Rússnesk yfirvöld tilkynntu í gærkvöldi að fimm grunaðir hryðjuverkamenn, sem sagðir eru tilheyra alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum, hafi verið handteknir í Norður Kákasus héraði.
Mennirnir voru teknir í bænum Nalchik, sem er í um 300 kílómetra fjarlægð frá Sochi, þar sem vetrarólympíuleikarnir hefjast innan tíðar. Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er á svæðinu vegna leikanna og ótta við að íslamskir uppreisnarmenn láti til skarar skríða á þeim.
30 þúsund lögreglumenn hafa verið sendir til þess að gæta öryggis gesta og þátttakenda á leikunum. Nýlegar sprengjuárásir í Volgograd auka enn á ótta manna en á rúmum sólarhring létust þrjátíu og fjórir í tveimur aðskildum sprengingum í borginni.
Erlent