Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. júlí 2014 07:15 Framtíð hornóttra sem og kollóttra er í tvísýnu á Háafelli. Jóhanna bíður svars frá ráðherra sem hvatti forvera sinn til að bregðast við þeirri hættu sem steðjaði að íslenska geitfjárstofninum. Ef ekkert verður að gert mun geitfjárbúið á Háafelli í Hvítársíðu fara á uppboð um miðjan september. Þar eru um 22 prósent af íslenska geitastofninum, sem telur rúm átta hundruð dýr, og þar eru 95 prósent af kollótta hluta geitastofnsins. Jón Hallsteinn Hallsson, formaður erfðanefndar, segir að þar hafi menn áhyggjur af framvindu mála. „Annars vegar vegna erfðafjölbreytileika íslenska geitfjárstofnsins,“ segir hann. „Og hins vegar vegna þeirrar sérstöðu sem þetta bú hefur. Það er í raun eina ræktunarbúið hér á landi þar sem einhver möguleiki er á því að nýta afurðirnar. Við teljum að þarna hafi verið unnið frumkvöðlastarf til dæmis varðandi þróun afurða og það er áhyggjuefni ef sú vinna fer forgörðum án þess að möguleikarnir séu fullreyndir. Því ef þetta fer úrskeiðis þá er það mér stórlega til efs að einhver fáist til að reyna þetta aftur.“ Skuldir búsins jukust um tíu milljónir í hruninu en þá var enn lítið um tekjur í þessu þróunarstarfi, segir Jóhanna B. Þorvaldsdóttir sem rekur búið ásamt Þorbirni Oddssyni. Sigurður Ingi Jóhannsson lagði fram tillögu til þingsályktunar fyrir kosningar 2013, ásamt Ásmundi Einari Daðasyni sem nú er aðstoðarmaður forsætisráðherra, um að atvinnu- og nýsköpunarráðherra beitti sér fyrir eflingu íslenska geitastofnsins. Þar segir að ef ekki verði brugðist við þeirri stöðu sem íslenski geitfjárstofninn er í sé hætt við að það verði um seinan. Eins og mönnum er kunnugt er Sigurður Ingi sjálfur orðinn landbúnaðarráðherra. Jóhanna bað um fund með honum í ágúst í fyrra ásamt fulltrúum sem eiga aðkomu að málinu. Ekkert hefur orðið af slíkum fundi þrátt fyrir ítrekun Jóhönnu. Hann hefur heldur ekki svarað spurningum Fréttablaðsins varðandi málið. Áhugi almennings virðist vera fyrir hendi því geitakjöt selst jafnóðum upp hjá Jóhönnu, eins er mikil eftirspurn eftir ostum sem Jóhanna getur þó ekki framleitt. „Ég hef ekki getað byggt upp nógu góða aðstöðu til að fá leyfi til ostagerðar,“ segir hún. Í fyrrasumar komu 3.400 gestir á búið til að fræðast um geiturnar og kaupa afurðir eins og sápur og krem. Eins hafa margir tekið geitur í fóstur. Segir hún að útlit sé fyrir jafnvel meiri aðsókn nú í sumar. „Það væri því sorglegt ef þetta færi forgörðum nú þegar ég er loks að sjá afrekstur erfiðisins,“ segir hún. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ef ekkert verður að gert mun geitfjárbúið á Háafelli í Hvítársíðu fara á uppboð um miðjan september. Þar eru um 22 prósent af íslenska geitastofninum, sem telur rúm átta hundruð dýr, og þar eru 95 prósent af kollótta hluta geitastofnsins. Jón Hallsteinn Hallsson, formaður erfðanefndar, segir að þar hafi menn áhyggjur af framvindu mála. „Annars vegar vegna erfðafjölbreytileika íslenska geitfjárstofnsins,“ segir hann. „Og hins vegar vegna þeirrar sérstöðu sem þetta bú hefur. Það er í raun eina ræktunarbúið hér á landi þar sem einhver möguleiki er á því að nýta afurðirnar. Við teljum að þarna hafi verið unnið frumkvöðlastarf til dæmis varðandi þróun afurða og það er áhyggjuefni ef sú vinna fer forgörðum án þess að möguleikarnir séu fullreyndir. Því ef þetta fer úrskeiðis þá er það mér stórlega til efs að einhver fáist til að reyna þetta aftur.“ Skuldir búsins jukust um tíu milljónir í hruninu en þá var enn lítið um tekjur í þessu þróunarstarfi, segir Jóhanna B. Þorvaldsdóttir sem rekur búið ásamt Þorbirni Oddssyni. Sigurður Ingi Jóhannsson lagði fram tillögu til þingsályktunar fyrir kosningar 2013, ásamt Ásmundi Einari Daðasyni sem nú er aðstoðarmaður forsætisráðherra, um að atvinnu- og nýsköpunarráðherra beitti sér fyrir eflingu íslenska geitastofnsins. Þar segir að ef ekki verði brugðist við þeirri stöðu sem íslenski geitfjárstofninn er í sé hætt við að það verði um seinan. Eins og mönnum er kunnugt er Sigurður Ingi sjálfur orðinn landbúnaðarráðherra. Jóhanna bað um fund með honum í ágúst í fyrra ásamt fulltrúum sem eiga aðkomu að málinu. Ekkert hefur orðið af slíkum fundi þrátt fyrir ítrekun Jóhönnu. Hann hefur heldur ekki svarað spurningum Fréttablaðsins varðandi málið. Áhugi almennings virðist vera fyrir hendi því geitakjöt selst jafnóðum upp hjá Jóhönnu, eins er mikil eftirspurn eftir ostum sem Jóhanna getur þó ekki framleitt. „Ég hef ekki getað byggt upp nógu góða aðstöðu til að fá leyfi til ostagerðar,“ segir hún. Í fyrrasumar komu 3.400 gestir á búið til að fræðast um geiturnar og kaupa afurðir eins og sápur og krem. Eins hafa margir tekið geitur í fóstur. Segir hún að útlit sé fyrir jafnvel meiri aðsókn nú í sumar. „Það væri því sorglegt ef þetta færi forgörðum nú þegar ég er loks að sjá afrekstur erfiðisins,“ segir hún.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira