NFL: Kaepernick vann í kuldanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2014 09:29 Mynd/AP Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers NFL Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Sjá meira
Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers
NFL Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Sjá meira
Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga