Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2014 18:45 Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen. Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen.
Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33
Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39