Íbúðin í Hraunbæ enn innsigluð Hjörtur Hjartarson skrifar 31. janúar 2014 19:15 Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira