Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. janúar 2014 11:52 Í grein Skúla og Ragnheiðar segir að ákærðu þekki saksóknarann í málinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. „Við þingfestinguna brá ákærðu eðlilega nokkuð í brún þegar þeim var lesinn pistillinn af skikkjuklæddum manni sem tjáðist fara með ákæruvaldið í málinu,“ skrifa þau Skúli Bjarnason og Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, verjendur sakborninga í Gálgahraunsmálinu svokallaða, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eins og fram hefur komið á Vísi voru níu manns ákærð fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu við mótmæli 21. október síðastliðinn gegn lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun. Í grein Skúla og Ragnheiðar segir að ákærðu þekki saksóknarann í málinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. Einnig hafi saksóknarinn sést ráðfæra sig við lögreglumenn sem tóku skýrslur af ákærðu í málinu og það hafi verið hann sem tók þá ákvörðun að kvöldi þessa sama dags að hleypa fólkinu út úr klefunum. Þau segja gagnrýnina ekki snúa að manninum persónulega en eftir standi sá grafalvarlegi hlutur að einn angi ríkisvaldsins að Lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins og raunar einn og sami starfsmaður þess sé „undir, yfir og allt um kring“ í atburðarrásinni. Slíkt gangi ekki í nútíma réttarríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rannsókn og fari loks með ákæruvald í lokin varðandi meint brot gegn honum sjálfum. Þau segja að svona lagað sé í hrópandi mótsögn við grunnreglur réttarríkisins um réttláta málsmeðferð þar sem rík áhersla hefur verið lög á aðgreiningu einstakra þátta. Þau Skúli og Ragnheiður nefna sem dæmi að dómstólaskipaninni hafi verið breytt hér á landi í kringum 1990 í kjölfarið á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem batt enda á að sami aðili færi með lögregluvald og dómsvald. „Engu skárra er að lögregla fari sjálf með stjórn aðgerða á vettvangi, rannsókn meintra brota og svo ákæruvald sem hún beitir í eigin þágu. Slíkt fyrirkomulag þekktist á árum áður og tíðkast sjálfsagt enn meðal vanþróaðra þjóða. Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið Lögregluríki,“ segir í greininni. Tengdar fréttir Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“ Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauni. Hraunavinir segja umhverfið nú þegar gjörbreytt. 13. september 2013 21:25 Saka lögreglu um harðræði við handtöku Átök brutust út á skemmtistað og lögreglan handtók tvo menn í kjölfarið. Við handtökuna rifbeinsbrotnaði annar þeirra. 23. janúar 2014 22:43 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
„Við þingfestinguna brá ákærðu eðlilega nokkuð í brún þegar þeim var lesinn pistillinn af skikkjuklæddum manni sem tjáðist fara með ákæruvaldið í málinu,“ skrifa þau Skúli Bjarnason og Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, verjendur sakborninga í Gálgahraunsmálinu svokallaða, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eins og fram hefur komið á Vísi voru níu manns ákærð fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu við mótmæli 21. október síðastliðinn gegn lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun. Í grein Skúla og Ragnheiðar segir að ákærðu þekki saksóknarann í málinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. Einnig hafi saksóknarinn sést ráðfæra sig við lögreglumenn sem tóku skýrslur af ákærðu í málinu og það hafi verið hann sem tók þá ákvörðun að kvöldi þessa sama dags að hleypa fólkinu út úr klefunum. Þau segja gagnrýnina ekki snúa að manninum persónulega en eftir standi sá grafalvarlegi hlutur að einn angi ríkisvaldsins að Lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins og raunar einn og sami starfsmaður þess sé „undir, yfir og allt um kring“ í atburðarrásinni. Slíkt gangi ekki í nútíma réttarríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rannsókn og fari loks með ákæruvald í lokin varðandi meint brot gegn honum sjálfum. Þau segja að svona lagað sé í hrópandi mótsögn við grunnreglur réttarríkisins um réttláta málsmeðferð þar sem rík áhersla hefur verið lög á aðgreiningu einstakra þátta. Þau Skúli og Ragnheiður nefna sem dæmi að dómstólaskipaninni hafi verið breytt hér á landi í kringum 1990 í kjölfarið á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem batt enda á að sami aðili færi með lögregluvald og dómsvald. „Engu skárra er að lögregla fari sjálf með stjórn aðgerða á vettvangi, rannsókn meintra brota og svo ákæruvald sem hún beitir í eigin þágu. Slíkt fyrirkomulag þekktist á árum áður og tíðkast sjálfsagt enn meðal vanþróaðra þjóða. Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið Lögregluríki,“ segir í greininni.
Tengdar fréttir Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“ Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauni. Hraunavinir segja umhverfið nú þegar gjörbreytt. 13. september 2013 21:25 Saka lögreglu um harðræði við handtöku Átök brutust út á skemmtistað og lögreglan handtók tvo menn í kjölfarið. Við handtökuna rifbeinsbrotnaði annar þeirra. 23. janúar 2014 22:43 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“ Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauni. Hraunavinir segja umhverfið nú þegar gjörbreytt. 13. september 2013 21:25
Saka lögreglu um harðræði við handtöku Átök brutust út á skemmtistað og lögreglan handtók tvo menn í kjölfarið. Við handtökuna rifbeinsbrotnaði annar þeirra. 23. janúar 2014 22:43