Landeigendur við Geysi halda fast í áform um gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2014 12:57 Landeigendur við Geysi segja álit umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að gjaldheimta Landeigendafélagsins við Geysi yrði ólögleg ekki breyta neinu um þeirra afstöðu. vísir/vilhelm Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira