Nikitaclothing.com var valinn besti vefurinn á íslensku vefverðlaununum, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói í dag.
„Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna framúrskarandi verkefni og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000 og hafa vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður,“ segir í fréttatilkynningu frá Samtökum vefiðnaðarins.
Hér fylgja verðlaunahafar hinna flokkanna þrettán.
Athyglisverðasta verkefnið, sem kosið var af félagsmönnum SVEF er spurningaleikurinn QuizUp.
Besti fyrirtækjavefurinn, í flokknum lítil og meðalstór fyrirtæki, er nikitaclothing.com.
Besti fyrirtækjavefurinn, í flokknum stærri fyrirtæki, er alvogen.com.
Aðgengilegasti vefurinn er vefur Fjársýslu ríkisins, fjs.is.
Besti innri vefurinn er þjónustuvefur Mílu, thonusta.mila.is.
Besta appið er QuizUp.
Mesta markaðsherferðin á netinu er herferðin Höldum fókus.
Besti einstaklingsvefurinn er haraldurthorleifsson.com.
Besti „non-profit“ vefurinn er vegvisir.is.
Besti vefmiðillinn er visindavefur.is.
Besti opinberi vefurinn er vefur Matís, matis.is.
Frumlegasti vefurinn er draumamadurinn.is.
Vefurinn með bestu hönnunina og viðmótið eru haraldurthorleifsson.com.
QuizUp með tvenn verðlaun
Samúel Karl Ólason skrifar
