Viðskipti innlent

Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú

Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q,  ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag.

Áætlað er að umþaðbil 30 störf skapist við verksmiðjuna, sem á að vera tilbúin um mitt næsta ár í 7,500 fermetra byggingu.

Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi, en afurðirnar eru meðal annars notaðar í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Fimm megawött af raforku verða notuð til framleiðslunnar og er búið að semja um það til 25 ára.

Áætluð fjárfesting vegna þessarar uppbyggingar er umþaðbil tveir milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×