Þýski ökuþórinn Michael Schumacher, sem haldið hefur verið sofandi undanfarinn mánuð eftir alvarlegt skíðaslys, er smám saman verið að vekja, ef marka má frétt L'Equipe.
Franski miðillinn heldur því fram að læknar reyni nú að vekja hann en sérfræðingar hafa haldið fram að Schumacher verði aldrei samur ef og þegar hann vakni. Schumacher missti meðvitund við fall utan brautar í frönsku ölpunum í lok árs 2013. Honum hefur verið haldið sofandi síðan.
Talsmaður Schumacher hefur beðið almenning um að velta ekki fyrir sér getgátum fjölmiðla en neitaði aftur á móti ekki fréttinni.
Heimsmeistarinn sjöfaldi lenti á stein í Meribel fyrir fjórum vikum og slasaðist illa. Hefur Schumacher gengist undir fjölmargar aðgerðir síðan til að létta af þrýstingi á heila hans.