Durant-dagar í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Kevin Durant Vísir/NordicPhotos/Getty Hann segist vera orðinn þreyttur á því að lenda í öðru sæti. Hann var valinn annar í nýliðavalinu 2007, varð í öðru sæti í lokaúrslitunum með Oklahoma City Thunder árið 2012 og hefur þrisvar endað í öðru sæti í kosningunni á besta leikmanni NBA-deildarinnar á síðustu fjórum árum. Eins og Kevin Durant er að spila þessa dagana virðist fátt ætla að koma í veg fyrir það að hann verði loksins fyrstur.Skýr skilaboð inni á vellinum Kevin Durant sendi skýr skilaboð til „valnefndarinnar“ og allra liða í NBA-deildinni með frábærum leik sínum og liðsfélaga hans í bursti á meisturunum í Miami í fyrrinótt. Oklahoma City lenti 2-18 undir í byrjun og missti Durant fljótlega af velli með 2 villur. Hann og liðið komu hins vegar sterkt til baka, vann sig inn í leikinn og hreinlega lék sér síðan að meisturunum í seinni hálfleik og það á hinum ógnarsterka heimavelli Miami. Frammistaða Kevins Durant í janúarmánuði er svo sannarlega á leiðinni í sögubækurnar og það sem meira er að hann er að ná þessum ótrúlegu tölum um leið og hann leiðir lið sitt á glæsilegri sigurgöngu. Hann hefur skorað yfir 30 stig í tólf síðustu leikjum og því hafa aðeins tveir leikmenn náð á síðustu 30 árum. „Það er enginn sem getur dekkað hann einn á einn. Frábær sókn sigrar alltaf frábæra vörn. KD er frábær sóknarmaður,“ sagði LeBron James í aðdraganda viðureignar þeirra félaga sem var máluð upp sem uppgjör tveggja bestu körfuboltamanna heims. James reyndi sitt, spilaði oft frábæra vörn á Durant sem átti vissulega þátt í því að Durant var seinn í gang. En í stað þess að brotna við mótlætið eins og í úrslitakeppninni í fyrra þá kom KD sér aftur á sporið og bætti enn einum 30 stiga leiknum í safnið.Eins og hjá Magic og Bird James hélt áfram að hrósa Durant en þeir hafa alltaf verið miklir félagar og orðalag þeirra og framkoma er farið að minna á tímana þegar Magic Johnson og Larry Bird kepptu um titlana, bæði meistaratitilinn og hver væri kosinn bestur í deildinni. „KD hefur alltaf getað sett boltann í jörðina og hann hefur alltaf verið góður sendingamaður. Það er eins og fólk sé fyrst að átta sig á þessu núna,“ sagði James en það sem er að gera útslagið núna er þessi nýtilkomni andlegi styrkur Durants. KD hefur alltaf virkað frekar brothættur inni á vellinum og hefur oft skort slagkraftinn þegar mest hefur legið við. Þegar hann er farinn að blómstra við þær aðstæður þá er ekki hægt að líta framhjá honum aftur. „Það hefði verið gaman að hreinsa völlinn og láta þá keppa bara 1 á 1,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder, kátur eftir leikinn en hann þarf ekki að segja neitt um KD. Durant leggur mest á sig af öllum leikmönnum og er liðsfélögum sínum fyrirmynd innan sem utan vallar. Það hafa vissulega verið miklu meiri byrðar lagðar á Durant vegna meiðsla Russells Westbrook. Durant virkaði óöruggur og týndur án vængmannsins síns í vor en nú er allt annað uppi á teningnum. Hann hafði tapað 13 af fyrstu 15 viðureignum sínum á móti LeBron James en fór nú fyrir sannfærandi sigri á stóra sviðinu. Tákn um breytta tíma, hver veit?Hvernig er hægt að stoppa hann? En af hverju er hann svona góður? Jú, hvernig er hægt að stoppa 206 cm háan leikmann, sem hreyfir sig eins og bakvörður, er ein allra besta skytta deildarinnar og leggur höfuðáherslu á að spila fyrir liðið. Hann tekur vissulega mörg skot en það er af því að hann þarf að gera það og skot frá Durant hvaðan sem er á vellinum telst nú betra en flest skot hjá öðrum leikmönnum. Durant komst í 50-40-90 nýtinga klúbbinn í fyrra en þar eru fyrir aðeins þeir Steve Nash, Larry Bird, Mark Price, Reggie Miller og Dirk Nowitzki. Hér er átt við að vera með að lágmarki 50 prósenta skotnýtingu, 40 prósenta þriggja stiga nýtingu og 90 prósenta vítanýtingu. KD þarf að laga aðeins vítanýtinguna sína til að ná þessu aftur í ár. Það segir sig sjálft að það er erfitt að stoppa mann sem getur búið til sitt eigið skot, er í færi langt út fyrir þriggja stiga línu og nær ómögulegt er að blokka því hann hoppar svo hátt í stökkskoti sínu. Oklahoma City Thunder vann þarna sinn níunda sigur í röð, er efst í Vesturdeildinni og aðeins einum sigurleik frá því að vera með besta árangurinn í allri deildinni. Það eru því mörg rök fyrir því að KD verði loksins kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Þeir sem elskuðu einvígi Magic og Birds ættu að fara að hlakka til að upplifa einvígi Kevins Durant og LeBrons James. