Friðriki Brekkan, leiðsögumanni blöskrar ástandið við Gullfoss en þar fór stór vörubíll á vegum Umhverfisstofnunar í gær til að sanda vegna hálku en á sama tíma brotnuðu margra milljóna króna timburstígar undan þunga bílsins. Friðrik íhugar að leggja fram kæru til lögreglunnar á Selfossi á hendur Umhverfisstofnunar.
Þrátt fyrir að það sé hávetur á Íslandi er ekkert lát á erlendum ferðamönnum sem heimsækja helstu náttúruperlur landsins. Mikil hálka er víða og því er reynt að dreifa sandi á fjölmennustu ferðamannastaðina eins og við Gullfoss. Friðrik Brekkan, segir þó mikið fát á þessum vinnubrögðum og algjör tilviljun hvar sandinum er dreift og hvar ekki.
Friðrik segir leiðsögumenn mjög pirraða yfir ástandinu á ferðamannastöðum þegar horft er til hálkuvarna enda hafi fjölmargir brotnað á stórum svellbunkum síðustu vikur eins og við Gullfoss.
Blöskrar ástandið við Gullfoss
Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
