Landspítalinn banni mótmæli bænahóps Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. desember 2014 07:00 Hópurinn hittist í hádeginu á hverjum þriðjudegi fyrir utan kvennadeildina og biður fyrir eyddum fóstrum. Fréttablaðið/Ernir „Ég vonast til þess að geta afhent Landspítalanum þennan undirskriftalista í þeirri von að stjórnendurnir endurskoði þessi mótmæli sem fram fara á lóð spítalans,“ segir Bryndís Björnsdóttir. Bryndís hefur hafið undirskriftasöfnun gegn mótmælum hópsins Lífsverndar. Fréttablaðið sagði frá því í október að í hádeginu á hverjum þriðjudegi hittist fyrir utan Kvennadeild Landspítalans hópur sem fer með bænir og biður fyrir eyddum fóstrum. Í samtali við Fréttablaðið sagði einn í hópnum, Denis O"Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, að þau væru að biðja fyrir þeim fóstrum sem væri eytt inni á deildinni. „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ sagði O"Leary, og tók fram að þau nálguðust ekki fólk að fyrra bragði.Bryndís BjörnsdóttirÍ greininni kom fram að félagsráðgjafi við kvennadeildina segði konur sem þangað leituðu ekki verða fyrir ónæði af völdum fólksins. Bryndís vill með undirskriftalistanum að forsvarsmenn spítalans íhugi það að meina hópnum að mótmæla á lóð spítalans. Konur sem þangað leiti eigi að geta gert það óáreittar. „Ég stórlega efast um að konur sem ganga þarna inn verði ekki fyrir áreiti,“ segir hún. „Þetta er málefni sem hefur verið lítið rætt um og er í mikilli skömm. Þögn yfir þessum mótmælum bera merki um það. Það er mikilvægt að það létti á því og þær konur sem gangi þarna inn mæti því vali sem þær vilja,“ segir Bryndís. Að sögn Bryndísar er það minnsta sem Landspítalinn getur gert að meina mótmælendum að vera á lóð spítalans. Þetta fólk geti haft sínar skoðanir en eigi ekki að viðra þær þarna. „Konur sem koma þarna inn eru í þeirri stöðu að þurfa að taka ákvörðun sem er mjög erfið. Þetta tel ég að Landspítalinn eigi að taka tillit til. Ef verið væri að mótmæla annars konar þjónustu Landspítalans þá væri ekki vel litið til þess ef fólk væri að því á lóð spítalans,“ segir Bryndís. Tengdar fréttir Að kunna sig Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. 12. desember 2014 07:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Segir bænahópinn áreitni fyrir konur „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi.“ 16. október 2014 07:00 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ég vonast til þess að geta afhent Landspítalanum þennan undirskriftalista í þeirri von að stjórnendurnir endurskoði þessi mótmæli sem fram fara á lóð spítalans,“ segir Bryndís Björnsdóttir. Bryndís hefur hafið undirskriftasöfnun gegn mótmælum hópsins Lífsverndar. Fréttablaðið sagði frá því í október að í hádeginu á hverjum þriðjudegi hittist fyrir utan Kvennadeild Landspítalans hópur sem fer með bænir og biður fyrir eyddum fóstrum. Í samtali við Fréttablaðið sagði einn í hópnum, Denis O"Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, að þau væru að biðja fyrir þeim fóstrum sem væri eytt inni á deildinni. „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ sagði O"Leary, og tók fram að þau nálguðust ekki fólk að fyrra bragði.Bryndís BjörnsdóttirÍ greininni kom fram að félagsráðgjafi við kvennadeildina segði konur sem þangað leituðu ekki verða fyrir ónæði af völdum fólksins. Bryndís vill með undirskriftalistanum að forsvarsmenn spítalans íhugi það að meina hópnum að mótmæla á lóð spítalans. Konur sem þangað leiti eigi að geta gert það óáreittar. „Ég stórlega efast um að konur sem ganga þarna inn verði ekki fyrir áreiti,“ segir hún. „Þetta er málefni sem hefur verið lítið rætt um og er í mikilli skömm. Þögn yfir þessum mótmælum bera merki um það. Það er mikilvægt að það létti á því og þær konur sem gangi þarna inn mæti því vali sem þær vilja,“ segir Bryndís. Að sögn Bryndísar er það minnsta sem Landspítalinn getur gert að meina mótmælendum að vera á lóð spítalans. Þetta fólk geti haft sínar skoðanir en eigi ekki að viðra þær þarna. „Konur sem koma þarna inn eru í þeirri stöðu að þurfa að taka ákvörðun sem er mjög erfið. Þetta tel ég að Landspítalinn eigi að taka tillit til. Ef verið væri að mótmæla annars konar þjónustu Landspítalans þá væri ekki vel litið til þess ef fólk væri að því á lóð spítalans,“ segir Bryndís.
Tengdar fréttir Að kunna sig Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. 12. desember 2014 07:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Segir bænahópinn áreitni fyrir konur „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi.“ 16. október 2014 07:00 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Að kunna sig Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. 12. desember 2014 07:00
Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30
Segir bænahópinn áreitni fyrir konur „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi.“ 16. október 2014 07:00