Flaming Lips á Iceland Airwaves Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2014 12:00 Flaming Lips eru meðal þeirra listamanna sem troða upp á Iceland Airwaves. Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu nú rétt í þessu fyrstu 18 listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár en þeirra á meðal er bandaríska sveitin Flaming Lips sem loka mun hátíðinni sunnudaginn 9. nóvember í Valsheimilinu að Hlíðarenda. „Það er gríðarlegur fengur í Flaming Lips - læfsjóvið þeirra er með því allra magnaðasta sem er í boði í dag. Wayne Coyne og félagar feta ekki alltaf troðnar slóðir en njóta fyrir vikið ómældrar virðingar,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Í erlendu deildinni erum við að kynna til leiks mörg spútnikin sem eiga án efa eftir að gera stóra hluti í nánustu framtíð. Það er frábært til dæmis að fá hingað Jungle sem hefur verið að vekja mikla athygli að undanförnu. Persónulega er ég líka gríðarlega spenntur að sjá Suður Afrísku hljómsveitina John Wizards sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá mér.“ Grímur segir að hinir íslensku listamenn sem taka þátt séu gríðarlega öflugir og margir hverjir hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. „Erlendis fara menn líka strax í að skoða íslensku bönd sem við erum að tilkynna – og það á sérstaklega við um nýja listamenn sem hafa ekki komið fram áður.“ Að sögn Gríms gengur miðasala vel og þegar hafa hátt í þúsund miðar verið seldir erlendis. Sem má heita gott því hátíðin fer fram í byrjun nóvember næstkomandi; það er tæpt ár í hátíðina. Hljómsveitirnar sem kynntar eru til leiks nú eru: East India Youth (UK), Samaris, Jungle (UK), Mammút, La Femme (FR), Grísalappalísa, Vök, Jaakko Eino Kalevi (FI), Hermigervill, Tiny Ruins (NZ), Muck, Snorri Helgason, Tonik, John Wizards (ZA), Blaenavon (UK), Just Another Snake Cult og Highlands. Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu nú rétt í þessu fyrstu 18 listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár en þeirra á meðal er bandaríska sveitin Flaming Lips sem loka mun hátíðinni sunnudaginn 9. nóvember í Valsheimilinu að Hlíðarenda. „Það er gríðarlegur fengur í Flaming Lips - læfsjóvið þeirra er með því allra magnaðasta sem er í boði í dag. Wayne Coyne og félagar feta ekki alltaf troðnar slóðir en njóta fyrir vikið ómældrar virðingar,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Í erlendu deildinni erum við að kynna til leiks mörg spútnikin sem eiga án efa eftir að gera stóra hluti í nánustu framtíð. Það er frábært til dæmis að fá hingað Jungle sem hefur verið að vekja mikla athygli að undanförnu. Persónulega er ég líka gríðarlega spenntur að sjá Suður Afrísku hljómsveitina John Wizards sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá mér.“ Grímur segir að hinir íslensku listamenn sem taka þátt séu gríðarlega öflugir og margir hverjir hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. „Erlendis fara menn líka strax í að skoða íslensku bönd sem við erum að tilkynna – og það á sérstaklega við um nýja listamenn sem hafa ekki komið fram áður.“ Að sögn Gríms gengur miðasala vel og þegar hafa hátt í þúsund miðar verið seldir erlendis. Sem má heita gott því hátíðin fer fram í byrjun nóvember næstkomandi; það er tæpt ár í hátíðina. Hljómsveitirnar sem kynntar eru til leiks nú eru: East India Youth (UK), Samaris, Jungle (UK), Mammút, La Femme (FR), Grísalappalísa, Vök, Jaakko Eino Kalevi (FI), Hermigervill, Tiny Ruins (NZ), Muck, Snorri Helgason, Tonik, John Wizards (ZA), Blaenavon (UK), Just Another Snake Cult og Highlands.
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira