Vettel í vandræðum með nýja Red Bull bílinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2014 22:27 Sebastian Vettel var ekki ánægður. Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra. Sebastian Vettel tókst aðeins að klára ellefu hringi á nýja Red Bull bílinn á þessum tveimur dögum og Þjóðverjinn er nú floginn heim til Sviss á meðan að liðsfélagi hans Daniel Ricciardo er tekinn við prufuakstrinum. Vettel hætti snemma í dag eftir að hafa lent í vandræðum með rafkerfið í bílnum en nýja Renault-vélin er ekki að koma nógu vel út. Það voru einnig vandræði með bílinn á fyrsta deginum í gær þegar Vettel náði aðeins að klára þrjá hringi. Sebastian Vettel var í allt annarri stöðu með Red Bull bílinn fyrir ári síðan en hann var þá búinn að klára 174 hringi á sama tíma. Það náðu allir ökumenn betri tíma en Vettel í dag og var hann sem dæmi fjórtán sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren-Mercedes. Formúla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra. Sebastian Vettel tókst aðeins að klára ellefu hringi á nýja Red Bull bílinn á þessum tveimur dögum og Þjóðverjinn er nú floginn heim til Sviss á meðan að liðsfélagi hans Daniel Ricciardo er tekinn við prufuakstrinum. Vettel hætti snemma í dag eftir að hafa lent í vandræðum með rafkerfið í bílnum en nýja Renault-vélin er ekki að koma nógu vel út. Það voru einnig vandræði með bílinn á fyrsta deginum í gær þegar Vettel náði aðeins að klára þrjá hringi. Sebastian Vettel var í allt annarri stöðu með Red Bull bílinn fyrir ári síðan en hann var þá búinn að klára 174 hringi á sama tíma. Það náðu allir ökumenn betri tíma en Vettel í dag og var hann sem dæmi fjórtán sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren-Mercedes.
Formúla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira