Óánægja með eyðsluþak í Formúlunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2014 10:45 Horner með þeim Sebastian Vettel og Mark Webber, ökuþórum Red Bull í fyrra. Vísir/Getty Christian Horner, einn forráðamanna Red Bull í Formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra sem setja spurningamerki við áætlanir forráðamanna mótaraðarinnar um að setja liðum fjárhagslegar skorður.Sam Michael hjá McLaren hefur einnig mótmælt þessum hugmyndum en miðað við umræður virðist sem að vilji sé til þess að kostnaður liðanna fari ekki yfir 200 milljónir dala hvert ár - um 23 milljarða króna. Forráðamenn liðanna eru þó sammála um að skera þurfi niður kostnað liðanna sem taka þátt í Formúlunni en þeir Horner og Michael eru sammála um að eyðsluþak sé ekki rétta leiðin. Red Bull, Ferrari og Mercedes eyða öll yfir 200 milljónum sterlingspunda ár hvert samkvæmt frétt BBC, um 38 milljörðum króna. Marussia og Catherham, sem náði lökustum árangri í fyrra, eru rekin fyrir minna en þriðjung þeirrar upphæðar. Horner vill aðra nálgun á að jafna leikinn - aðra en að þvinga stærstu liðin til að fara undir ákveðna upphæð í eyðslunni. 200 milljónir dala væru hvort eð er langt frá því sem minnstu keppnisliðin hefðu til umráða. „Það er þó algjör fásinna að halda því fram að við séum ósammála því að grípa þurfi til kostnaðarminnkandi aðgerða,“ sagði Horner við BBC. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, einn forráðamanna Red Bull í Formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra sem setja spurningamerki við áætlanir forráðamanna mótaraðarinnar um að setja liðum fjárhagslegar skorður.Sam Michael hjá McLaren hefur einnig mótmælt þessum hugmyndum en miðað við umræður virðist sem að vilji sé til þess að kostnaður liðanna fari ekki yfir 200 milljónir dala hvert ár - um 23 milljarða króna. Forráðamenn liðanna eru þó sammála um að skera þurfi niður kostnað liðanna sem taka þátt í Formúlunni en þeir Horner og Michael eru sammála um að eyðsluþak sé ekki rétta leiðin. Red Bull, Ferrari og Mercedes eyða öll yfir 200 milljónum sterlingspunda ár hvert samkvæmt frétt BBC, um 38 milljörðum króna. Marussia og Catherham, sem náði lökustum árangri í fyrra, eru rekin fyrir minna en þriðjung þeirrar upphæðar. Horner vill aðra nálgun á að jafna leikinn - aðra en að þvinga stærstu liðin til að fara undir ákveðna upphæð í eyðslunni. 200 milljónir dala væru hvort eð er langt frá því sem minnstu keppnisliðin hefðu til umráða. „Það er þó algjör fásinna að halda því fram að við séum ósammála því að grípa þurfi til kostnaðarminnkandi aðgerða,“ sagði Horner við BBC.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira