Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2014 18:43 Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista í gær. visir/stefán Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hafa ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis en íslenska liðið vann leikinn örugglega 33-27. Björn Bragi er umsjónarmaður EM stofunnar á RÚV, en í þættinum er fjallað um Evrópumótið í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku. Ummælin hafa vakið mikla reiði á Íslandi en sjónvarpsmaðurinn baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir leikinn. Björn baðst einnig afsökunar í samtali við blaðamann Vísis. Fjallað er um málið á þýsku vefsíðunni Sport1.de í dag en þar er greint frá ummælum Björns Braga. Fram kemur í frétt þýska miðilsins að sjónvarpsmaðurinn hafi nú þegar beðist afsökunar en austurríska handknattleikssambandið er aftur á móti með málið í skoðun og áskilur sér rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða. Einnig er fjallað um málið á austurrísku síðunni laola1.at en þar kemur fram að austurríska handknattleikssambandið líti málið alvarlegum augum. „Við erum ennþá að bíða eftir réttri þýðingu og staðfestingu á því að hann hafi látið þessi orð flakka en ef það reynist rétt munum við leita réttar okkar,“ segir Gerhard Hofbauer, forseti austurríska handknattleikssambandsins.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, er einnig allt annað en sáttur með ummæli Björns. „Það er ótrúlegt að einhver láti svona út úr sér. Sem Íslendingur skammast ég mín í raun fyrir svona ummæli og er það vægt til orða tekið," sagði Patrekur í samtali við síðuna. Tengdar fréttir „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira
Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hafa ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis en íslenska liðið vann leikinn örugglega 33-27. Björn Bragi er umsjónarmaður EM stofunnar á RÚV, en í þættinum er fjallað um Evrópumótið í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku. Ummælin hafa vakið mikla reiði á Íslandi en sjónvarpsmaðurinn baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir leikinn. Björn baðst einnig afsökunar í samtali við blaðamann Vísis. Fjallað er um málið á þýsku vefsíðunni Sport1.de í dag en þar er greint frá ummælum Björns Braga. Fram kemur í frétt þýska miðilsins að sjónvarpsmaðurinn hafi nú þegar beðist afsökunar en austurríska handknattleikssambandið er aftur á móti með málið í skoðun og áskilur sér rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða. Einnig er fjallað um málið á austurrísku síðunni laola1.at en þar kemur fram að austurríska handknattleikssambandið líti málið alvarlegum augum. „Við erum ennþá að bíða eftir réttri þýðingu og staðfestingu á því að hann hafi látið þessi orð flakka en ef það reynist rétt munum við leita réttar okkar,“ segir Gerhard Hofbauer, forseti austurríska handknattleikssambandsins.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, er einnig allt annað en sáttur með ummæli Björns. „Það er ótrúlegt að einhver láti svona út úr sér. Sem Íslendingur skammast ég mín í raun fyrir svona ummæli og er það vægt til orða tekið," sagði Patrekur í samtali við síðuna.
Tengdar fréttir „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27