Magnús Geir sækir um stöðu útvarpsstjóra Kristján Hjálmarsson skrifar 13. janúar 2014 11:51 Magnús Geir Þórðarson ætlar að sækja um útvarpsstjórastöðuna. Vísir/GVA Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri ætlar að sækja um stöðu útvarpsstjóra. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsmönnum Borgarleikhússins. Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rann út þann 6. janúar síðastliðinn. Fresturinn var hins vegar framlengdur og rann út í gær. Magnús Geir, sem situr í stjórn RÚV fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst því yfir að hann myndi ekki sækja um stöðuna. „Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið,“ segir Magnús Geir meðal annars í bréfinu.Nöfn umsækjanda um útvarpsstjórastöðuna verða birt síðar í dag.Bréf Magnúsar Geir til starfsmanna Borgarleikhússins má lesa í heild sinni hér:Kæru samstarfsmenn, góðu vinir. Þakka ykkur kærlega fyrir síðast og enn og aftur óska ég ykkur til hamingju með afrek helgarinnar; frumsýningin á Hamlet var mögnuð og fyrstu sýningar Jeppa í Gamla bíói tókust frábærlega. Ég sendi ykkur þessar línur til að láta ykkur vita að ég hef tekið ákvörðun um að sækja um stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins sem er nú laus til umsóknar. Eins og alkunna er, er Ríkisútvarpið ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið. Eftir mikla yfirlegu varð niðurstaðan sú, að ég vildi taka þátt í að leiða RÚV inn í nýja spennandi tíma þar sem framleiðsla fjölbreytts íslensks dagskrárefnis er í öndvegi. Þrátt fyrir það hve spennandi verkefnið er, þá var langt í frá auðvelt að taka þá ákvörðun að sækjast eftir starfinu. Í sannleika sagt er þetta sennilega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Ástæðan er auðvitað sú að ef ég hlyti starfið þyrfti ég að hverfa frá leikhúsinu okkar sem ég nýt svo mjög að starfa í og ekki síst myndi ég sakna okkar frábæra samheldna hóps. Ef til þess kemur, þá vona ég að þið skiljið ákvörðun mína og styðjið. Það er auðvitað svo í lífinu og listinni að öllu verður að halda á hreyfingu. Við megum ekki óttast breytingar og áskoranir – þar liggja tækifærin. Vonandi skýra þessar línur stöðuna en ég ítreka þó að ég er ekki farinn. Eflaust sækjast margir góðir umsækjendur eftir starfinu og ákvörðun um ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en um næstu mánaðarmót. Ekkert breytist því í leikhúsinu okkar, í bili að minnsta kosti. Fjöldi spennandi verkefna bíða okkar næstu daga og vikur; samlesturinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt er á morgun og það verður gaman að landa Óskasteinum saman 31. janúar. Með bestu kveðjum, Magnús Geir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri ætlar að sækja um stöðu útvarpsstjóra. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsmönnum Borgarleikhússins. Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rann út þann 6. janúar síðastliðinn. Fresturinn var hins vegar framlengdur og rann út í gær. Magnús Geir, sem situr í stjórn RÚV fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst því yfir að hann myndi ekki sækja um stöðuna. „Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið,“ segir Magnús Geir meðal annars í bréfinu.Nöfn umsækjanda um útvarpsstjórastöðuna verða birt síðar í dag.Bréf Magnúsar Geir til starfsmanna Borgarleikhússins má lesa í heild sinni hér:Kæru samstarfsmenn, góðu vinir. Þakka ykkur kærlega fyrir síðast og enn og aftur óska ég ykkur til hamingju með afrek helgarinnar; frumsýningin á Hamlet var mögnuð og fyrstu sýningar Jeppa í Gamla bíói tókust frábærlega. Ég sendi ykkur þessar línur til að láta ykkur vita að ég hef tekið ákvörðun um að sækja um stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins sem er nú laus til umsóknar. Eins og alkunna er, er Ríkisútvarpið ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið. Eftir mikla yfirlegu varð niðurstaðan sú, að ég vildi taka þátt í að leiða RÚV inn í nýja spennandi tíma þar sem framleiðsla fjölbreytts íslensks dagskrárefnis er í öndvegi. Þrátt fyrir það hve spennandi verkefnið er, þá var langt í frá auðvelt að taka þá ákvörðun að sækjast eftir starfinu. Í sannleika sagt er þetta sennilega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Ástæðan er auðvitað sú að ef ég hlyti starfið þyrfti ég að hverfa frá leikhúsinu okkar sem ég nýt svo mjög að starfa í og ekki síst myndi ég sakna okkar frábæra samheldna hóps. Ef til þess kemur, þá vona ég að þið skiljið ákvörðun mína og styðjið. Það er auðvitað svo í lífinu og listinni að öllu verður að halda á hreyfingu. Við megum ekki óttast breytingar og áskoranir – þar liggja tækifærin. Vonandi skýra þessar línur stöðuna en ég ítreka þó að ég er ekki farinn. Eflaust sækjast margir góðir umsækjendur eftir starfinu og ákvörðun um ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en um næstu mánaðarmót. Ekkert breytist því í leikhúsinu okkar, í bili að minnsta kosti. Fjöldi spennandi verkefna bíða okkar næstu daga og vikur; samlesturinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt er á morgun og það verður gaman að landa Óskasteinum saman 31. janúar. Með bestu kveðjum, Magnús Geir
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira