Vettel vonast enn eftir Schumacher-kraftaverki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2014 23:30 Sebastian Vettel. Vísir/NordicPhotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel var spurður út í skíðaslys landa síns Michael Schumacher á blaðamannafundi á Spáni í dag en heimsmeistarinn var þá að prufukeyra nýja Red Bull bílinn. „Ég var í sjokki yfir þessu eins og allir aðrir. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann er búinn að vera fyrirmyndin mín alla tíð. Ég kynntist honum enn betur þegar hann kom til baka og við töluðumst við reglulega," sagði Sebastian Vettel. Michael Schumacher er enn í dái og ástand hans er sagt vera stöðugt. Hann fékk mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í Frakklandi í lok síðasta árs. „Við vitum ekki enn í hvernig ástandi hann verður þegar hann vaknar sem er skelfilegt fyrir vini hans og ættingja. Ég er enn í sjokki yfir þessu en vonandi upplifum við kraftaverk og hann verður áfram sami maður og áður," sagði Sebastian Vettel. Sebastian Vettel viðurkenndi ennfremur að hann hafi ekki heimsótt Michael Schumacher á spítalann í Grenoble en að hugur hans sé hjá Schumi og fjölskyldu hans. Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel var spurður út í skíðaslys landa síns Michael Schumacher á blaðamannafundi á Spáni í dag en heimsmeistarinn var þá að prufukeyra nýja Red Bull bílinn. „Ég var í sjokki yfir þessu eins og allir aðrir. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann er búinn að vera fyrirmyndin mín alla tíð. Ég kynntist honum enn betur þegar hann kom til baka og við töluðumst við reglulega," sagði Sebastian Vettel. Michael Schumacher er enn í dái og ástand hans er sagt vera stöðugt. Hann fékk mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í Frakklandi í lok síðasta árs. „Við vitum ekki enn í hvernig ástandi hann verður þegar hann vaknar sem er skelfilegt fyrir vini hans og ættingja. Ég er enn í sjokki yfir þessu en vonandi upplifum við kraftaverk og hann verður áfram sami maður og áður," sagði Sebastian Vettel. Sebastian Vettel viðurkenndi ennfremur að hann hafi ekki heimsótt Michael Schumacher á spítalann í Grenoble en að hugur hans sé hjá Schumi og fjölskyldu hans. Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira