Náttúrupassinn skilar allt að 5 milljörðum á næstu þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2014 12:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir segir náttúrupassann sanngjarna leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða og vonast eftir málefnalegri umræðu um frumvarp um hann á Alþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Fiskveiðistjórnun, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Fiskveiðistjórnun, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira