Ekkert verði úr siðferðismati í framhaldsskólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 08:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir hugmyndir um að skólastjórnendum verði falið að leggja siðferðilegt mat á þá sem ljúka framhaldsskólaprófi ónothæfar. „Þessar hugmyndir verða ekki teknar upp á minni vakt. Þær eru gjörsamlega ónothæfar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þar vísar ráðherra til hugmynda sem mennta- og menningarráðuneytið sendi frá sér í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og lúta að því að stjórnendur framhaldsskóla eigi að fara að rita sérstakt umsagnarbréf með nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi. Hugmyndirnar eiga rætur að rekja til námsskrár framhaldsskólanna frá 2011. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær. Atli Harðarson skólameistari hefur gagnrýnt tillögurnar harðlega og telur það siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Illugi kveðst taka undir gagnrýni Atla og vera sammála honum. Hann segir að ekki standi til að fara að meta nemendur með þessum hætti. „Það verður aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur á meðan ég er menntamálaráðherra,“ segir Illugi. Hann segir þó að það geti verið af hinu góða að kennarar gefi skriflegar umsagnir um nemendur. „Það er ekkert að því að gefa skriflegt mat og getur í raun verið æskilegt. Það skiptir hins vegar miklu máli að vandað sé til verka, það sé skýrt á hverju slíkt mat er byggt og hvernig eigi að framkvæma það.“ Illugi segir að þetta sé hluti af stærra máli sem er hvernig einkunnir séu gefnar. „Það er búið að gera töluverðar breytingar á námsskránni sem kalla á endurmat á því hvernig við mælum árangur skólastarfsins,“ segir ráðherra. Það sé verið að horfa á framhaldsskólaprófið og hvernig það geti gefið mynd af stöðu nemandans á þeim tímapunkti. „Þær breytingar sem við gerum á námsmati þurfa að vera skynsamlegar og vel hugsaðar,“ segir Illugi og ítrekar að þær hugmyndir sem búið er að senda út séu algerlega ónothæfar. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Þessar hugmyndir verða ekki teknar upp á minni vakt. Þær eru gjörsamlega ónothæfar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þar vísar ráðherra til hugmynda sem mennta- og menningarráðuneytið sendi frá sér í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og lúta að því að stjórnendur framhaldsskóla eigi að fara að rita sérstakt umsagnarbréf með nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi. Hugmyndirnar eiga rætur að rekja til námsskrár framhaldsskólanna frá 2011. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær. Atli Harðarson skólameistari hefur gagnrýnt tillögurnar harðlega og telur það siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Illugi kveðst taka undir gagnrýni Atla og vera sammála honum. Hann segir að ekki standi til að fara að meta nemendur með þessum hætti. „Það verður aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur á meðan ég er menntamálaráðherra,“ segir Illugi. Hann segir þó að það geti verið af hinu góða að kennarar gefi skriflegar umsagnir um nemendur. „Það er ekkert að því að gefa skriflegt mat og getur í raun verið æskilegt. Það skiptir hins vegar miklu máli að vandað sé til verka, það sé skýrt á hverju slíkt mat er byggt og hvernig eigi að framkvæma það.“ Illugi segir að þetta sé hluti af stærra máli sem er hvernig einkunnir séu gefnar. „Það er búið að gera töluverðar breytingar á námsskránni sem kalla á endurmat á því hvernig við mælum árangur skólastarfsins,“ segir ráðherra. Það sé verið að horfa á framhaldsskólaprófið og hvernig það geti gefið mynd af stöðu nemandans á þeim tímapunkti. „Þær breytingar sem við gerum á námsmati þurfa að vera skynsamlegar og vel hugsaðar,“ segir Illugi og ítrekar að þær hugmyndir sem búið er að senda út séu algerlega ónothæfar.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira