Schumacher er 45 ára í dag | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. janúar 2014 08:45 Michael Schumacher. Nordic Photos / Getty „Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
„Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira