Náttúrupassinn skilar allt að 5 milljörðum á næstu þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2014 12:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir segir náttúrupassann sanngjarna leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða og vonast eftir málefnalegri umræðu um frumvarp um hann á Alþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira