Erlent

Obama sagður ætla að setja auknar skorður á NSA

Mynd/AP
Búist er við því að Barack Obama forseti Bandaríkjanna muni innan tíðar setja mun fastari skorður við því í hve miklum mæli Þjóðaröryggisstofnun landsins, NSA, getur njósnað um þjóðarleiðtoga annarra ríkja.

Þá er einnig búist við því að forsetinn muni skerða mjög möguleika stofnunarinnar til þess að komast í upplýsingar um símnotkun íbúa í Bandaríkjunum.

Frá þessu greinir AP fréttastofan og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Hvíta húsinu en þar hefur verið í gangi vinna við endurskoðun þessara mála eftir að uppljóstrarinn Edward Snowden afhjúpaði viðamikla njósnastarfsemi NSA. Búist er við því að forsetinn greini frá ákvörðun sinni í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×