Innlent

Mótmæla hugmyndum um náttúrupassa

Stefán Árni Pálsson skrifar
SAMÚT, samtök útivistarfélaga, mómæla harðlega hugmyndum um náttúrupassa.
SAMÚT, samtök útivistarfélaga, mómæla harðlega hugmyndum um náttúrupassa. visir/vilhelm
SAMÚT, samtök útivistarfélaga, mómæla harðlega hugmyndum um náttúrupassa. Á fjölmennum félagsfundi SAMÚT þann 15. janúar síðastliðin var eftirfarandi ályktun samþykkt:

SAMÚT samtök útivistarfélaga mótmæla harðlega hugmyndum um náttúrupassa. Með slíkum aðgangspassa væri vegið stórlega að almannarétti, grundvallarrétti okkar til að ferðast frjáls um eigið land. Er það mat SAMÚT að aðrar leiðir séu mun heppilegri  til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða og styrkja innviði í íslenskri ferðaþjónustu.

Almennur ferðamannapassi fyrir íslenska náttúru yrði afar dýr og erfið í framkvæmd og drjúgur hluti af innkomunni færi í eftirlit og innheimtukostnað. Passinn myndi trúlega stórauka álag á lögreglu og landvörðum, en kröftum þeirra er betur varið í önnur mikilvæg verkefni, t.d. til að koma í veg fyrir tjón af völdum utanvegaakstur og aðrar náttúruskemmdir.

Ferðamannapassi yrði auk þess til að letja almenning á Íslandi til að ferðast um landið sitt og skerða jákvæða upplifun af náttúru landsins.

Mun heppilegri leið í þessu er að leggja á komu-eða brottfaragjöld sem er einföld aðgerð í framkvæmd. Samhliða er nauðsynlegt að marka stefnu og áætlun um framkvæmdir í samvinnu við hluteigandi aðila, svo sem SAMÚT, náttúruverndarsamtök og sveitarfélög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×