Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. janúar 2014 19:46 Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. Þetta er eitt af áramótaheitum borgarstjórans. Hann óttast að hryðjuverkaárasir gætu fylgt erlendum herskipum til Reykjavíkur. „Mig langar að gera Reykjavík að friðarborg heimsins - að þegar fólk hugsar um frið, þá hugsi það um Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr sem fagnar 47 ára afmæli sínu í dag. Jón hefur mjög eindregið verið á móti komu komu herskipa og herflugvéla ti Reykjavíkur frá því að hann tók við sem borgarstjóri árið 2010. Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn með komu herskipa. „Það er raunhæfur möguleiki á að einhverjum dytti það í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“Dregur úr komu herflugvéla til Reykjavíkur Borgarstjóra hefur tekist að draga úr komu herflugvéla til landsins á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá lentu 54 herflugvélar í Reykjavík árið 2011 en voru 21 árið á eftir. Verður engin tekjumissir fyrir Reykjavíkurborg að vísa frá herflugvélum og skipum? „Ég held að það verði enginn umtalsverður tekjumissir og tekjurnar haldast alltaf innanlands. Það verða einhverjir aðrir sem fá þær tekjur,“ segir Jón. Íslensku varðskipin eru vopnum búin. Mætti ekki skilgreina þau sem herskip? „Ég er ekki að fara út í þetta vegna þess að þetta er einfalt - þetta er flókið. Ég vil meina að það sé stór munur á sjálfsvörn og árás.“Brand og Bono segja hugmyndina frábæra Jón segir að hugmyndir sínar um herlausa Reykjavík njóti mikils stuðnings. „Ég hef rætt þetta við Russell Brand og Bono og þeir segja báðir að þetta sé frábær hugmynd. Þetta er frábær hugmynd. Það er fullt af tækifærum í friði. Friður er ekki bara hugmynd - friður er líka peningur.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. Þetta er eitt af áramótaheitum borgarstjórans. Hann óttast að hryðjuverkaárasir gætu fylgt erlendum herskipum til Reykjavíkur. „Mig langar að gera Reykjavík að friðarborg heimsins - að þegar fólk hugsar um frið, þá hugsi það um Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr sem fagnar 47 ára afmæli sínu í dag. Jón hefur mjög eindregið verið á móti komu komu herskipa og herflugvéla ti Reykjavíkur frá því að hann tók við sem borgarstjóri árið 2010. Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn með komu herskipa. „Það er raunhæfur möguleiki á að einhverjum dytti það í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“Dregur úr komu herflugvéla til Reykjavíkur Borgarstjóra hefur tekist að draga úr komu herflugvéla til landsins á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá lentu 54 herflugvélar í Reykjavík árið 2011 en voru 21 árið á eftir. Verður engin tekjumissir fyrir Reykjavíkurborg að vísa frá herflugvélum og skipum? „Ég held að það verði enginn umtalsverður tekjumissir og tekjurnar haldast alltaf innanlands. Það verða einhverjir aðrir sem fá þær tekjur,“ segir Jón. Íslensku varðskipin eru vopnum búin. Mætti ekki skilgreina þau sem herskip? „Ég er ekki að fara út í þetta vegna þess að þetta er einfalt - þetta er flókið. Ég vil meina að það sé stór munur á sjálfsvörn og árás.“Brand og Bono segja hugmyndina frábæra Jón segir að hugmyndir sínar um herlausa Reykjavík njóti mikils stuðnings. „Ég hef rætt þetta við Russell Brand og Bono og þeir segja báðir að þetta sé frábær hugmynd. Þetta er frábær hugmynd. Það er fullt af tækifærum í friði. Friður er ekki bara hugmynd - friður er líka peningur.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira