Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Heimir Már Pétursson skrifar 6. janúar 2014 13:36 Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugðið við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. mynd/pjetur Sigurður Ólason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir Seðlabanka Íslands í þrígang hafa orðið uppvísan að því að reikna vitlaust þegar kemur að útflutningi fyrirtækisins, sem bæði fyrirtækið og forstjóri félagsins hafa verið kærð fyrir. Sigurður skrifar pistil á heimasíðu félagsins í dag um útreikninga Seðlabankans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum við útflutning á sjávarafurðum. En í sem einföldustu máli felst ásökun bankans í þvi að Samherji gefi upp lægra verð til fyrirtækja sem tengjast eða eru í eigu Samherja í útlöndum en til ótengdra aðila. Í greininni segir Sigurður að Samherji hafi loks fengið í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur félaginu. Það sé ekki laust við að mönnum hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar séu viðhafðir.Mismunandi söluskilmálarTil að búa til hið svo kallaða undirverð leggi Seðlabanki Íslands að jöfnu sölureikninga með mismunandi söluskilmálum inn á ólík markaðssvæði. Þessir mismunandi skilmálar geri það að verkum að í öðru tilvikinu beri söluaðilinn allan kostnað upp að dyrum kaupanda, þar með talda tolla (DDP skilmálar), en í hinu tilvikinu sé það kaupandinn sem beri þann kostnað (CIF skilmálar). Sigurður segir Seðlabankann í þrígang uppvísan að því að reikna vitlaust.Sigurður Ólasonmynd/samherji„Í upphafi þegar Seðlabankinn fær húsleitarheinmildina, fara þeir fram með útreikning í karfa og þar er í rauninni skekkja upp á þúsundir prósenta sem við höfum í rauninni sýnt fram á á heimasíðunni okkar áður. Síðan aftur í maí, þá er það í annað skiptið. Þá leggja þeir fyrir gögn í Hæstarétti þar sem útreikningar eru einnig rangir og þeim gögnum leyndu þeir fyrir okkur,“ segir Sigurður. Og í nýjustu gögnunum komi fram að Seðlabankinn hafi í þriðja sinn reiknað vitlaust.Mönnum hjá Samherja brugðið„Og manni er raunverulega brugðið að sjá hvað þeir gera þar, því þeir setja fram skilgreiningu á þessum söluskilmálum CIF og DDP. Sem þýðir að þeir vita mismuninn á þessu. En samt sem áður, til að reikna þennan mismun sem þeir fá fram á þessu tímabili þá bera þeir þetta að jöfnu. Þá taka þeir ekki tillit til mismunandi kostnaðar sem er fólgin í þessum söluskilmálum,“ Sigurður.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er kærður af Seðlabanka Íslands sem stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood vegna sölu á rúmum 5.000 kg af bleikju til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og nemur fjárhæð hinna meintu brota rúmum 2 milljónum króna eða sem samsvarar 0,002% af veltu félagsins. Sigurður segir að þannig sé kært fyrir sölu sem gaf samkvæmt útreikningum Seðlabankans 21% lægra verð til tengds aðila en sem í raun skilaði 1% hærra verði til Ice Fresh Seafood þegar fyrirtækið var búið að greiða öll þau gjöld sem því var skylt samkvæmt söluskilmálum. Í öllum tilfellum hafi Seðlabankinn borið saman CIF verð til tengds aðila við DDP verð til ótengds aðila til að búa til svo kallað undirverð.Og þessir mismunandi skilmálar, það er alveg eðilegt að ykkar mat að þeir séu viðhafðir?„Þetta eru bara eðlilegir söluskilmálar. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvor aðilinn ber tolla, aðflutningsgjöld og annað. DDP þýðir í raun að söluaðilinn ber kostnaðinn upp að dyrum kaupandans Þannig að þá er verðið á vörunni það sama,“ segir Sigurður. Mönnum sé brugðið við þessar reikningskúnstir Seðlabankans því bankinn skilji augljóslega mismuninn á þessum tveimur mismunandi verðum.Þannig að þetta mál mun falla um sjálft sig, farði það einhvern tíma fyrir dómstóla, að ykkar mati?„Ég get ekki séð annað. Því reikningarnir sem þetta byggir á, þessar kærur eru bara rangar,“ segir Sigurður Ólason. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Sigurður Ólason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir Seðlabanka Íslands í þrígang hafa orðið uppvísan að því að reikna vitlaust þegar kemur að útflutningi fyrirtækisins, sem bæði fyrirtækið og forstjóri félagsins hafa verið kærð fyrir. Sigurður skrifar pistil á heimasíðu félagsins í dag um útreikninga Seðlabankans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum við útflutning á sjávarafurðum. En í sem einföldustu máli felst ásökun bankans í þvi að Samherji gefi upp lægra verð til fyrirtækja sem tengjast eða eru í eigu Samherja í útlöndum en til ótengdra aðila. Í greininni segir Sigurður að Samherji hafi loks fengið í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur félaginu. Það sé ekki laust við að mönnum hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar séu viðhafðir.Mismunandi söluskilmálarTil að búa til hið svo kallaða undirverð leggi Seðlabanki Íslands að jöfnu sölureikninga með mismunandi söluskilmálum inn á ólík markaðssvæði. Þessir mismunandi skilmálar geri það að verkum að í öðru tilvikinu beri söluaðilinn allan kostnað upp að dyrum kaupanda, þar með talda tolla (DDP skilmálar), en í hinu tilvikinu sé það kaupandinn sem beri þann kostnað (CIF skilmálar). Sigurður segir Seðlabankann í þrígang uppvísan að því að reikna vitlaust.Sigurður Ólasonmynd/samherji„Í upphafi þegar Seðlabankinn fær húsleitarheinmildina, fara þeir fram með útreikning í karfa og þar er í rauninni skekkja upp á þúsundir prósenta sem við höfum í rauninni sýnt fram á á heimasíðunni okkar áður. Síðan aftur í maí, þá er það í annað skiptið. Þá leggja þeir fyrir gögn í Hæstarétti þar sem útreikningar eru einnig rangir og þeim gögnum leyndu þeir fyrir okkur,“ segir Sigurður. Og í nýjustu gögnunum komi fram að Seðlabankinn hafi í þriðja sinn reiknað vitlaust.Mönnum hjá Samherja brugðið„Og manni er raunverulega brugðið að sjá hvað þeir gera þar, því þeir setja fram skilgreiningu á þessum söluskilmálum CIF og DDP. Sem þýðir að þeir vita mismuninn á þessu. En samt sem áður, til að reikna þennan mismun sem þeir fá fram á þessu tímabili þá bera þeir þetta að jöfnu. Þá taka þeir ekki tillit til mismunandi kostnaðar sem er fólgin í þessum söluskilmálum,“ Sigurður.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er kærður af Seðlabanka Íslands sem stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood vegna sölu á rúmum 5.000 kg af bleikju til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og nemur fjárhæð hinna meintu brota rúmum 2 milljónum króna eða sem samsvarar 0,002% af veltu félagsins. Sigurður segir að þannig sé kært fyrir sölu sem gaf samkvæmt útreikningum Seðlabankans 21% lægra verð til tengds aðila en sem í raun skilaði 1% hærra verði til Ice Fresh Seafood þegar fyrirtækið var búið að greiða öll þau gjöld sem því var skylt samkvæmt söluskilmálum. Í öllum tilfellum hafi Seðlabankinn borið saman CIF verð til tengds aðila við DDP verð til ótengds aðila til að búa til svo kallað undirverð.Og þessir mismunandi skilmálar, það er alveg eðilegt að ykkar mat að þeir séu viðhafðir?„Þetta eru bara eðlilegir söluskilmálar. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvor aðilinn ber tolla, aðflutningsgjöld og annað. DDP þýðir í raun að söluaðilinn ber kostnaðinn upp að dyrum kaupandans Þannig að þá er verðið á vörunni það sama,“ segir Sigurður. Mönnum sé brugðið við þessar reikningskúnstir Seðlabankans því bankinn skilji augljóslega mismuninn á þessum tveimur mismunandi verðum.Þannig að þetta mál mun falla um sjálft sig, farði það einhvern tíma fyrir dómstóla, að ykkar mati?„Ég get ekki séð annað. Því reikningarnir sem þetta byggir á, þessar kærur eru bara rangar,“ segir Sigurður Ólason.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira