Erlent

Hong Kong búar loka fyrir umferð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Lögregla beitti í nótt piparúða á mótmælendur sem höfðu í þúsundatali sest á götur og lokað fyrir umferð í miðborg Hong Kong. Yfirvöld segja að ekki verðið liðið að umferð verði teppt í fjármálahverfi borgarinnar þegar fjármálamarkaðir opna í fyrramálið.

Lýðræðissinnar krefjast þess að kosningar árið 2017 verði án afskipta kínverska stjórnvalda. Hong Kong hefur verið undir stjórn kínverska alþýðuveldisins frá árinu 1997 en nýtur takmarkaðrar sjálfstjórnar.




Tengdar fréttir

Mótmælendur hóta hertum aðgerðum

Leiðtogar mótmælenda í Hong Kong vöruðu við því að ef æðsti yfirmaður Hong Kong segði ekki af sér í gær myndu þeir fjölga mótmælaaðgerðum sínum, þar á meðal leggja undir sig þó nokkrar mikilvægar byggingar stjórnvalda.

Hóta enn frekari aðgerðum

Talið er að mótmælin í miðborg Hong Kong hafi náð hámarki í dag á þjóðhátíðardegi Kína. Mótmælendurnir hafa þó hótað að herða aðgerðir sínar enn frekar og ætla að leggja undir sig opinberar stjórnarbyggingar í miðborg Hong Kong, láti æðstu embættismenn ekki af störfum.

Táragasi beitt gegn mótmælendum

Lögreglumenn í Hong Kong hafa varið ákvörðun sína um að nota táragas og fleiri aðferðir til að hafa stjórn á mótmælendum í fjármálahverfi borgarinnar.

Leiðtogi Hong Kong hvetur mótmælendur til að halda heim á leið

Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, hvatti í nótt mótmælendur til þess að halda til síns heima og láta þegar í stað af mótmælum sínum. Ekki verður orðið við þessari beiðni því á meðal krafna mótmælenda er einmitt að Leung sjálfur segi af sér embætti.

Aukin harka í mótmælunum í Hong Kong

Aukin harka færðist í mótmælin í Hong Kong í dag eftir að æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, skipaði lögreglu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að hægt væri að opna opinberar skrifstofur og skóla á mánudag.

Lögreglan dregur sig í hlé í Hong Kong

Þúsundir mótmælenda eru nú á strætum Hong Kong borgar og hafa þeir tekið yfir fjármálahverfi borgarinnar og neita að yfirgefa svæðið.

Mótmælt í Hong Kong á þjóðhátíðardegi Kína

Yfirvöld og íbúar í Hong Kong búa sig nú undir fjölmennustu mótmælin í borginni til þessa en í dag er þjóðhátíðardagur Kínverja. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, en borgin hefur verið hluti af Kína frá árinu 1997, segir að kröfum mótmælenda verði aðeins svarað í góðri samvinnu við yfirvöld á kínverska meginlandinu.

Vilja fund með leiðtoga Hong Kong

Mótmælendur í Hong Kong krefjast fundar með Leung Chun-ying leiðtoga borgarinnar. Hann segir Kínverja ekki gefa neitt eftir.

Lýðræðislegar umbætur í limbói

Hong Kong var bresk nýlenda í rúm 150 ár og þekkja íbúar borgarinnar ekki hvað það er að stjórna sér alfarið sjálfir. Þrátt fyrir að Kínverjar leyfi Hong Kong-búum það að mestu eiga þeir samt erfitt með að færa kosningakerfið í lýðræðisátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×