Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2014 15:33 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi reynt að stöðva fréttaflutning DV og hafa áhrif á fréttaskrif með því að veitast óbeint að blaðamönnum. Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“ Lekamálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“
Lekamálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira