„Við biðjum fyrir innbrotsþjófunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2014 14:30 „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim,“ segir Einar Friðjónsson. „Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
„Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira