Aníta fær alvöru keppni í Laugardalnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2014 06:00 Aníta Hinriksdóttir keppti á Meistaramóti 15 til 22 ára í Laugardalshöllinni og hér er hún í 200 metra hlaupi. Vísir/Vilhelm Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir hefur verið í algjörum sérflokki í sinni aðalgrein á mótum sínum á Íslandi undanfarið og oftast hlaupið keppnislaust í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Það breytist á morgun þegar Aníta fær alvöru keppni í 800 metra hlaupinu í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna, RIG. Samkeppnin verður vissulega mikil í 800 metra hlaupi kvenna en annar erlendu keppendanna, Rose-Anne Galligan sem er 26 ára Íri, á betri tíma en Aníta í greininni innanhúss. Aline Krebs frá Þýskalandi verður einnig með en bæði Galligan og Aníta eiga betri tíma en sú þýska. Galligan bætti 19 ára gamalt írskt met í 800 metrunum á Demantamóti í London síðastliðið sumar þegar hún kom í mark á tímanum 2:00,58 mínútum. Besti tími hennar innanhúss er hins vegar 2:02,84 mínútur. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur.Vísir/VilhelmAníta er ekki sú eina sem fær erlenda samkeppni á þessu móti. Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafinn í langstökki (6,36 metrar), reynir sig á móti Sosthene Taroum Moguenera, 24 ára langstökkvara frá Þýskalandi, en Moguenera á best 7,04 metra frá því á síðasta ári. Hafdís fær einnig hörkukeppni frá Bretanum Amy Harris, bæði í langstökki og í 60 metra hlaupi.Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlauparinn efnilegi úr UFA, fær að spreyta sig í 60 metra hlaupi á móti Mark Lewis-Francis sem var meðlimur í bresku 4x100 m boðhlaupssveitinni sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. FH-ingurinn Kristinn Torfason fær verðuga keppni í langstökki karla en hann mætir þá Dananum Morten Jensen og Bretanum Daniel Gardiner. Jensen á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011. Daniel Gardiner keppir líka í 60 metra hlaupinu. Frjálsíþróttakeppni RIG fer fram milli 13.00 og 15.30 á morgun en hápunkturinn er án efa 800 metra hlaupið hennar Anítu sem hefst klukkan 14.15. Þar fær efnilegasta íþróttakona Íslands vonandi mikla hvatningu í baráttunni við sterka erlenda keppendur. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Sjá meira
Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir hefur verið í algjörum sérflokki í sinni aðalgrein á mótum sínum á Íslandi undanfarið og oftast hlaupið keppnislaust í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Það breytist á morgun þegar Aníta fær alvöru keppni í 800 metra hlaupinu í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna, RIG. Samkeppnin verður vissulega mikil í 800 metra hlaupi kvenna en annar erlendu keppendanna, Rose-Anne Galligan sem er 26 ára Íri, á betri tíma en Aníta í greininni innanhúss. Aline Krebs frá Þýskalandi verður einnig með en bæði Galligan og Aníta eiga betri tíma en sú þýska. Galligan bætti 19 ára gamalt írskt met í 800 metrunum á Demantamóti í London síðastliðið sumar þegar hún kom í mark á tímanum 2:00,58 mínútum. Besti tími hennar innanhúss er hins vegar 2:02,84 mínútur. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur.Vísir/VilhelmAníta er ekki sú eina sem fær erlenda samkeppni á þessu móti. Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafinn í langstökki (6,36 metrar), reynir sig á móti Sosthene Taroum Moguenera, 24 ára langstökkvara frá Þýskalandi, en Moguenera á best 7,04 metra frá því á síðasta ári. Hafdís fær einnig hörkukeppni frá Bretanum Amy Harris, bæði í langstökki og í 60 metra hlaupi.Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlauparinn efnilegi úr UFA, fær að spreyta sig í 60 metra hlaupi á móti Mark Lewis-Francis sem var meðlimur í bresku 4x100 m boðhlaupssveitinni sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. FH-ingurinn Kristinn Torfason fær verðuga keppni í langstökki karla en hann mætir þá Dananum Morten Jensen og Bretanum Daniel Gardiner. Jensen á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011. Daniel Gardiner keppir líka í 60 metra hlaupinu. Frjálsíþróttakeppni RIG fer fram milli 13.00 og 15.30 á morgun en hápunkturinn er án efa 800 metra hlaupið hennar Anítu sem hefst klukkan 14.15. Þar fær efnilegasta íþróttakona Íslands vonandi mikla hvatningu í baráttunni við sterka erlenda keppendur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Sjá meira