Aníta fær alvöru keppni í Laugardalnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2014 06:00 Aníta Hinriksdóttir keppti á Meistaramóti 15 til 22 ára í Laugardalshöllinni og hér er hún í 200 metra hlaupi. Vísir/Vilhelm Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir hefur verið í algjörum sérflokki í sinni aðalgrein á mótum sínum á Íslandi undanfarið og oftast hlaupið keppnislaust í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Það breytist á morgun þegar Aníta fær alvöru keppni í 800 metra hlaupinu í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna, RIG. Samkeppnin verður vissulega mikil í 800 metra hlaupi kvenna en annar erlendu keppendanna, Rose-Anne Galligan sem er 26 ára Íri, á betri tíma en Aníta í greininni innanhúss. Aline Krebs frá Þýskalandi verður einnig með en bæði Galligan og Aníta eiga betri tíma en sú þýska. Galligan bætti 19 ára gamalt írskt met í 800 metrunum á Demantamóti í London síðastliðið sumar þegar hún kom í mark á tímanum 2:00,58 mínútum. Besti tími hennar innanhúss er hins vegar 2:02,84 mínútur. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur.Vísir/VilhelmAníta er ekki sú eina sem fær erlenda samkeppni á þessu móti. Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafinn í langstökki (6,36 metrar), reynir sig á móti Sosthene Taroum Moguenera, 24 ára langstökkvara frá Þýskalandi, en Moguenera á best 7,04 metra frá því á síðasta ári. Hafdís fær einnig hörkukeppni frá Bretanum Amy Harris, bæði í langstökki og í 60 metra hlaupi.Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlauparinn efnilegi úr UFA, fær að spreyta sig í 60 metra hlaupi á móti Mark Lewis-Francis sem var meðlimur í bresku 4x100 m boðhlaupssveitinni sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. FH-ingurinn Kristinn Torfason fær verðuga keppni í langstökki karla en hann mætir þá Dananum Morten Jensen og Bretanum Daniel Gardiner. Jensen á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011. Daniel Gardiner keppir líka í 60 metra hlaupinu. Frjálsíþróttakeppni RIG fer fram milli 13.00 og 15.30 á morgun en hápunkturinn er án efa 800 metra hlaupið hennar Anítu sem hefst klukkan 14.15. Þar fær efnilegasta íþróttakona Íslands vonandi mikla hvatningu í baráttunni við sterka erlenda keppendur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sjá meira
Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir hefur verið í algjörum sérflokki í sinni aðalgrein á mótum sínum á Íslandi undanfarið og oftast hlaupið keppnislaust í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Það breytist á morgun þegar Aníta fær alvöru keppni í 800 metra hlaupinu í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna, RIG. Samkeppnin verður vissulega mikil í 800 metra hlaupi kvenna en annar erlendu keppendanna, Rose-Anne Galligan sem er 26 ára Íri, á betri tíma en Aníta í greininni innanhúss. Aline Krebs frá Þýskalandi verður einnig með en bæði Galligan og Aníta eiga betri tíma en sú þýska. Galligan bætti 19 ára gamalt írskt met í 800 metrunum á Demantamóti í London síðastliðið sumar þegar hún kom í mark á tímanum 2:00,58 mínútum. Besti tími hennar innanhúss er hins vegar 2:02,84 mínútur. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur.Vísir/VilhelmAníta er ekki sú eina sem fær erlenda samkeppni á þessu móti. Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafinn í langstökki (6,36 metrar), reynir sig á móti Sosthene Taroum Moguenera, 24 ára langstökkvara frá Þýskalandi, en Moguenera á best 7,04 metra frá því á síðasta ári. Hafdís fær einnig hörkukeppni frá Bretanum Amy Harris, bæði í langstökki og í 60 metra hlaupi.Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlauparinn efnilegi úr UFA, fær að spreyta sig í 60 metra hlaupi á móti Mark Lewis-Francis sem var meðlimur í bresku 4x100 m boðhlaupssveitinni sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. FH-ingurinn Kristinn Torfason fær verðuga keppni í langstökki karla en hann mætir þá Dananum Morten Jensen og Bretanum Daniel Gardiner. Jensen á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011. Daniel Gardiner keppir líka í 60 metra hlaupinu. Frjálsíþróttakeppni RIG fer fram milli 13.00 og 15.30 á morgun en hápunkturinn er án efa 800 metra hlaupið hennar Anítu sem hefst klukkan 14.15. Þar fær efnilegasta íþróttakona Íslands vonandi mikla hvatningu í baráttunni við sterka erlenda keppendur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sjá meira