Sport

Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Marshawn Lynch.
Marshawn Lynch. Nordicphotos/Getty
Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. ESPN greinir frá.

Hlauparinn knái hjá Seattle Seahawks í NFL-deildinni fékk sekt á dögunum fyrir að tjá sig ekki, þ.e. ekki nógu reglulega. Forsvarsmenn NFL-deildarinnar áttuðu sig á því á dögunum að Lynch hefði sniðgengið fréttamenn á tímabilinu sem samrýmist ekki reglum deildarinnar.

Lynch gaf sig reyndar aldrei þessu vant á tal við fréttamenn síðastliðinn föstudag. Það var hins vegar of seint að mati forsvarsmanna deildarinnar.

Sekt Lynch nemur 50 þúsund dölum eða jafnvirði um 6 milljóna íslenskra króna. Seahawks tekur á móti New Orleans í úrslitakeppninni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×