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Hann segist vera orðinn þreyttur á því að lenda í öðru sæti. Hann var valinn annar í nýliðavalinu 2007, varð í öðru sæti í lokaúrslitunum með Oklahoma City Thunder árið 2012 og hefur þrisvar endað í öðru sæti í kosningunni á besta leikmanni NBA-deildarinnar á síðustu fjórum árum. Eins og Kevin Durant er að spila þessa dagana virðist fátt ætla að koma í veg fyrir það að hann verði loksins fyrstur.Skýr skilaboð inni á vellinum Kevin Durant sendi skýr skilaboð til „valnefndarinnar“ og allra liða í NBA-deildinni með frábærum leik sínum og liðsfélaga hans í bursti á meisturunum í Miami í fyrrinótt. Oklahoma City lenti 2-18 undir í byrjun og missti Durant fljótlega af velli með 2 villur. Hann og liðið komu hins vegar sterkt til baka, vann sig inn í leikinn og hreinlega lék sér síðan að meisturunum í seinni hálfleik og það á hinum ógnarsterka heimavelli Miami. Frammistaða Kevins Durant í janúarmánuði er svo sannarlega á leiðinni í sögubækurnar og það sem meira er að hann er að ná þessum ótrúlegu tölum um leið og hann leiðir lið sitt á glæsilegri sigurgöngu. Hann hefur skorað yfir 30 stig í tólf síðustu leikjum og því hafa aðeins tveir leikmenn náð á síðustu 30 árum. „Það er enginn sem getur dekkað hann einn á einn. Frábær sókn sigrar alltaf frábæra vörn. KD er frábær sóknarmaður,“ sagði LeBron James í aðdraganda viðureignar þeirra félaga sem var máluð upp sem uppgjör tveggja bestu körfuboltamanna heims. James reyndi sitt, spilaði oft frábæra vörn á Durant sem átti vissulega þátt í því að Durant var seinn í gang. En í stað þess að brotna við mótlætið eins og í úrslitakeppninni í fyrra þá kom KD sér aftur á sporið og bætti enn einum 30 stiga leiknum í safnið.Eins og hjá Magic og Bird James hélt áfram að hrósa Durant en þeir hafa alltaf verið miklir félagar og orðalag þeirra og framkoma er farið að minna á tímana þegar Magic Johnson og Larry Bird kepptu um titlana, bæði meistaratitilinn og hver væri kosinn bestur í deildinni. „KD hefur alltaf getað sett boltann í jörðina og hann hefur alltaf verið góður sendingamaður. Það er eins og fólk sé fyrst að átta sig á þessu núna,“ sagði James en það sem er að gera útslagið núna er þessi nýtilkomni andlegi styrkur Durants. KD hefur alltaf virkað frekar brothættur inni á vellinum og hefur oft skort slagkraftinn þegar mest hefur legið við. Þegar hann er farinn að blómstra við þær aðstæður þá er ekki hægt að líta framhjá honum aftur. „Það hefði verið gaman að hreinsa völlinn og láta þá keppa bara 1 á 1,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder, kátur eftir leikinn en hann þarf ekki að segja neitt um KD. Durant leggur mest á sig af öllum leikmönnum og er liðsfélögum sínum fyrirmynd innan sem utan vallar. Það hafa vissulega verið miklu meiri byrðar lagðar á Durant vegna meiðsla Russells Westbrook. Durant virkaði óöruggur og týndur án vængmannsins síns í vor en nú er allt annað uppi á teningnum. Hann hafði tapað 13 af fyrstu 15 viðureignum sínum á móti LeBron James en fór nú fyrir sannfærandi sigri á stóra sviðinu. Tákn um breytta tíma, hver veit?Hvernig er hægt að stoppa hann? En af hverju er hann svona góður? Jú, hvernig er hægt að stoppa 206 cm háan leikmann, sem hreyfir sig eins og bakvörður, er ein allra besta skytta deildarinnar og leggur höfuðáherslu á að spila fyrir liðið. Hann tekur vissulega mörg skot en það er af því að hann þarf að gera það og skot frá Durant hvaðan sem er á vellinum telst nú betra en flest skot hjá öðrum leikmönnum. Durant komst í 50-40-90 nýtinga klúbbinn í fyrra en þar eru fyrir aðeins þeir Steve Nash, Larry Bird, Mark Price, Reggie Miller og Dirk Nowitzki. Hér er átt við að vera með að lágmarki 50 prósenta skotnýtingu, 40 prósenta þriggja stiga nýtingu og 90 prósenta vítanýtingu. KD þarf að laga aðeins vítanýtinguna sína til að ná þessu aftur í ár. Það segir sig sjálft að það er erfitt að stoppa mann sem getur búið til sitt eigið skot, er í færi langt út fyrir þriggja stiga línu og nær ómögulegt er að blokka því hann hoppar svo hátt í stökkskoti sínu. Oklahoma City Thunder vann þarna sinn níunda sigur í röð, er efst í Vesturdeildinni og aðeins einum sigurleik frá því að vera með besta árangurinn í allri deildinni. Það eru því mörg rök fyrir því að KD verði loksins kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Þeir sem elskuðu einvígi Magic og Birds ættu að fara að hlakka til að upplifa einvígi Kevins Durant og LeBrons James.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira