinu í dag.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, er staddur í Herning og tók þessar myndir.
Tengdar fréttir

Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld.

Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun
"Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki.

Arnór Þór: Það var smá skrekkur í mér
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson kom inn í íslenska hópinn í morgun í stað nafna síns Atlasonar. Reyndar er ekki útilokað að Arnór Atlason komi aftur inn í hópinn síðar.

Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar
Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.

Guðjón Valur með hundrað prósent skotnýtingu í öðrum leiknum í röð
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, nýtti öll sjö skotin sín í sigrinum á Austurríki í kvöld en þetta var fyrsti leikur strákanna okkar í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku.