Innlent

Engar töfra­lausnir við hegðunarvanda barna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem engar töfralausnir finnast við. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. 

Rætt verður við framkvæmdastjóra Heimilis og skóla um málið. Þá kemur Atli F. Magnússon klínískur atferlisfræðingur og framkvæmdastjóri Arnarskóla ræðir málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir og fjörutíu særðust þegar ísraelski herinn réðist inn í borgina Jenín á Vesturbakkanum í nótt. Að sögn palestínskra yfirvalda voru gerðar loftárásir á borgina og flóttamannabúðir í útjaðri hennar.

Hálfíslenskur læknir sem sérhæfir sig meðal annars í lífsstílslækningum segir samfélagsmiðla sífellt valda fólki meiri streitu. Erfitt sé að forðast alla streitu en hann nefnir nokkur ráð hvernig megi takmarka hana.

Við kíkjum til Grænlands og heimsækjum Eld Ólafsson, sem stýrir þar Gullleit. Hann segist vilja Grænlendinga í sem flest störf.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 22. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×